- Ekið er inn í bílahúsið
- Erindum sinnt
- Áður en ekið er að úthliði er greitt í greiðsluvél eða með appi.
Greitt í greiðsluvél
Þá er sett inn bílnúmerið (snertiskjár, ýtt á "hefja greiðslu"), valin mynd af réttri bílnúmeraplötu og síðan greitt. Einungis er hægt að greiða með greiðslukortum, ekki er hægt að nota seðla eða mynt.
Ef einhverra hluta vegna er búið að greiða en hætt við brottför þarf að fara í greiðsluvél og greiða fyrir þann tíma sem hefur bæst við.
Mikilvægt er, ef greitt er með appi, að greitt sé fyrir rétt bílahús.
Ef greitt er með appi þá skiptir ekki máli hvenær það er gert, það er hægt að gera það á hvaða tímapunkti sem er frá því að ekið er inn í bílahúsið og áður en ekið er að úthliði. Myndavélaálestur við úthliðið sér síðan um að skrá bifreiðina út. Ef notandi nær að stöðva greiðslu í appinu hefur hann ekki valið að greiða fyrir bílahús.
Ekki er hægt að greiða með öðrum öppum en þeim sem eru auglýst í bílahúsunum
Ef hliðið opnar ekki á leiðinni inn:
Bílahúsið er fullt.
Sláin er fyrir bílnúmeri. Gætið að bifreiðum fyrir aftan áður en bifreið er hnikað til, þarf oft ekki nema 20-30 cm. Og oft er nóg að hnika bifreiðinni áfram í stað þess að bakka henni en ef bifreiðin er komin alveg að hliðinu og hlið opnast ekki er líklegri skýring að bílahúsið sé fullt.
Athugið að bílahúsið getur verið fullt þó að sjáist í laus bílastæði, þau bílastæði eru frátekin fyrir áskrifendur.
Ökutæki sem ekki eru með skráningamerki geta ekki notað bílahúsin, aðgangi að húsinu er stýrt með myndavélaálestri. Ekki er heimilt að aka um án skráningamerkja og starfsmenn Bílastæðasjóðs eru því ekki að aðstoða með skráningar í þeim tilvikum sem númeraplötur vantar.
Ef skjár á greiðsluvél virkar ekki:
Oftast er það vegna þess að ýtt er of fast á skjáinn, snertiskjárinn virkar svipað og snertiskjár á símum.
Ef greiðsla í appi virkar ekki:
Hugsanlega hefur myndavél lesið bílnúmer vitlaust á leiðinni inn (á helst við um á þeim dögum þegar er snjókoma o.þh.) Á að vera nóg að hringja í 4113403 og fá skráningu leiðrétta en ef það virkar ekki þá þarf að greiða í greiðsluvél.
Ef úthlið virkar ekki:
Algengasta skýringin er að ekki er búið að greiða fyrir stæðið.
Ef valið hefur verið að greiða fyrir vitlaust bílnúmer þá þarf að greiða fyrir eigin bílnúmer og óska síðan eftir endurgreiðslu fyrir röngu greiðsluna á bilahus@reykjavik.is
Í appi þarf velja að greiða fyrir rétt bílahús, úthliðið opnar ekki ef greitt er fyrir annað bílahús eða fyrir gjaldskyld bílastæði við götukanta.
Ef bílahúsið lokað
Bílahúsin eru lokuð á nóttunni frá 24:00 -7:00 og er engin bilanavakt á þeim tíma. Hægt er eftir lokun fyrir skammtímagesti að greiða með EasyPark og fá þannig Pin númer til að setja í aðgangsskjá sem er við gönguhurðir. En ef bifreiðin hefur verið vitlaust lesin í myndavélaálestri á leiðinni inn virkar þetta ekki og þá er ekki hægt að nálgast bifreiðina fyrr en 7:00 næsta morgun. Þannig að almennt er ekki verið að mæla með þessari leið nema fyrir þá sem læsa bifreiðar inni fyrir mistök. Ökumenn bera sjálfir ábyrgð á kostnaði ef bifreiðar læsast inn í bílahúsum á nóttunni.
Langtímanotendur:
Ef fleiri en ein bifreið er skrá á áskrift kemst aðeins ein bifreið inn á áskriftinni í einu, seinni bifreiðin skráist þá alltaf sem skammtímagestur.
Langtímanotendur geta óskað eftir Pin númeri til að komast inn til að sækja bifreiðar í bílahúsið á nóttunni. Senda tölvupóst á bilahus@reykjavik.is. Pin númerið virkar ekki nema bifreiðin sé skráð inní bílahúsið, ef bifreiðin hefur komið inn sem skammtímagestur eða ef bílnúmerið hefur ekki skráðst rétt inní bílahúsið (t.d. vegna mislesturs þegar er snjór á númeraplötum) þá virkar Pin númerið ekki. Hægt er að prófa hvort Pin númerið virkar á opnunartíma með því að setja Pin númerið inn í aðgangsskjáinn, ef það virkar þá heyrist í hurðinni einsog hún sé að reyna að opna.
Aðstoð 7:00-24:00
Bilanasími 4113403
Aðstoðarsími er á innhliðum og úthliðum
Tölvupóstur (á skrifstofutíma): bilahus@reykjavik.is