Til baka á starfasíðu

Leikskólakennari/leiðbeinandi

Leikskólinn Álftaborg leitar að kennara/leiðbeinanda.

Fullt starf Leikskólinn Álftaborg 108
Sækja um

Leikskólinn Álftaborg óskar eftir áhugsömum kennurum til starfa. Álftaborg er 4 deilda leikskóli staðsettur í Safamýri 30.

Einkunnarorð leikskólans eru; virðing, gleði og umhyggja. Áhersla er lögð á jákvæð góð samskipti.

Starfslýsing

Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna undir stjórn deildarstjóra.

Hæfniskröfur:

  • Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með börnum æskileg
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
  • Frumkvæði í starfi
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Íslenskukunnátta B1 skv. samevrópska tungumálarammanum.

Fríðindi í starfi:

  • Frír hádegismatur.
  • Menningarkort - bókasafnskort
  • Samgöngustyrkur
  • Sundkort
  • 36 stunda vinnuvika fyrir fullt starf
  • Heilsuræktarstyrkur

Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitafélaga og KÍ v/Félags leikskólakennara. 

Upplýsingar um starfið veita Anna Hjördís Ágústsdóttir leikskólastjóri og Harpa Brynjarsdóttir aðstoðarleikskólastjóri á netfanginu alftaborg@reykjavik.is.

Sækja um