Deildarfulltrúi
Borgarbókasafnið auglýsir 100% stöðu deildarfulltrúa á skrifstofu safnsins.
Leitað er að starfsmanni sem býr yfir frumkvæði, samskiptahæfni og hefur tileinkað sér sjálfstæð vinnubrögð til að starfa að margvíslegum verkefnum. Auk framangreinds krefst starfið metnaðar, skipulagshæfni og sveigjanleika.
Markmið Borgarbókasafns er að auka lýðræði og jöfnuð, efla læsi og auka aðgengi borgarbúa að fræðslu og menningartengdu efni. Borgarbúar eru hvattir til þátttöku í að efla safnið sem miðstöð menningar og mannlífs, fræðslu og sköpunar.
Leitað er eftir einstaklingi sem hefur ríka þjónustulund og brennandi áhuga á að vinna með starfsmannahópi safnsins að ofangreindum markmiðum.
Helstu verkefni:
- Umsjón með aðföngum
- Skráningu í aðfangakerfi Gegnis (bókasafnskerfi á landsvísu)
- Tenging safnkosts
- Uppgjör og tekjuskráning
- Innkaup á skrifstofu- og rekstrarvörum
- Önnur almenn skrifstofustörf
Hæfniskröfur:
- Stúdentspróf
- Menntun eða víðtæk reynsla á sviði skrifstofutækni
- Þekking og áhugi á að tileinka sér nýja tækni
- Gott vald á íslensku og ensku og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
- Þekking á Excel er mikill kostur
- Þekking á Gegni er mikill kostur
- Mjög góð færni í mannlegum samskiptum, sveigjanleiki og þjónustulund
- Frumkvæði, hugmyndaauðgi, metnaður og færni í að vinna í hópi
Fríðindi í starfi
- Menningarkort
- Sundkort
- Samgöngusamningur
- Líkamsræktarstyrkur
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Borgarbókasafn er auk þess með regnbogavottun Reykjavíkurborgar.
Nánari upplýsingar veitir Guðríður Sigurbjörnsdóttir, skrifstofustjóri í síma 411-6110 eða um tölvupóstfangið gudridur.sigurbjornsdottir@reykjavik.is