Hvernig er best að leita?

Almennt er leitin þannig stillt að allt aðalefni sem mest er skoðað kemur auðveldlega upp en það getur verið gagnlegt að skoða nokkur ráð sem geta nýst við nákvæmari eða flóknari leitir.

Vissir þú til dæmis að það er hægt að smella á raddleitartákn  í leitarglugganum og þá virkjast raddleit.

Gæsalappir

Með því að setja gæsalappir utan um leit þegar notuð erum fleiri en eitt leitarorð eru aðeins birtar niðurstöður sem innihalda öll orðin og í þeirri röð sem þau eru sett inn.

Dæmi: "Gjaldskrá fyrir hundahald"

Tengiorð

AND

Með því að nota tengiorðið AND á milli orða er hægt að stýra því að fá eingöngu leitarniðurstöður sem innihalda bæði orðin eða öll orðin sem leitað er að með AND á milli. Athugið að nota þarf hástafi þegar AND er skrifað.

Dæmi: Gjaldskrá AND hundahald

OR

Með því að nota tengiorðið OR á milli leitarorða er hægt að fá fram leitarniðurstöður sem innihalda annaðhvort orðið. Athugið að nota þarf hástafi þegar OR er skrifað.

Dæmi: Hundahald OR hænsnahald

Efnisflokkar                                    

Á leitarniðurstöðusíðu er hægt að sía leitir eftir efnisflokkum en þá má finna vinstra megin á síðu eða með því að smella á Síuhnapp ef vefarinn er skoðaður í síma eða spjaldtölvu.

Þannig er hægt að skoða leitarniðurstöður eftir tilteknum flokkum t.d. þjónustuflokkum, fréttum eða fundargerðum.

Talaðu við vefinn

Leitarvélin á reykjavik.is styður raddleit á íslensku og hægt er að virkja hana með því að smella á raddleitartáknið í leitarglugganum.

 

Raddleitin skoðar hljóðnema í tækinu sem notað er og spyr um leyfi til þess að virkja hann ef stillingar tækis óska eftir því.

 

Ef og þegar notandi samþykkir notkun er ekkert því til fyrirstöðu að bara að tala við vefinn.

Tákn fyrir raddleit