Fjölskyldudagskrá: Haustfrí í Reykjavík

Það verður nóg um að vera í haustfríinu í Reykjavík 26.-30. október. Margt skemmtilegt hægt að gera fyrir fjölskyldur og skólabörn á bókasöfnum, sundlaugum, söfnum og öðrum stofnunum borgarinnar!

Frístundamiðstöðvar

Miðberg

Mánudagur 30. október kl. 14:00-16:00

  • Hrekkjavaka Miðbergs í félagsmiðstöðinni Hundrað&ellefu og Gerðubergi
  • Draugahús, ógeðiskassar, andlitsmálning og útieldun
  • Að auki verða veitingar seldar á vægu verði í Nornakaffihúsinu (eingöngu tekið við reiðufé)

Kringlumýri

Fimmtudagur 26. október kl. 14:00-16:00

  • Afþreying fyrir fjölskylduna í Þróttheimum. Útieldun, spil, föndur í Þróttheimum. Boðið verður upp á kakó og kleinur

Brúin

Í Gufunesbæ og Hlöðunni

Fimmtudagur 26. október kl. 10:00-11:30

  • Klifur
  • Kynning á Slaufunni hjólabraut - Hjólreiðafélagi Reykjavíkur sér um kynningu

Fimmtudagur 26. október kl. 11:30-13:00

  • Petanque
  • Kynning á frisbígolfi – Frisbígolfsambandið sér um kynningu
  • Pulsupartý í grillskýli

Fimmtudagur 26. október kl. 10:00-13:00

  • Sykurpúðapartý í Lundi
  • Rafrænn ratleikur – Neysluveislan
  • Hrekkjavökuföndur - Hlaðan
  • Keilubraut - Hlaðan
  • Mála á bolla  - Hlaðan

Fimmtudagur 26. október kl. 13:00-15:00

  • Spiladagur fjölskyldunnar verður í Fjósinu, frístundaheimili Sæmundarskóla 

Tjörnin

Vesturbæjarlaug

Fimmtudagur 26. október kl. 14:00-16:00

  • Vesturbæjarlaug býður frítt í sund
  • Kleinur, kaffi og djús í boði
  • Spurningakeppnin Synt og svarað
  • Plötusnúður úr félagsmiðstöðinni Frosta á bakkanum

Sundhöll Reykjavíkur

Fimmtudagur 26. október kl. 14:00-16:00

  • Sundhöll Reykjavíkur býður frítt í sund

Spennistöðin

Fimmtudagur 26. október kl. 14:00-16:00

  • Vöfflur, kaffi og djús í boði
  • Föndursmiðja
  • Spilum saman

Listasafn Reykjavíkur

Kjarvalsstaðir, Hafnarhús og Ásmundarsafn

Í haustfríi grunnskólanna 26.-30. október býður Listasafn Reykjavíkur fjölskyldum upp á fjölbreytta viðburðadagskrá og fá fullorðnir frítt inn á söfnin í fylgd barna.

Á Kjarvalsstöðum og í Hafnarhúsi verða ratleikir í boði allt haustfríið. Verðlaun í boði fyrir börn sem klára ratleikinn!

Á Kjarvalsstöðum og á Ásmundarsafni er hægt að fá krakkakort af útilistaverkunum í kring um söfnin. Á kortunum eru myndir af verkunum og upplýsingar um þau á bakhlið.

Við minnum einnig á að á öllum söfnunum eru rými ætluð fjölskyldum þar sem má lesa bók, slaka á, skapa og leika sér!

Hafnarhús

Föstudagur 27. október kl. 13:00-15:00

Í Hafnarhúsi verður boðið upp á leiðsögn og klippimyndasmiðju undir handleiðslu safnkennara. Við munum klippa og líma eins og Erró en einnig verða á staðnum ljósaborð svo ungir listamenn geta tekið samklippið sitt í gegnum pappírinn og skapað nýtt heilsteypt verk!

Umsjón með smiðju: Maríanna Eva Dúfa Sævarsdóttir

Ásmundarsafn

Mánudagur 30. október kl. 13:00-15:00

Á Ásmundarsafni skoðum við aðferðir Ásmundar við að móta höggmyndirnar sínar og prófum svo sjálf að móta leirfígúru með vírbeinagrind. Skemmtileg smiðja fyrir börn á grunnskólaaldri!

Umsjón með smiðju: Ariana Katrín Katrínardóttir

Borgarbókasafn

Skapandi smiðjur og samvera í öllum söfnum við spil, leik og lestur alla daga fyrir fjölskylduna í Haustfríinu.

Árbær

Mánudagur 30. október kl. 10:00-12:00 

Mánudagur 30. október 12:30-14:30

Gerðuberg

Fimmtudagur 26. október kl. 14:00-15:00

  • Krakka karókí

Laugardagur 28. október kl. 13:00-14:00

  • Jazz hrekkur - Hrekkjavökutónleikar

Laugardagur 28. október kl. 14:00-16:00

  • Hrekkjavökugrímugerð

Mánudagur 30. október kl. 15:00-17:00

  • Barmmerkjagerð

Grófin 

Dagana 26., 27. og 30. október kl. 10:00-12:00

Föstudagur 27. október kl. 13:00-14:00

  • Jazz hrekkur | Hrekkjavökutónleikar

Sunnudagur 29. október kl. 14:00-14:30

  • DragStund með Starínu

Kringlan

Fimmtudagur 26. október kl. 11:00-12:00

  • Bingó og brandarar

Sólheimar

Fimmtudagur 26. október kl. 13:00-14:00

  • Krakkabingó 

Spöngin

Fimmtudagur 26. október kl. 13:00-13:45

  • Siggi syngur með börnunum

Föstudagur 27. október kl. 13:00-15:00

  • Bangsasögustund, allir bangsar velkomnir

Mánudagur 30. október kl. 11:00-15:00

  • LEGO

Úlfarsárdalur

Fimmtudagur 26. október kl. 13:00-15:00

  • Heklsmiðja fyrir 13-16 ára

Föstudagur 27. október kl. 10:00-11:00

  • Jazz hrekkur - Hrekkjavökutónleikar

Föstudagur 27. október kl. 13:00-15:00
Búum til perlubönd fyrir 7 ára og eldri

Borgarsögusafn

Árbæjarsafn

26.-30. október kl. 13:00-17:00

  • Neyzlan - myndaþraut
  • Stolni safngripurinn - þrautaleikur

Landnámssýningin

26.-30. október kl. 10:00-17:00

  • Búum til víkingagrímur! - klippismiðja
  • Hvar er gula kisan? - ratleikur

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

26.-30. október kl. 13:00-17:00

  • Hvað ætlar þú að verða?
  • Ljósmyndasýningin 19, 24, 29, 34, 39

26. október kl. 13:00-15:00

  • Ritlistarsmiðja fyrir börn á miðstigi grunnskólans. 

Sjóminjasafnið í Reykjavík

26.-30. október kl. 10:00-17:00

  • Fiskur og fólk – fjölskylduleikur

26. október kl. 11:00-12:00

  • Fiskivatnslitasmiðja