No translated content text
Velferðarráð
VELFERÐARRÁÐ
Ár 2012, mánudaginn 1. október var haldinn 194. fundur s og hófst hann kl. 13.10 að Borgartúni 12-14. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Heiða Kristín Helgadóttir, Sverrir Bollason, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Áslaug María Friðriksdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson.
Af hálfu starfsmanna; Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hörður Hilmarsson, Hulda Dóra Styrmisdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Sveinn Skúlason tók sæti á fundinum kl. 13.32.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram tillaga að hækkun á eftirfarandi gjaldskrám, ásamt greinargerð.
Skrifstofustjóri fjármála og rekstrar gerði grein fyrir málinu.
a) Gjaldskrá fyrir veitingar.
Fulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins leggja til að tillagan fari til umsagnar gjaldskrárstefnunefndar og Félags eldri borgara.
Tillagan var felld með fjórum atkvæðum gegn þremur.
Gjaldskráin var borin upp til atkvæða og samþykkt með fjórum samhljóða atkvæðum.
b) Gjaldskrá fyrir félagsstarf.
Fulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins leggja til að tillagan fari til umsagnar gjaldskrárstefnunefndar og Félags eldri borgara.
Tillagan var felld með fjórum atkvæðum gegn þremur.
Gjaldskráin var borin upp til atkvæða og samþykkt með fjórum samhljóða atkvæðum.
c) Gjaldskrá fyrir þjónustugjöld í íbúðum aldraðra.
Fulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins leggja til að tillagan fari til umsagnar gjaldskrárstefnunefndar og Félags eldri borgara.
Tillagan var felld með fjórum atkvæðum gegn þremur.
Gjaldskráin var borin upp til atkvæða og samþykkt með fjórum samhljóða atkvæðum.
d) Gjaldskrá fyrir heimaþjónustu
Formaður lagði fram breytingartillögu við gjaldskrána.
Afgreiðslu tillögunnar er frestað.
e) Gjaldskrá fyrir þjónustugjöld í Foldabæ.
Fulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins leggja til að tillagan fari til umsagnar gjaldskrárstefnunefndar, Félags eldri borgara og Félags aðstandenda alzheimersjúklinga.
Tillagan var felld með fjórum atkvæðum gegn þremur.
Gjaldskráin borin upp til atkvæða og samþykkt með fjórum samhljóða atkvæðum.
f) Gjaldskrá fyrir leigu/dvalargjald í sértækum búsetuúrræðum
Fulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksinsins leggja til að tillagan fari til umsagnar gjaldskrárstefnunefndar og Geðhjálpar.
Tillagan var felld með fjórum atkvæðum gegn þremur.
Gjaldskráin borin upp til atkvæða og samþykkt með fjórum samhljóða atkvæðum.
g) Gjaldskrá vegna greiðslna til stuðningsfjölskyldna og útlagðs kostnaðar vegna dvalar hjá stuðningsfjölskyldu.
Fulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins leggja til að tillagan fari til umsagnar gjaldskrárstefnunefndar
Tillagan var felld með fjórum atkvæðum gegn þremur.
Gjaldskráin borin upp til atkvæða og samþykkt með fjórum samhljóða atkvæðum.
h) Gjaldskrá fyrir akstursþjónustu eldri borgara.
Fulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins leggja til að tillagan fari til umsagnar gjaldskrárstefnunefndar og Félags eldri borgara.
Tillagan var felld með fjórum atkvæðum gegn þremur.
Gjaldskráin var borin upp til atkvæða og samþykkt með fjórum samhljóða atkvæðum.
i) Gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðs fólks.
Afgreiðslu málsins er frestað.
Fulltrúar Samfylkingarinnar og Besta flokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:
Velferðarráð beinir því til borgarráðs að gjaldskrám verður vísað til umsagnar gjaldskrárstefnuhóps. Einnig er mikilvægt að benda á að ekki var samþykkt að fara í samráð hagsmunaaðila vegna gjaldskrárhækkana, vegna þess að þær breytingar sem gerðar er á gjaldskrám eru einungis verðlagsbreytingar um 5.6#PR.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fyrir liggja tillögur að breytingum á gjaldskrám Velferðarsviðs. Fulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins telja að faglegra væri að gjaldskrárhækkunum staðið ef horft er á þær heildstætt í stað þess að hvert svið skoði aðeins sinn hluta gjaldskrárinnar. Á síðasta ári kom t.d. í ljós að eftir að gjaldskrárhækkanir voru samþykktar af velferðarráði greiddu fatlaðir einstaklingar meira fyrir málsverð en borgarstarfsmenn gera samkvæmt kjarasamningum. Faglegra er að horft sé á gjaldtökuna heildstætt og af þeim sem hafa yfirsýn milli sviða. Mikilvægt er jafnframt að kynna tillögurnar fyrir viðeigandi hagsmunaaðilum.
2. Fjárhagsáætlun 2013.
Skrifstofustjóri velferðarmála og skrifstofustjóri fjármála og rekstrar kynntu drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2013.
Fjárhagsáætluninni var vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Samfylkingarinnar og Besta flokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:
Reykjavíkurborg er sannkölluð velferðarborg. Borgin ver um 18#PR af útsvarstekjum sínum til velferðarmála á meðan önnur sveitarfélög veita um 6-9#PR. Ástæðan er sú að í Reykjavík búa hlutfallslega fleiri sem þurfa mikla aðstoð frá samfélaginu s.s. vegna langvarandi félagslegra erfiðleika, alvarlegra veikinda, fötlunar o.fl. Þá er borgin með hærra þjónustustig en flest sveitarfélög s.s. í heimaþjónustu, barnavernd, foreldrastuðningi og greiðir hærri bætur til fólks sem er á fjárhagsaðstoð. Við eigum að vera stolt af þjónustunni okkar og því sem áætlað er á næsta ári.
Eftir mörg ár þar sem reynt hefur verulega á velferðarþjónustu vegna fjölgunar notenda og þyngri mála, er ekki mögulegt að hagræða og flytja til verkefni innan sviðsins fyrir nýjum áherslum. Því beina fulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar því til borgarráðs, að verði svigrúm milli umræðna þá verði fjármagn sett í þau verkefni sem listuð eru upp í minnisblaði Velferðarsviðs frá 21. september sl. Þar ber hæst vöntun á nýju fjármagni til Atvinnutorgs til að virkja þá sem eru utan vinnumarkaðar, til fósturgreiðslna í barnavernd, til að mæta brýnni þörf fyrir stuðningsþjónustu og ýmiskonar viðbótum til að bæta við og þróa þjónustu við fatlaða íbúa borgarinnar. Þá vantar fjármagn vegna langtímaveikinda starfsmanna sem ekki er hægt að mæta innan sviðsins.
Ekki er gert ráð fyrir hækkun fjárhagsaðstoðar um nk. áramót í þessari áætlun. Ákvörðun um það kemur fram við lokaafgreiðslu fjárhagsáætlunar í borgarstjórn.
Fulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar vilja að lokum þakka starfsfólki Velferðarsviðs þá vinnu sem liggur að baki fjárhagsáætlun og þá erfiðu forgangsröðun sem á sér stað á sama tíma og verið er að sinna þeim af virðingu og alúð þeim sem þurfa á stuðningi borgarinnar að halda. Starfsfólk Velferðarsviðs á hrós skilið.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fjárhagsáætlun Velferðarsviðs fyrir árið 2013 er afgreidd með rúmlega 400 milljón króna óvissu vegna skorts á fjármagni til að sinna brýnustu nauðsynjum. Það er mat sviðsins að rekstrinum verði ekki tryggður nauðsynlegur rekstrargrundvöllur nema þær viðbætur náist inn í rammann. Velferðarráð hefur haft fjárhagsáætlunargerðina á dagskrá á fjölda funda. Úthlutun ramma sviðanna var hins vegar lögð fram og kynnt án samráðs við minnihlutann. Fyrirmælin voru á þann veg að nú fengju sviðin bætt í ramma sína vegna verðbóta, kjarasamninga og innri leigu og engin áhersla var lögð á hagræðingu. Þá var fjallað um mikla óvissu vegna langtímaatvinnuleysis sem líklegt er að skelli á sveitarfélögunum við næstu áramót af miklu afli án þess að úthlutun í ramma gerði ráð fyrir því. Ljóst er að pólitískri forgangsröðun Besta flokksins og Samfylkingar er ábótavant. Mjög nauðsynlegt er að skoða hvaða leiðir sviðið hefur til hagræðingar náist ekki í umbeðið fjármagn.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi Vinstri grænna í velferðarráði þakkar starfsfólki Velferðarsviðs fyrir þrautseigju við erfiðar aðstæður, aukið álag og fjárskort. Þegar fjárhagsáætlun sviðsins er skoðuð er ljóst að veruleg óvissa er til staðar og ekki ljóst hvort fjármagn fáist fyrir nauðsynlegri þjónustu og viðbúið er að fara þurfi í niðurskurð á þjónustu sem hingað til hefur þótt sjálfsögð. Þó er fátæktin að aukast, kaupmáttur bóta að minnka og næsta víst að fjöldi fólks sé að fara af atvinnuleysisbótum til fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga á mun lægri tekjur en það hefur notið með atvinnuleysisbótunum.
Gjaldskrárhækkanir virðast enn og aftur bitna helst á öldruðum og meðal annars er verið að hækka gjaldskrár til þeirra vegna akstursþjónustu, þrifa, veitinga, félagsstarfs, íbúða aldraðra, og Foldabæjar. Það er bagalegt að nú sem og á síðustu árum hefur skort yfirsýn meðal fulltrúa í fagráðum um heildarmynd fjárhagsáætlunar. Þetta heftir það sem mestu máli skiptir, umræðu um forgangsröðun á milli sviða og mikilvægi þess að forgangsraða í þágu velferðarmála. Það er harmað að með þessari fjárhagsáætlun virðist útséð um að stjórnkerfisbreytingar í átt til aukinnar nærþjónustu og dreifstýringar verði að veruleika. Fulltrúi Vinstri grænna í velferðarráði áskilur sér rétt til að taka áframhaldandi þátt í gerð fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar með það að meginmarkmiði að verja velferðina.
3. Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi tillögu:
Velferðarráð beinir því til borgarráðs að með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2013 verði fjárhagslegt öryggi þeirra sem njóta fjárhagsaðstoðar til framfærslu einstaklinga og fjölskyldna tryggt. Í því skyni felur velferðarráð, Velferðarsviði að semja við viðeigandi, óháðan aðila um könnun á því hvernig skjólstæðingum borgarinnar gengur að lifa á núverandi fjárhagsaðstoð og hvernig fjárhagslegt öryggi þeirra verði tryggt.
Afgreiðslu tillögunnar var frestað.
4. Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúi Vinstri grænna leggur til að gjaldskrár sem varða eldri borgara og öryrkja og voru samþykktar af meirihluta velferðarráðs í dag fari til umsagnar Félags eldri borgara, Félags aðstandenda alzheimersjúklinga og Öryrkjabandalags Íslands.
Afgreiðslu tillögunnar var frestað.
Fundi slitið kl. 15.50
Björk Vilhelmsdóttir
Heiða Kristín Helgadóttir Sverrir Bollason
Elsa Hrafnhildur Yeoman Áslaug María Friðriksdóttir
Þorleifur Gunnlaugsson Sveinn Skúlason