Velferðarráð - Fundur nr.1161

Velferðarráð

FÉLAGSMÁLARÁÐ

Ár 2001, miðvikudaginn 6. júní var haldinn 1161. fundur félagsmálaráðs og hófst hann kl. 12:20 að Síðumúla 39. Mættir: Helgi Hjörvar, Guðrún Erla Geirsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Af hálfu starfsmanna: Lára Björnsdóttir, Anna S. Pétursdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Ólöf Finnsdóttir sem skráði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram tillaga um úthlutun viðbótarlána dags. 6. júní 2001. Samþykkt.

2. Lagt fram yfirlit yfir heildarráðstöfun viðbótarlána, dags. 6. júní 2001.

Ólafur F. Magnússon mætti á fundinn kl. 12:30.

3. Kynnt samstarfsverkefni Félagsþjónustunnar og Tryggingastofunar ríkisins, Kvennasmiðjan. Ella Kristín Karlsdóttir mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.

4. Lagðar fram verklagsreglur í heimaþjónustu fyrir starfsmenn Félags-þjónustunnar í Reykjavík dags. 5. júní 2001. Samþykkt.

5. Kynnt verkefnið Mennt er máttur, sem styrkt er af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Framkvæmdastjóri þróunarsviðs gerði grein fyrir málinu.

6. Lagðir fram undirritaðir þjónustusamningar milli Félagsþjónustunnar og Félagsbústaða um kaupleiguíbúðir og innlausnaríbúðir. Félagsmálastjóri og framkvæmdastjóri lögfræðisviðs gerðu grein fyrir málinu.

7. Lagt fram bréf Götusmiðjunnar dags. 5. júní 2001 um fjárstuðning. Vísað til umsagnar ráðgjafarsviðs.

8. Lagt fram bréf Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur dags. 5. júní 2001 um fjárstuðning. Frestað.

9. Lagðar fram til kynningar úthlutanir og milliflutningar á félagslegum leiguíbúðum dags. 23. maí 2001.

10. Lögð fram til kynningar trúnaðarbók dags. 23. og 30. maí 2001.

Fundi slitið kl. 13:05

Helgi Hjörvar

Guðrún Erla Geirsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Ólafur F. Magnússon