Velferðarráð - Fundur nr. 98

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2009, mánudaginn 2. febrúar 2009 var haldinn 98. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 10.15 á Velferðarsviði, Borgartúni 12-14.Mættir: Jórunn Frímannsdóttir, Hallur Magnússon, Jóhanna Hreiðarsdóttir, Sif Sigfúsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Þórir H. Gunnarsson og Þorleifur Gunnlaugsson. Af hálfu starfsmanna: Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hörður Hilmarsson og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 21. janúar 2009 varðandi almannaheillanefndir. Ennfremur lögð fram að nýju eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks dags. 28. janúar 2009. Greinargerð fylgir.
Að höfðu samráði við sviðsstjóra velferðarsviðs samþykkir velferðarráð að fela aðgerðarteymi velferðarsviðs að setja á fót samráðsteymi á hverri þjónustumiðstöð. Samráðsteymin verði samráðsvettvangur fyrir stofnanir, félagasamtök og sjálfboðaliða á hverfagrunni. Til samráðsins verði boðaðir aðilar frá Heilsugæslu, lögreglu, skólum, trúfélögum, íþróttafélögum, vinnumiðlun, stéttarfélögum, frjálsum félagasamtökum og fleirum. Upplýsingar frá þessum vettvangi berist reglulega til aðgerðateymis velferðarsviðs sem upplýsi velferðarráð og viðkomandi hverfaráð um stöðu mála hverju sinni.
Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar lögðu fram eftirfarandi breytingartillögu:
Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar leggja til að hverfisráðum, í samvinnu við þjónustumiðstöðvar, verði falin stjórnun samráðsteymanna í hverfinu undir stjórn aðgerðateymis velferðarsviðs.
Tillagan var felld með fjórum atkvæðum gegn þremur.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi breytingartillögu við aðaltillögu:
Til samráðsins verði boðaðir aðilar frá Heilsugæslu, lögreglu, skólum, trúfélögum, íþróttafélögum, vinnumiðlun, stéttarfélögum, frjálsum félagasamtökum og hugsanlega fleirum. Upplýsingar frá þessum vettvangi berist reglulega til hverfisráðs viðkomandi hverfis og aðgerðateymis velferðarsviðs sem upplýsi velferðarráð um stöðu mála hverju sinni.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Aðaltillagan var borin upp svo breytt:
Að höfðu samráði við sviðsstjóra velferðarsviðs samþykkir velferðarráð að fela vðgerðarteymi velferðarsviðs að setja á fót samráðsteymi á hverri þjónustumiðstöð. Samráðsteymin verði samráðsvettvangur fyrir stofnanir, félagasamtök og sjálfboðaliða á hverfagrunni. Til samráðsins verði boðaðir aðilar frá Heilsugæslu, lögreglu, skólum, trúfélögum, íþróttafélögum, vinnumiðlun, stéttarfélögum, frjálsum félagasamtökum og hugsanlega fleirum. Upplýsingar frá þessum vettvangi berist reglulega til hverfisráðs viðkomandi hverfis og aðgerðateymis velferðarsviðs sem upplýsi velferðarráð um stöðu mála hverju sinni.
Samþykkt samhljóða.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í velferðarráði leggja áherslu á að með skipulegri upplýsingagjöf til hverfaráða er eftirlitsskylda hverfisráða undirstrikuð.
Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna lögðu fram eftirfarndi bókun:
Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna fagna því að komið verði á samráðsteymum í hverfum borgarinnar sem vinna skulu að almannaheill. Er þar með tekið undir tillögu okkar frá síðasta fundi borgarstjórnar. Mikilvægt er að í útfærslu samráðsins verði jafnt haft samráð við fulltrúa ýmissa samtaka og stofnana sem og íbúa. Það eru viss vonbrigði að ekki hafi verið samþykkt að samráðsteymin verði undir stjórn hverfisráðanna, heldur að þau verði upplýst um stöðu mála.

2. Auglýsing vegna samþykktar velferðarráðs frá 12. desember sl. varðandi leiguíbúðir á almennum markaði til endurleigu fyrir þá sem eru á biðlista eftir húsnæði á vegum Velferðarsviðs.
Formaður velferðarráðs lagði fram eftirfarandi tillögu:
Lagt er til að leggja til við borgarráð og stjórn Félagsbústaða að fresta auglýsingu eftir íbúðum til framleigu í ljósi mikilla og örra breytinga á húsnæðismarkaði.
Tillagan var samþykkt með sex samhljóða atkvæðum. Fulltrúi Vinstri grænna sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi Vinstri grænna í velferðarráði furðar sig á þeim hringlandahætti sem ríkt hefur af hálfu meirihlutans í málefnum Félgsbústaða. Þann 26. nóvember sl. lagði meirihlutinn fram tillögu um að “Félagsbústaðir hf. auglýsi eftir leiguíbúðum á almennum markaði til endurleigu til skjólstæðinga velferðarsviðs “ og að “leitað verði eftir tilboðum frá eigendum íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu.” Tillagan var staðfest af meirihluta borgarráðs 18. janúar sl. en áður hafði verið send út fréttatilkynning um ákvörðun velferðarráðs. Síðan hætti meirihlutinn við að leita eftir íbúðum á höfuðborgarsvæðinu og ákvað að einskorða sig við Reykjavík og nú liggur fyrir tillaga um að fresta öllu saman. Að öðru leyti er vísað til bókana Vinstri grænna um málið í velferðarráði 12. desember sl. og í borgarráði 18. desember sl.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í velferðarráði undirstríka að einungis er um frestun auglýsingar að ræða í ljósi örra breytinga á leigumarkaði.

Fundi slitið kl. 10.55

Jórunn Frímannsdóttir
Hallur Magnússon Jóhanna Hreiðarsdóttir
Sif Sigfúsdóttir Björk Vilhelmsdóttir
Þórir H. Gunnarsson Þorleifur Gunnlaugsson