Velferðarráð - Fundur nr. 92

Velferðarráð

Ár 2008, miðvikudaginn 26. nóvember, var haldinn 92. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 12:20 á Velferðarsviði, Borgartúni 12-14. Mættir: Jórunn Frímannsdóttir, Hallur Magnússon, Jóhanna Hreiðarsdóttir, Sif Sigfúsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Guðlaug Magnúsdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson. Af hálfu starfsmanna: Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Ingunn Þórðardóttir, Hulda Dóra Styrmisdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð. Áheyrnarfulltrúi: Gunnar Hólm Hjálmarsson.

Þetta gerðist:

1. Staða mála vegna aðgerðaráætlunar Velferðarsviðs vegna aðstæðna í efnahagslífi.
Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.

2. Lögð fram tillaga um breytingar á starfi unglingasmiðjanna Traðar og Stígs. Ennfremur lögð fram skýrsla starfshóps dags. 24. nóvember 2008. Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu. Skrifstofustjóri velferðarmála kynnti tillöguna.
Málinu er frestað til næsta fundar.

3. Lagðar fram til kynningar reglur Velferðarsviðs um ráðdeild og eftirlit. Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.

Sif Sigfúsdóttir vék af fundi kl. 13.40.

4. Lagt fram til kynningar bréf fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 18. nóvember 2008 vegna fjárhagsáætlunar 2009. Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.
Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar lögðu fram eftirfarandi bókun:
Það eru vonbrigði að enn einn fundurinn í velferðarráði skuli vera haldinn án þess að fjárhagsáætlun sé á dagskrá. Í bréfi fjármálaskrifstofu borgarinnar segir að skilafrestur á fjárhagsáætlun ásamt greinargerð til fjármálaskrifstofu hafi verið í gær og gert sé ráð fyrir að frumvarpið liggi fyrir 8. desember eða eftir 12 daga. Það er ljóst að mikið starf hefur þegar verið unnið á Velferðarsviði og þá sjálfsagt undir leiðsögn meirihlutans. Þrátt fyrir óformlegar samræður um málið verður að líta svo á að sú leynd sem hvílt hefur á fjárhagsáætlunarvinnunni beri ekki vott um vilja til þverpólítísks samstarfs. Það er löngu orðið tímabært að minnihluta ráðsins sé hleypt að svo mikilvægri vinnu og raunar undarlegt að þessi staða sé komin upp með tilliti til orða borgarstjóra um málið. Það má hins vegar spyrja hvort meirihlutinn skýli sér á bak við skilaboð sem sjá má í ofangreindu bréfi frá fjármálskrifstofunni þegar sagt er að “ekki er gert ráð fyrir kynningum á frumvarpi í fagráðum borgarinnar fyrr en borgarstjóri hefur lagt á það lokahönd”.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
Starfs- og fjárhagsáætlun var formlega lögð fram á fundi ráðsins þann 15. október síðastliðinn. Fundað var sérstaklega með öllum ráðsmönnum, sviðsstjóra og fjármálastjóra á sérstökum fundi um forsendur fjárhagsáætlunar.
Auk þess hafa bæði fulltrúi Vinstri grænna og fulltrúi Samfylkingar fengið sérstakan fund með sviðsstjóra og starfsmönnum til þess að fara yfir fjárhagsáætlun og fengið allar þær upplýsingar sem þau hafa óskað eftir.
Á fundi ráðsins í dag var greint frá því í upphafi fundar að fjárhagsáætlun yrði tekin fyrir utan dagskrár og lögð fram þau gögn sem fóru til fjármálasviðs frá sviðinu í gær.
Beiðni um að málið yrði rætt á fundi ráðsins í dag barst formanni ráðsins í gærkvöldi og var orðið við því með þessum hætti, en ítrekað er að allar upplýsingar sem lagðar hafa verið fram í ráðinu eru trúnaðargögn enda verið að vinna með þessi gögn áfram í þverpólitískum aðgerðarhópi á vegum borgarstjóra þar sem oddvitar flokkanna eiga fulltrúa.
Af framangreindu er ljóst að meirihluti velferðaráðs hefur lagt sig fram um að vinna að þverpólitísku samstarfi við gerð fjárhagsáætlunar þótt það samstarf hafi farið utan formlegrar dagskrár funda velferðaráðs.

5. Lagðar fram til kynningar lykiltölur janúar til september 2008 og biðlistar 1. nóvember 2008.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.

6. Lögð fram bókhaldsstaða pr. 30.09.08 ásamt greinargerð skrifstofustjóra rekstrar og fjármála dags 15. nóvember 2008.

7. Sameining heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir stöðu mála.

8. Staða í málefnum geðfatlaðra.
Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir stöðu í málefnum geðfatlaðra á grundvelli samnings við félagsmálaráðuneytið.

9. Húsnæðismál.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Lagt er til að Félagsbústaðir hf. auglýsi eftir leiguíbúðum á almennum markaði til endurleigu til skjólstæðinga Velferðarsviðs.
Leitað verði eftir tilboðum frá eigendum íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu sem uppfylla þau skilyrði sem Félagsbústaðir hf. gera til íbúðarhúsnæðis. Um geti verið að ræða fjölbreytta stærð og gerð leiguhúsnæðis og þjónustuíbúðir fyrir eldri borgara. Leitast verði við að tryggja félagslegan fjölbreytileika í hverfum borgarinnar við val á húsnæði.
Sviðsstjóra Velferðarsviðs og framkvæmdastjóra Félagsbústaða hf. verði falið að útfæra auglýsingu og reglur um leigu og leigusamninga.
Reglur um leigu og gerð leigusamninga komi til samþykktar velferðarráðs.

Afgreiðslu tillögunnar er frestað. Samþykkt var að óska eftir umsögn stýrihóps um húsnæðismál.

Fundi slitið kl.14.55

Jórunn Frímannsdóttir

Hallur Magnússon Jóhanna Hreiðarsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir Guðlaug Magnúsdóttir
Þorleifur Gunnlaugsson