No translated content text
Velferðarráð
Ár 2008, miðvikudaginn 24. september, var haldinn 87. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 12:10 á Velferðarsviði, Borgartúni 10-12. Mættir: Jórunn Frímannsdóttir, Sif Sigfúsdóttir, Hallur Magnússon, Jóhanna Hreiðarsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Þorleifur Gunnlaugsson og Marsibil Sæmundardóttir. Áfheyrnarfulltrúi: Gunnar Hólm Hjálmarsson. Af hálfu starfsmanna: Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hulda Dóra Styrmisdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Staða og þróun húsnæðismála.
a) Sigurður Friðriksson framkvæmdastjóri Félagsbústaða og Birna Sigurðardóttir verkefnastjóri á Velferðarsviði mættu á fundinn og kynntu stöðu og þróunarmöguleika í húsnæðismálum.
b) Lagt fram yfirlit um áhrif hækkunar á viðmiðunarupphæð húsaleigubóta 1. apríl s.l. á útgjöld og fjölda í almennum húsaleigubótum og áhrif á sérstakar húsaleigubætur. Jafnframt lagðar fram til kynningar núgildandi reglur um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur.
c) Lögð fram tillaga dags. 24. sept. 2008 um skipan stýrihóps um húsnæðismál.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir tillögunni.
Tillagan var samþykkt samhljóða með áorðnum breytingum.
2. Lögð fram tillaga að skipan stýrihóps um langtímastefnumótun og framtíðarsýn Velferðarsviðs sbr. samþykkt velferðarráðs 11. júní s.l.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
3. Lagt fram til kynningar bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 11. sept. s.l. um sameiningu heimahjúkrunar og heimaþjónustu. Kynning á stöðu mála varðandi sameiningu heimahjúkrunar og heimaþjónustu.
Sviðsstjóri Velferðarsviðs annaðist kynninguna.
4. Lögð fram tillaga að lausn á vanda Fjölskylduhjálpar Íslands.
Sviðsstjóri Velferðarsviðs gerði grein fyrir málinu.
Tillagan var samþykkt með áorðnum breytingum með fjórum samhljóða atkvæðum. Þrír sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
5. Búsetuúrræði með félagslegum stuðningi. Lögð fram tillaga að umsögn velferðarráðs dags. 22. sept. s.l. um tillögu fulltrúa Vinstri grænna um búsetuúrræði með félagslegum stuðningi sem lögð var fram í borgarráði 7. ágúst s.l. og vísað var til umsagnar velferðarráðs.
Sviðsstjóri Velferðarsviðs gerði grein fyrir málinu
Tillagan var samþykkt með fjórum samhljóða atkvæðum. Þrír sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi Vinstri grænna í borgarráði lagði til 17.júlí sl. eða fyrir meira en tveimur mánuðum síðan tillögu um að slíta viðræðum við Heilsuverndarstöðina/Alhjúkrun um búsetuúrræði fyrir 20 einstaklinga og að teknar yrðu upp viðræður við SÁÁ um úrræðið. Borgarráð vísaði tillögunni til umsagnar velferðarráðs, 7. ágúst eða fyrir einum og hálfum mánuði, sem nú fyrst tekur hana til meðferðar.
Í militíðinni eða þann 27. ágúst ákvað velferðarráð að hætta viðræðum við Heilsuverndarstöðina/Alhjúkrun og að endurskoða málið frá grunni. Með hagsmuni þeirra sem þjónustunnar eiga að njóta samþykkti fulltrúi VG í ráðinu þetta með því fororði að málinu yrði lokið á næsta fundi eða þann 9. september. Það stóðst ekki og engin tillaga liggur fyrir um lok málsins á þeim fundi sem nú stendur yfir þó svo að velferðarsvið hafi haft það verkefni að ræða aftur við mögulega samstarfsaðila í mánuð. Málavextir eru orðnir með slíkum ólíkindum að fulltrúi Vinstri grænna kýs að sitja hjá við afgreiðslu þeirrar tillögu sem hér liggur fyrir.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
Eins og samþykkt var á fundi velferðaráðs þann 27. ágúst sl. hefur Velferðarsvið átt í viðræðum við þá aðila sem lýst höfðu áhuga á rekstri búsetuúrræðis með félagslegum stuðningi fyrir 20 manns á vegum Reykjavíkurborgar.
Viðræður þessar eru á lokastigi og stefnt er að því að tillaga að samkomulagi verði lögð fyrir velferðarráð til samþykktar á næsta fundi ráðsins svo fremi sem húsnæði vegna verkefnisins sé tryggt.
6. Lagt fram til kynningar bréf félags- og tryggingamálaráðuneytisins dags. 9. júlí s.l. um framlag ráðuneytisins vegna nýs búsetuúrræðis með félagslegum stuðningi.
7. Lagt fram til kynningar bréf dags. 12. sept. s.l. varðandi breytingu á fulltrúa Félags eldri borgara í þjónustuhópi aldraðra í Reykjavík.
8. Lagt fram til kynningar bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 11. sept. s.l. um framkvæmdaáætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma í Reykjavík.
9. Framvinda í málefnum geðfatlaðra.
Skrifstofustjóri velferðarþjónustu gerði grein fyrir málinu.
Fundi slitið kl. 14:50
Jórunn Frímannsdóttir Jensen
Sif Sigfúsdóttir Hallur Magnússon
Jóhanna Hreiðarsdóttir Björk Vilhelmsdóttir
Þorleifur Gunnlaugsson Marsibil Sæmundardóttir