Velferðarráð - Fundur nr. 80

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2008, miðvikudaginn 14. maí, var haldinn 80. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 12:20 á Velferðarsviði, Tryggvagötu 17, Reykjavík. Mættir: Jórunn Frímannsdóttir, Gunnar Hólm Hjálmarsson, Elínbjörg Magnúsdóttir, Sif Sigfúsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Stefán Benediktsson og Þorleifur Gunnlaugsson. Áheyrnarfulltrúi: Marsibil Sæmundardóttir. Af hálfu starfsmanna: Stella Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Ingunn Þórðardóttir, Sigríður Jónsdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram yfirlit yfir fyrri hluta styrkveitingar samráðshóps um forvarnir fyrir árið 2008.
Stefanía Sörheller verkefnastjóri á Velferðarsviði mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.
Samþykkt samhljóða.

2. Lögð fram skýrsla samsráðshóps dags. 8. apríl sl. um forvarnir um tillögur að leiðum í forvörnum, meðferð og rannsóknum varðandi málefni spilakassa og spilasala.
Stefanía Sörheller og Hervör A. Árnadóttir verkefnastjórar á Velferðarsviði mættu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu.
Samþykkt að vísa tillögum sem fram koma í skýrslunni til frekari vinnslu sviðsstjóra.

3. Lögð fram tillaga að fyrirkomulagi forvarnarmála hjá Reykjavíkurborg.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Frestað til næsta fundar.

4. Lögð fram bókhaldsstaða pr. 31. mars 2008. Ennfremur lögð fram tillaga um tilfærslur og breytta sundurliðun fjárhagsáætlunar Velferðarsviðs 2008.
Skrifstofustjóri fjármála og rekstrar gerði grein fyrir málinu.
Tillagan var samþykkt samhljóða.

5. Lögð fram skýrsla um reynsluverkefni um öryggisíma 3. september 2007 – 29. febrúar 2008 ásamt tillögu.
Frestað til næsta fundar.

6. Lagðar fram skýrslurnar “Fjárhagsaðstoð greining á aðstæðum notenda sem fá styrk vegna sérstakra erfiðleika” og “Fjárhagsaðstoð greining á aðstæðum notenda sem fá fjárhagsaðstoð til framfærslu samfellt í 12 mánuði eða lengur”.
Sóley Gréta Sveinsdóttir verkefnastjóri á Velferðarsviði mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.

7. Lögð fram drög að þjónustusamningi Velferðarsviðs við Stígamót.
Drögin samþykkt samhljóða.

8. Lögð fram drög að þjónustusamningi Velferðarsviðs við Vímulausa æsku.
Drögin samþykkt samhljóða.

9. Lögð fram drög að þjónustusamningi Velferðarsviðs við MS félagið.
Drögin samþykkt samhljóða.

10. Lögð fram til kynningar tillaga Hverfissráðs Breiðholts um að félagsstarf eldri borgara í Gerðubergi verði flutt undir stjórn Velferðarsviðs.
Tilögunni er vísað til borgarráðs.

11. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks:

Velferðarráð Reykjavíkurborgar samþykkir að óska eftir því við borgarráð að bjóða nýjum hópi flóttamanna, einstæðum mæðrum með börn sem dvalið hafa í Írak, en eru landflótta frá Palestínu velkomin til framtíðarbúsetu í Reykjavík. Ætlunin var að búa þeim framtíðarheimili á Akranesi, en í fjölmiðlum síðustu daga hefur komið skýrt fram í máli formanns félagsmálaráðs þar í bæ að ekki sé rétt að taka á móti flóttafólki þangað, heldur eigi bærinn að einblína á vanda bæjarbúa.
Vegna þessa leggja fulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri - grænna og Framsóknar í Velferðarráði fram tillögu þess efnis að bjóða þennan hóp velkomin til Reykjavíkurborgar. Mjög góð reynsla hefur verið af komu tveggja hópa einstæðra mæðra til Reykjavíkur frá Kólumbíu á síðustu 3 árum. Sérþekking á málefnum flóttafólks er til staðar og ómetanleg reynsla margra aðila innan sem utan borgarkerfisins um hvernig búið sé í haginn fyrir flóttafólk þannig að vel verði.

Tillögunni er frestað til næsta fundar.

12. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks um að fjölga heimilum sem rétt eiga á sérstökum húsaleigubótum ásamt greinargerð:

Velferðarráð samþykkir að Velferðarsvið leggi fyrir velferðarráð útfærðar og kostnaðarmetnar tillögur sem miða að því að rýmka skilyrðin fyrir sérstökum húsaleigubótum frá því sem nú gildir. Markmiðið er að vinna að því að fjölga þeim heimilum í Reykjavík sem eigi kost á sérstökum húsaleigubótum og bjóða þannig þeim sem nú eru á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði úrræði á almennum markaði og mæta fyrirsjáanlegum vanda sem mun skapast á næstu mánuðum.

Tillögunni er frestað til næsta fundar.

13. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Vinstri grænna, Samfylkingarinnar og Framsóknarflokks ásamt greinargerðÞ

Lagt er til að leiga Félagsbústaða verði ekki hækkuð fyrr en náðst hefur samkomulag við ríkisvaldið um að húsaleigubætur hækki reglulega og fylgi verðlagsþróun.

Tillögunni er frestað til næsta fundar.

Fundi slitið kl. 14:45

Jórunn Frímannsdóttir
Gunnar Hólm Hjálmarsson Sif Sigfúsdóttir
Elínbjörg Magnúsdóttir Björk Vilhelmsdóttir
Stefán Benediktsson Þorleifur Gunnlaugsson