No translated content text
Velferðarráð
VELFERÐARRÁÐ
Ár 2007, miðvikudaginn 25. apríl var haldinn 57. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 11.55 í Vesturgarði, Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Hjarðarhaga 45-47. Mættir: Jórunn Frímannsdóttir, Marsibil Sæmundardóttir, Sif Sigfúsdóttir, Einar Ævarsson, Björk Vilhelmsdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson. Áheyrarfulltrúi: Margrét Sverrisdóttir. Af hálfu starfsmanna: Stella Víðisdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Ingunn Þórðardóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Kynning á Þjónustumiðstöð Vesturbæjar /Vesturgarði.
Óskar Dýrmundur Ólafsson framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvarinnar kynnti starfsemina.
- Stefán Benediktsson mætti kl. 12.00.
2. Kynning á Félagsbústöðum hf.
Sigurður Friðriksson framkvæmdastjóri kynnti starfsemi Félagsbústaða.
3. Lögð fram tillaga starfshóps um forvarnir um styrkveitingar úr forvarnarsjóði ásamt fundargerðum 8. – 11. fundar starfshóps um forvarnir. Ennfremur lögð fram fundargerð 1. fundar samráðshóps vegna rannsókna sem skipaður var skv. 4.gr. samstarfsamnings Reykjavíkurborgar við Rannsókn og greiningu.
Stefanía Sörheller verkefnastjóri á velferðarsviði gerði grein fyrir málinu.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
4. Lögð fram beiðni félagsmálaráðuneytisins dags. 3. apríl 2007 um móttöku flóttafólks í Reykjavík á árinu 2007.
Sviðsstjóri velferðarsviðs gerði grein fyrir málinu.
Velferðarráð samþykkir fyrir hönd Reykjavíkurborgar að taka við nýjum hópi flóttamanna á þessu ári. Reynslan sýnir að Reykjavík er sérstaklega í stakk búin til að taka á móti flóttafólki, en þeim fjölskyldum sem komu til borgarinnar frá Kóumbíu og Kósovó árið 2005 hefur vegnað vel. Velferðarráð fagnar nýjum íbúum Reykjavíkur sem koma sem flóttamenn frá Kólumíu.
5. Lagðar fram tillögur skrifstofustjóra velferðarsviðs dags. 19. mars 2007 að aðgerðum í málefnum forsjárlausra feðra.
Skrifstofustjóri velferðarsviðs gerði grein fyrir málinu.
Tillögurnar voru samþykktar samhljóða.
6. Kynning á hugmyndum um græna heimaþjónustu. Lögð fram drög að samningi milli Umhverfissviðs og Velferðarsviðs.
Sviðsstjóri velferðarsviðs kynnti málið.
Skrifstofustjóri velferðarsviðs gerði grein fyrir málinu.
Velferðarráð fagnar úrræði um Græna heimaþjónustu sem byggir á vinnu ungs fólks í vinnuskólanum í görðum eldri borgara. Samkomulag hefur verið gert á milli Vinnuskóla Reykjavíkur og velferðarsviðs Reykjavíkurborgar um eins árs þróunarverkefni. Markmið þjónustunnar snýst um að veita eldri borgurum og öryrkjum sem vegna skertrar líkamlegrar færni, aldurs, langvarandi veikinda eða fötlunar eru ekki færir um að sinna hreinsun garða sinna. Þjónustan hefur það að markmiði að gera einstaklingum kleift að búa lengur á eigin heimili. “Græn heimaþjónusta” felst í því að nemendur í Vinnuskóla Reykjavíkur hreinsa garða eldri borgara og öryrkja sumarið 2007 og mun skráning fyrir hjón og einstaklinga fara fram á þjónustumiðstöðum borgarinnar. Gert er ráð fyrir að nemendur heimsæki hvern garð einu til þrisvar sinnum, að undangengnu mati á þörf.
7. Lögð fram skýrsla um málefni innflytjenda.
Málinu er frestað til næsta fundar.
8. Lögð fram til kynningar greining á fjárhagsaðstoð 2006.
9. Lögð fram til kynningar samþykkt borgarráðs dags. 12. apríl 2007 um kaup á húsnæði fyrir heimilislausa Reykvíkinga.
Velferðarráð fagnar því að búið sé að finna heimili fyrir tíu einstaklinga á góðum stað í miðborginni. Húsnæðið hentar afar vel fyrir heimili og velferðarráð væntir þess að íbúar þar taki starfseminni fagnandi og bjóði nýja íbúa velkomna, enda er góð reynsla af sambærilegri starfsemi annarsstaðar.
10. Lögð fram drög að samningi við AE starfsendurhæfingu/Hlutverkasetrið.
Sviðstjóri velferðarsvið gerði grein fyrir málinu.
Drögin voru samþykkt og sviðsstjóra velferðarsviðs falið að ganga frá endanlegum samningi.
11. Lagt fram til kynningar bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 27. mars 2007 um lengd bókana í fundargerðum.
12. Lögð fram bréf félagsmálaráðuneytis dags. 24. apríl 2007 þar sem óskað er eftir viðræðum við Reykjavíkurborg um átak í þjónustu við geðfatlað fólk.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Um leið og velferðarráð fagnar því að í augsýn er að verkefnið flytjist yfir til borgarinnar lýsir ráðið yfir vilja til þess að það verði unnið af metnaði, framsýni og í samvinnu við notendur þjónustunnar.
Verkefnið snýst um stórátak í uppbyggingu búsetu og þjónustu fyrir geðfatlað fólk og snertir u.þ.b. 80 einstaklinga í Reykjavík. Vinna við verkefnið er þegar komin af stað undir stjórn framkvæmdahóps með aðild velferðarsviðs Reykjavíkur, Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík, Geðsviðs LSH auk fulltrúa félagsmálaráðuneytisins. Með framkvæmdahópnum starfar ráðgjafahópur sem í eru m.a. fulltrúi notenda og aðstandenda og mun sá hópur að sjálfsögðu starfa áfram.
Fundir slitið kl. 14.30
Jórunn Frímannsdóttir
Marsibil Sæmundardóttir Sif Sigfúsdóttir
Einar Ævarsson Björk Vilhelmsdóttir
Þorleifur Gunnlaugsson Stefán Benediktsson