No translated content text
Velferðarráð
VELFERÐARRÁÐ
Ár 2007, miðvikudaginn 11. apríl var haldinn 56. fundur s og hófst hann kl. 12.00 í Þjónustumiðstöð Árbæjar / Grafarholts að Bæjarhálsi 1. Mættir: Jórunn Frímannsdóttir, Marsibil Sæmundardóttir, Sif Sigfúsdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Björk Vilhelmsdóttir og Ella Þóra Jónsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Stella Víðisdóttir, Ingunn Þórðardóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir og Kristín Ösp Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Kynning á Þjónustumiðstöð Árbæjar / Grafarholts.
Sólveig Reynisdóttir, framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvarinnar og Þorgeir Magnússon, deildarstjóri, kynntu starfsemina.
2. Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 30. mars 2007 um starfsemi þjónustumiðstöðva.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu og lagði fram eftirfarandi tillögu:
Formanni velferðarráðs og sviðsstjóra Velferðarsviðs verði falið að vinna tillögur að endurskoðuðu skipulagi Velferðarsviðs í framhaldi af tilflutningi þjónustumiðstöðva til sviðsins.
Tillögugerðin taki aðallega til skipulags sviðsins, vistun verkefna og verkferla í tengslum við breytt fyrirkomulag.
Tillögur verði lagðar fyrir velferðarráð fyrir sumarfrí.
Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúar Samfylkingarinnar sátu hjá.
- Jórunn Frímannsdóttir og Björk Vilhelmsdóttir véku af fundi kl. 13.15.
3. Kynning á Félagsbústöðum hf.
Samþykkt að fresta kynningunni til næsta fundar sem verður þann 25. apríl nk.
4. Kynning á inntökuferli í búsetuúrræði.
Skrifstofustjóri velferðarþjónustu kynnti inntökuferlið.
- Ella Þóra Jónsdóttir vék af fundi kl. 13.30.
5. Lagðir fram að nýju biðlistar í félagslegt leiguhúsnæði, þjónustuíbúðir og hjúkrunarheimili í Reykjavík.
Skrifstofustjóri velferðarþjónustu gerði grein fyrir málinu.
Fulltrúi Samfylkingar lagði fram eftirfarandi bókun:
Það er verulegt áhyggjuefni hversu margar fjölskyldur og einstaklingar eru á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði í því almenna efnahagslega góðæri sem nú ríkir, eða alls 746, sem er nokkur fjölgun frá árunum 2005 og 2006.
6. Lögð fram drög að sundurliðun á nýtingu fjármagns vegna átaksverkefna árið 2007.
Skrifstofustjóri rekstrar- og þjónustuúrræða gerði grein fyrir drögunum.
7. Lögð fram bókhaldsstaða fyrstu tvo mánuði ársins 2007.
Skrifstofustjóri rekstrar- og þjónustuúrræða gerði grein fyrir bókhaldsstöðunni.
8. Lögð fram styrkbeiðni dags. 1. mars 2007 frá Fjölskylduhjálp Íslands.
Sviðsstjóri Velferðarsviðs gerði grein fyrir málinu.
Samþykkt samhljóða að hafna styrkbeiðninni þar sem umsóknarfrestur um styrki fyrir árið 2007 rann út þann 1. október 2006.
Fundi slitið kl. 14.32.
Marsibil Sæmundardóttir Sif Sigfúsdóttir
Stefán Jóhann Stefánsson