Velferðarráð - Fundur nr. 55

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2007, miðvikudaginn 28. mars var haldinn 55. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 12.10 í Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða að Skúlagötu 21. Mættir: Jórunn Frímannsdóttir, Einar Ævarsson, Stefán Jóhann Stefánsson, Björk Vilhelmsdóttir og Hrafnkell Tumi Kolbeinsson. Áheyrnarfulltrúi: Anna Sigríður Ólafsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Stella Víðisdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Ingunn Þórðardóttir, Kristín Ösp Jónsdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Kynning á Þjónustumiðstöð Miðborgar / Hlíða.
Sigtryggur Jónsson, framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvarinnar, kynnti starfsemina.
Óskar Bergsson mætti á fundinn kl. 12.30.
Elínbjörg Magnúsdóttir mætti á fundinn kl. 12.30.

2. Kynning á átaksverkefnum, Grettistak og fleiri.
Skrifstofustjóri velferðarþjónustu kynnti átaksverkefni á vegum Velferðarsviðs.
Erla Björg Sigurðardóttir, verkefnastjóri í Grettistaki, mætti á fundinn og kynnti verkefnið.

3. Lagðar fram tillögur sviðsstjóra að áframhaldandi vinnu út frá rekstrarúttekt Framleiðslueldhúsa Reykjavíkurborgar sbr. ákvörðun frá síðasta fundi ráðsins.
Sviðsstjóri Velferðarsviðs gerði grein fyrir tillögunum.
Tillögurnar voru samþykktar samhljóða með þeirri viðbót að fá einnig utanaðkomandi sérfræðing að vinnunni.

4. Lögð fram tillaga frá borgarstjórn vegna lóða undir gistiskýli fyrir heimilislausa karla og konur miðsvæðis í borginni.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:

Nýgerðir samningar við Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands um rekstur Konukots og Samhjálp um rekstur Gistiskýlisins í Þingholtsstræti, eru staðfesting á vilja meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks til þess að búa betur að þessum málaflokki.
Gistiskýlið við Þingholtsstræti er í öruggu húsnæði sem borgin á og í góðri sátt við nánasta umhverfi. Konukot, sem er gistiskýli fyrir konur, er jafnframt í húsnæði í eigu borgarinnar. Engin áform eru uppi um að sú starfsemi verði flutt þaðan.

5. Lagðar fram tillögur sviðsstjóra um eftirmeðferðarmál ungs fólks í Reykjavík sbr. bókun á fundi velferðarráðs frá 28. febrúar sl.
Sviðsstjóri Velferðarsviðs gerði grein fyrir tillögunum.
Tillögurnar voru samþykktar samhljóða.

Óskar Bergsson vék af fundi kl. 14.00.

6. Lögð fram til kynningar skýrsla starfshóps um áfangaheimili.
Sviðsstjóri Velferðarsviðs gerði grein málinu.
Samþykkt að fela sviðsstjóra að koma með tillögur að endurskoðun á reglum um úthlutun styrkja til áfangaheimila í framhaldi af viðræðum við ríkið varðandi heimildir og starfsreglur til að setja á fót og reka áfangaheimili fyrir áfengissjúka.

7. Velferðarráð samþykkti að fela sviðsstjóra að auglýsa eftir húsnæði til kaups eða leigu fyrir rekstur kaffistofu fyrir utangarðsfólk sem rekin er á vegum Samhjálpar.

8. Lagðar fram tillögur að aðgerðum varðandi stöðu forsjárlausra feðra.
Skrifstofustjóri Velferðarsviðs gerði grein fyrir málinu.
Afgreiðslu málsins er frestað.

9. Lagðir fram til kynningar biðlistar vegna félagslegs leiguhúsnæðis, þjónustuíbúða og hjúkrunarheimila í Reykjavík.
Ákveðið var að fresta umfjöllun um málið til næsta fundar sem verður haldinn þann 11. apríl nk.

Fundi slitið kl. 14.38.

Jórunn Frímannsdóttir
Einar Ævarsson Eínbjörg Magnúsdóttir
Stefán Jóhann Stefánsson Björk Vilhelmsdóttir
Hrafnkell Tumi Kolbeinsson