No translated content text
Velferðarráð
VELFERÐARRÁÐ
Ár 2007, mánudaginn 14. mars var haldinn 54. fundur s og hófst hann kl. 12.10 að Tryggvagötu 17. Mættir: Jórunn Frímannsdóttir, Sif Sigfúsdóttir, Marsibil Sæmundardóttir, Einar Ævarsson, Stefán Jóhann Stefánsson, Stefán Benediktsson og Þorleifur Gunnlaugsson. Áheyrnarfulltrúi: Ásta Þorleifsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Stella Víðisdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Ingunn Þórðardóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram til kynningar bréf borgarráðs dags. 16. janúar 2007 um nýjan aðalmann Framsóknarflokks í velferðarráði.
2. Lagt fram til kynningar svar borgarstjóra dags. 27. febrúar sl. við fyrirspurn fulltrúa Vinstri grænna og Samfylkingar sem lögð var fram í borgarráði 4. janúar sl.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og F-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:
Vegna sölu á íbúðum Félagsbústaða í Breiðholti er rétt að vekja athygli á þeirri þróun sem orðið hefur á vissum svæðum hverfisins þar sem ný tegund félagslegrar einsleitni virðist vera að skjóta rótum en hún hefur m.a. haft talsverð áhrif á skólastarf í hverfinu. Við frekari söluáform á íbúðum Félagsbústaða hlýtur að vera rétt að taka þessa nýju stöðu með í reikninginn og ráðfæra sig við bæði Menntasvið og Velferðarsvið vegna þessa.
3. Lagðar fram að nýju og kynntar eftirfarandi skýrslur: Framleiðslueldhús Reykjavíkurborgar, rekstrarúttekt, Viðhorfskönnun notenda mötuneyta Reykjavíkurborgar og Næringarsamsetning fæðis - Öldrunarþjónusta.
Skrifstofustjóri Velferðarsviðs gerði grein fyrir niðurstöðum viðhorfskönnunar notenda mötuneyta Reykjavíkurborgar.
Heiða Björg Hilmisdóttir, næringarrekstrarfræðingur, mætti á fundinn og gerði grein fyrir niðurstöðum könnunar á næringarsamsetningu fæðis í framleiðslueldhúsum Reykjavíkurborgar.
Arnar Jónsson og Björgvin Valdimarsson frá ParX mættu á fundinn og gerðu grein fyrir niðurstöðum rekstrarúttektar á framleiðslueldhúsum Reykjavíkurborgar.
Samþykkt var að fela sviðsstjóra að forma tillögur út frá skýrslunum. Tillögurnar verða lagðar fram á næsta fundi.
4. Lagðar fram að nýju og kynntar þjónustukannanir frá Félagsvísindadeild Háskóla Íslands fyrir Stuðninginn heim og Seljahlíð, heimili aldraðra.
Skrifstofustjóri Velferðarsviðs gerði grein fyrir niðurstöðunum.
5. Lögð fram ódagsett tillaga áfengisráðgjafa þjónustumiðstöðva um fjárhagsaðstoð til þeirra sem dvelja á meðferðarstofnunum ásamt greinargerð og tillögu forstöðumanns lögfræðiskrifstofu dags. 9. mars 2007. Ennfremur lögð fram ályktun áfengisráðgjafa hjá þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar dags. 17. október 2006.
Forstöðumaður lögfræðiskrifstofu gerði grein fyrir málinu.
Tillaga forstöðumanns lögfræðiskrifstofu var samþykkt samhljóða.
6. Lagðar fram tillögur sviðsstjóra um eftirmeðferðarmál ungs fólks í Reykjavík sbr. bókun á fundi velferðarráðs frá 28. febrúar sl.
Málinu er frestað.
7. Lögð fram að nýju tillaga sviðsstjóra og formanns velferðarráðs dags. 28. febrúar 2007 vegna umsókna um styrki til greiðslu fasteignagjalda fyrir árin 2005 og 2006 fyrir Sjálfsbjörg – landssamtök fatlaðra, Geðhjálp og Byggingafélag námsmanna.
Samþykkt með fjórum samhljóða atkvæðum.
Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
8. Skrifstofustjóri Velferðarsviðs kynnti drög að dagskrá ráðstefnu sem haldin verður 29. og 30. mars á vegum Félagsmálaráðuneytisins í samvinnu við IS-Forsa, Rauða krossinn, félagsvísindadeild Háskóla Íslands, Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd og Velferðarsviðs.
9. Útskrift Kvennasmiðju.
Sviðsstjóri Velferðarsviðs bauð viðstöddum til útskriftar hjá Kvennasmiðjunni fimmtudaginn 29. mars nk. kl. 15.00. Útskriftin fer fram á Velferðarsviði.
10. Lögð fram svör við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og F-lista í velferðarráði frá 28. febrúar sl. varðandi Stuðningsheimilið Miklubraut 18 og Heimili fyrir heimilislausa að Miklubraut 20.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og F-lista lögðu fram eftirfarandi tillögu ásamt greinargerð:
Í ljósi þeirra upplýsinga sem komið hafa fram og þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað að undanförnu fái íbúar á Miklubraut 18 sendan mat úr framleiðslueldhúsi með sama hætti og íbúar á Miklubraut 20.
Tillögunni er vísað frá með fjórum atkvæðum gegn þremur.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
Hluti af meðferðarúrræði Miklubrautar 18 er aðkoma skjólstæðinga að matargerð og vinnslu hráefnis með starfsmönnum. Á þeirri forsendu er ofangreindri tillögu hafnað.
11. Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Eldri borgarar búa yfir mikilli reynslu, visku og þekkingu sem ánægjulegt væri að yngri kynslóðir fengju notið í auknum mæli og lengur. Samkvæmt nýlegri rannsókn Capacent kemur fram að eldri borgarar hafa áhuga á meiri þátttöku í samfélaginu og 25#PR þeirra hefðu áhuga á að vinna lengur. Nýverið opnaðist möguleiki fyrir aldraða að vinna sér inn 300.000.- krónur á ári án þess að það skerði lífeyri. Þetta skapar eldri borgurum aukin tækifæri til þess að taka að sér hlutastörf, verkefni og/eða tímabundin störf. Reykjavíkurborg er stór vinnustaður og það vantar m.a. fólk til starfa á leikskólana, frístundaheimilin, í liðveislu, heimaþjónustuna, stuðningsvinnu ýmiskonar og margt fleira.
Velferðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra að hafa milligöngu um undirbúning að starfatorgi fyrir eldri borgara. Á starfatorgi verði í boði hlutastörf, tímabundin störf og verkefni sem sérstaklega geta hentað eldri borgurum. Skipaður verði starfshópur til að útfæra verkefnið og í honum sitji aðilar frá Félagi eldri borgara, Velferðarsviði, Menntasviði, Leikskólasviði og ÍTR. Hópurinn skili af sér tillögum til velferðarráðs fyrir 15. maí næstkomandi svo starfatorgið verði orðið að veruleika þann 1. september næstkomandi.
12. Sviðsstjóri Velferðarsviðs gerði grein fyrir því að tilraunaverkefni vegna öryggissíma væri frestað til 1. september 2007.
13. Sviðsstjóri Velferðarsviðs gerði grein fyrir viðræðum sem eiga sér stað þessa dagana við félagsmálaráðuneytið um samvinnu varðandi búsetuúrræði fyrir vímuefnaneytendur.
Fundi slitið kl. 14.54
Jórunn Frímannsdóttir
Sif Sigfúsdóttir Marsibil Sæmundardóttir
Einar Ævarsson Stefán Jóhann Stefánsson
Stefán Benediktsson Þorleifur Gunnlaugsson.