Velferðarráð
Ár 2025, miðvikudagur 16. júlí var haldinn 511. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13:02 í Hofi, Borgartúni 12-14. Á fundinn mættu: Sanna Magdalena Mörtudóttir, Guðný Maja Riba, Helgi Áss Grétarsson, Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns og Sara Björg Sigurðardóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Ásta Björg Björgvinsdóttir og Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Dís Sigurgeirsdóttir, Rannveig Einarsdóttir og Gunnlaugur Sverrisson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á áformum félags- og húsnæðismálaráðuneytisins um breytt fyrirkomulag samræmdrar móttöku flóttafólks. VEL25060140.
Ásta Margrét Sigurðardóttir lögfræðingur og Bjarnheiður Gautadóttir skrifstofustjóri frá félags- og húsnæðismálaráðuneyti, Steinn Jóhannsson sviðsstjóri og Dagbjört Ásbjörnsdóttir verkefnastjóri á skóla- og frístundasviði og Sigþrúður Erla Arnardóttir skrifstofustjóri á velferðarsviði, taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Velferðarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar félags- og húsnæðismálaráðuneytisins kynntu áform um breytt fyrirkomulag samræmdrar móttöku flóttafólks. Í fyrirliggjandi tillögum er miðað við að Vinnumálastofnun sinni aðlögunaráætlunum þeirra sem fengið hafa vernd hér á landi sem flóttafólk. Hingað til hafa þessi verkefni verið á ábyrgð sveitarfélaga á grundvelli samnings um samræmda móttöku flóttafólks. Þessi tilfærsla á þjónustu við þennan viðkvæma hóp fólks vekur upp margar spurningar. Sérstaklega óttast velferðarráð um börn þeirra foreldra sem falla undir þennan hóp, sér í lagi þeirra foreldra sem ekki mæta kröfum og skyldum einstaklingsáætlunar þegar horft er á framfærslu og farsæld barna. Farsæld er tryggð með þátttöku barnsins í gegnum skóla-, frístundar-, og tómstundastarf. Það er miður, eiginlega ámælisvert, að framtíðarsýn á þennan þátt málaflokksins skorti en æskulýðsrannsóknin gefur til kynna að börnum af erlendum uppruna líði verr, tilheyri ekki í skólanum og upplifi sig utangarðs. Velferðarráð leggur áherslu á að farsæld barna við þessa stefnumótun sé höfð að leiðarljósi og að gert verði ráð fyrir þörfum barna og ungmenna í samningnum um samræmda móttöku flóttafólks. Velferðarráð telur mikilvægt að ríkið haldi áfram samtali við Reykjavíkurborg til að unnt verði að veita áframhaldandi góða þjónustu fyrir fólk í viðkvæmri stöðu. Velferðarráð átelur framsetningu þessara hugmynda.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar félags- og húsnæðismálaráðuneytisins, dags. 1. júlí 2025, við erindi velferðarsviðs þar sem óskað er eftir upplýsingum um fyrirhugaðar breytingar á atvinnuleysistryggingakerfinu. VEL25050004.
Frestað.
-
Lagt fram að nýju uppgjör velferðarsviðs á fyrsta ársfjórðungi 2025, sem fært var í trúnaðarbók, sbr. 10. lið fundar velferðarráðs 11. júní 2025. VEL25060020.
Fylgigögn
-
Lagt fram að nýju yfirlit yfir innkaup á velferðarsviði yfir 10. m.kr. í apríl 2024 – mars 2025, sem fært var í trúnaðarbók, sbr. 11. lið fundargerðar velferðarráðs 11. júní 2025. VEL25060037.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 15:06.
Sanna Magdalena Mörtudottir Ásta Björg Björgvinsdóttir
Guðný Maja Riba Helgi Áss Grétarsson
Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir
Sara Björg Sigurðardóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð velferðarráðs frá 16. júlí 2025