Velferðarráð
Ár 2025, föstudagur 7. mars var haldinn 500. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 8:45 í samfélagshúsinu Vitatorgi, Lindargötu 59. Fundinum var jafnframt streymt á vefnum. Á fundinn mættu: Sanna Magdalena Mörtudóttir, Alexandra Briem, Guðný Maja Riba, Helgi Áss Grétarsson, Pétur Marteinn Urbancic Tómasson og Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Arnar Númi Sigurðarson, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Rannveig Einarsdóttir og Randver Kári Randversson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Sanna Magdalena Mörtudóttir, formaður velferðarráðs, setur fundinn og býður gesti velkomna.
-
Soffía Hjördís Ólafsdóttir, deildarstjóri málaflokks heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir, kynnir nýja aðgerðaáætlun með stefnu í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónstuþarfir. VEL25030013.
-
Þorbjörg Valgeirsdóttir, forstöðumaður VoR-teymis velferðarsviðs, Simon Agust Steinsson, teymisstjóri vettvangshluta VoR-teymisins, og Kolfinna Arndísardóttir, teymisstjóri húsnæðishluta VoR-teymisins, kynna hlutverk og stuðning VoR-teymisins. VEL25030014.
-
Arndís Vilhjálmsdóttir, hjúkrunarfræðingur í Heimaþjónustu Reykjavíkurborgar, heldur kynningu á heimahjúkrun fyrir þau sem eiga ekki heimili. VEL25030015.
-
Fram fara umræður og tekið við spurningum úr sal og athugasemdum af vefnum.
Fundi slitið kl. 10:00
Sanna Magdalena Mörtudottir Guðný Maja Riba
Magnea Gná Jóhannsdóttir Helgi Áss Grétarsson
Pétur Marteinn Urbancic Tómasson Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir
Alexandra Briem
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð velferðarráðs frá 7. mars 2025