Velferðarráð
Ár 2024, föstudagur 8. nóvember var haldinn 492. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 9:08 í Sjávarhólum, Borgartúni 12-14. Á fundinn mættu: Heiða Björg Hilmisdóttir, Helga Þórðardóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Magnús Davíð Norðdahl, Sandra Hlíf Ocares, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Þorvaldur Daníelsson. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Agnes Sif Andrésdóttir, Dís Sigurgeirsdóttir, Rannveig Einarsdóttir og Randver Kári Randversson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram trúnaðarmerkt skýrsla vinnuhóps um sjálfbærni og rekstur Félagsbústaða, dags. 25. mars 2024, ásamt erindi Félagsbústaða til velferðarráðs vegna leiguverðsbreytinga 2025, dags. 13. september 2024. Trúnaður er um málið þar til skýrsla vinnuhóps um sjálfbærni og rekstur Félagsbústaða hefur verið lögð fram í borgarráði. VEL24110038.
Fulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram bókun sem færð er í trúnaðarbók.
Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram bókun sem færð er í trúnaðarbók.
Halldóra Káradóttir, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs, Erik Striz Bjarnason, skrifstofustjóri á fjármála- og áhættustýringarsviði , og Stefanía Scheving Thorsteinsson, skrifstofustjóri á fjármála- og áhættustýringarsviði, taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga sviðsstjóra, dags. 7. nóvember 2024, um hækkun grunnfjárhæða fjárhagsaðstoðar til framfærslu:
Lagt er til að grunnfjárhæðir fjárhagsaðstoðar til framfærslu hækki sem hér segir:
Grunnfjárhæð fyrir einstakling sem rekur eigið heimili hækkar úr 239.895 kr. í 247.572 kr. á mánuði.
Grunnfjárhæð til hjóna/sambúðarfólks hækkar úr 383.832 kr. í 396.115 kr. á mánuði.
Grunnfjárhæð til einstaklings sem býr með öðrum, leigir húsnæði án þinglýsts leigusamnings eða hefur ekki aðgang að húsnæði hækkar úr 202.123 kr. í 208.591 kr. á mánuði.
Grunnfjárhæð til þeirra sem búa í foreldrahúsum hækkar úr 119.948 kr. í 123.786 kr. á mánuði.
Fjárhæð vegna barna í 16 gr. a hækki úr 19.254 kr. í 19.870 kr. á mánuði.
Breyting þessi taki gildi frá og með 1. janúar 2025. Áætlað er að aukinn kostnaður við breytinguna nemi um 113 m.kr. á ári.
Greinagerð fylgir tillögunni. VEL24110004.
Samþykkt. Fulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Vísað til borgarráðs.Fulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Upphæðir fjárhagsaðstoðar þurfa að duga til að lifa mannsæmandi lífi. Líkt og kemur fram í reglum um fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar er skylt að veita fjárhagsaðstoð til framfærslu einstaklinga og fjölskyldna sem ekki geta séð sér og sínum farborða án aðstoðar. Grunnupphæð fjárhagsaðstoðar miðast nú við 247.572 krónur á mánuði fyrir skatt frá og með 1. janúar 2025 fyrir manneskju sem rekur eigið heimili og getur sýnt fram á það t.a.m. með því að leggja fram þinglýstan húsaleigusamning. Upphæðirnar eru breytilegar t.a.m. út frá húsnæðisstöðu og sambúðarformi. Augljóst er að um er að ræða mjög lága upphæð og ekki er hægt að sjá hvernig ætlast sé til þess að fólk komist í gegnum dagana á þessum lágu upphæðum. Sósíalistar hafa margsinnis lagt fram tillögur um hækkun fjárhagsaðstoðar og þær tillögur ekki náð fram að ganga.
Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Meirihlutinn leggur til að fjárhæðir fjárhagsaðstoðar verði hækkaðar um 3,2%. Grunnfjárhæð fyrir einstakling sem rekur eigið heimili hækkar úr 239.895 kr. í 247.572 kr. á mánuði. Flokkur fólksins telur þetta vera smánarlega litla hækkun sérstaklega í ljósi mikillar dýrtíðar og hefur matarkarfan hækkað gríðarlega. Fulltrúi Flokks fólksins telur að við ákvörðun um árlega uppfærslu fjárhagsaðstoðar verði að hafa í huga að þeir sem þurfa á fjárhagsaðstoð að halda lifa við fátækt og jafnvel sárafátækt. Flokkur fólksins var stofnaður til að að berjast gegn fátækt en því miður hefur fátækt aukist í Reykjavík og einnig almennur ójöfnuður. Við fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 lagði Flokkur fólksins til hækkun á grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar og ætti hækkunin að miða við prósentuhækkun matarkörfunnar. Þá lagði Flokkur fólksins til að grunnfjárhæð fyrir einstakling hækki úr 228.689 kr. á mánuði í 257.046 kr. Það sorglega er að grunnfjárhæðin sem nú er lögð til er langt undir þeirri fjárhæð. Þá vill fulltrúi Flokks fólksins vekja athygli á því að upphæð fjárhagsaðstoðar í Reykjavík á árinu 2024 samanborið við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu var sú næst lægsta, eingöngu Mosfellsbær var með lægri upphæð. Þetta er auðvitað til skammar.
Fylgigögn
-
Lagt fram trúnaðarmerkt minnisblað sviðsstjóra, dags. 7. nóvember 2024, um stöðu húsnæðisleitar fyrir áfangaheimilið Litla þúfu. VEL24080024.
Kristjana Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu ráðgjafar, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Minnisblað sviðsstjóra um stöðugildi í virkni og ráðgjöf á miðstöðvum og í Virknihúsi. VEL24110019.
Frestað. -
Lögð fram til kynningar drög að tillögum sviðsstjóra, dags. 7. nóvember 2024, um hagræðingar á velferðarsviði. Trúnaðarmál. VEL24110013.
Kristjana Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu ráðgjafar tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- kl. 11:33 víkur Þorvaldur Daníelsson af fundinum og Unnur Þöll Benediktsdóttir tekur sæti á fundinum með rafrænum hætti.
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um kynningu á skýrslu um sjálfbærni og rekstur Félagsbústaða, sbr. 18. lið fundargerðar velferðarráðs frá 30. október 2024. VEL24100087.
Samþykkt.Fylgigögn
-
Svar sviðsstjóra við fyrirspurn velferðarráðs um árangur af úrræðum Virknihúss. VEL24100020.
Frestað.
Fundi slitið kl. 11:36
Heiða Björg Hilmisdóttir Magnea Gná Jóhannsdóttir
Magnús Davíð Norðdahl Unnur Þöll Benediktsdóttir
Sandra Hlíf Ocares Sanna Magdalena Mörtudottir
Helga Þórðardóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð velferðarráðs frá 8. nóvember 2024