Velferðarráð
Ár 2024, fimmtudagur 3. október var haldinn 489. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 9:09 í Stekk, Borgartúni 12-14. Á fundinn mættu: Heiða Björg Hilmisdóttir, Ellen Jacqueline Calmon, Helga Þórðardóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Sandra Hlíf Ocares, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Þorvaldur Daníelsson. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Agnes Sif Andrésdóttir, Anna Guðmundsdóttir, Anna Sigrún Baldursdóttir, Dís Sigurgeirsdóttir, Kristjana Gunnarsdóttir, Rannveig Einarsdóttir, Þórdís Linda Guðmundsdóttir og Randver Kári Randversson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga sviðsstjóra, dags. 30. september 2024, um breytingar á reglum fyrir sameiginlega akstursþjónustu við fatlað fólk á höfuðborgarsvæðinu nr. 645/2020 og nýja gjaldskrá fyrir akstursþjónustu, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að velferðarráð samþykki meðfylgjandi breytingar á sameiginlegum reglum fyrir sameiginlega akstursþjónustu við fatlað fólk á höfuðborgarsvæðinu nr. 645/2020. Þá er einnig lagt til að velferðarráð samþykki nýja meðfylgjandi gjaldskrá Reykjavíkurborgar fyrir akstursþjónustu fatlaðs fólks.
Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna breytinganna er áætlaður um 52 m.kr. Ekki hefur verið gert ráð fyrir þessum kostnaði í drögum að fjárhagsáætlun fyrir árið 2025.
Breytingar á reglum fyrir sameiginlega akstursþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu eru samþykktar. Vísað til borgarráðs.
Tillögu um breytingu á gjaldskrá fyrir akstursþjónustu er frestað. VEL24100014.Bára Sigurjónsdóttir, lögfræðingur á skrifstofu stjórnsýslu, og Sturla Halldórsson, deildarstjóri akstursþjónustu hjá Pant, taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
- Fylgiskjal 1 - Minnisblað um breytingar á reglum um akstursþjónustu fatlaðs fólks og nýja gjaldskrá akstursþjónustu
- Tillaga sviðsstjóra um breytingar á reglum um sameiginlega akstursþjónustu fyrir fatlað fólk og nýja gjaldskrá
- Fylgiskjal 2 - Tillaga að nýrri gjaldskrá velferðarsviðs fyrir akstursþjónustu fatlaðs fólks
- Fylgiskjal 3 - Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 24. apríl 2024
- Fylgiskjal 4 - Umsögn velferðarsviðs um akstursþjónustu fatlaðs fólks, dags. 17. maí 2024
- Fylgiskjal 5 - Umsögn borgarlögmanns, dags. 3. júní 2024
- Fylgiskjal 6 - Umsögn FAS, dags. 18. júlí 2024
- Fylgiskjal 7 - Gjaldskrá velferðarsviðs Reykjavíkurborgar nr. 1288/2023
- Fylgiskjal 8 - Gjaldskrá Strætó bs.
- Fylgiskjal 9 - Álit umboðsmanns Alþingis í máli nr. 11617/2022
- Fylgiskjal 10 - Úrskurður úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 327/2021, 11. október 2023
- Fylgiskjal 11 - Reglur fyrir sameiginlega akstursþjónustu við fatlað fólk á höfuðborgarsvæðinu
- Fylgiskjal 12 - Leiðbeiningar um akstursþjónustu við fatlað fólk
-
Fram fer kynning á vistunarkostnaði Barnaverndar Reykjavíkur árin 2014 til 2024. VEL24100001.
Elísa Ragnheiður Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Fram fer kynning á stuðnings- og stoðþjónustu og heimastuðningi. VEL24100002.
Þórhildur Guðrún Egilsdóttir, deildarstjóri á skrifstofu öldrunarmála, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Fram fer kynning á uppgjöri á samræmdri móttöku og þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. VEL24100003.
-
Fram fer kynning á drögum að kostnaðarmati vegna uppfærðar aðgerðaáætlunar í málefnum heimilislausra. VEL24090019.
-
Fram fer kynning á drögum að fjárhagsáætlun velferðarsviðs 2025. VEL24090003.
-
Drög að gjaldskrám velferðarsviðs 2025. VEL24100004.
Frestað. -
Tillaga fulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um gjaldskrá akstursþjónustu fatlaðs. VEL24030008.
Frestað. -
Velferðarráð leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Velferðarráð óskar eftir að fá upplýsingar um annarsvegar hve margir af þeim 38 einstaklingum sem eru með beingreiðslusamning eru með umsókn um NPA samning og hinsvegar hvað er því til fyrirstöðu að breyta þeim beingreiðslusamningum í NPA samninga. Einnig óskar velferðarráð eftir að fá tillögu um að breyta þeim beingreiðslusamningum sem metnir eru í forgangi í NPA samninga. VEL24100015.
-
Velferðarráð leggur fram fyrirspurn sem færð er í trúnaðarbók. VEL24100016.
-
Velferðarráð leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Velferðarráð óskar eftir að fá yfirlit yfir barnaverndarúrræði á vegum ríkisins og þróun þeirra frá 2005 og þróun útgjalda Reykjavíkur til vistgreiðslna á sama tíma. VEL24100017.
- kl. 12:18 víkur Ellen Jacqueline Calmon af fundinum.
-
Velferðarráð leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Velferðarráð óskar eftir upplýsingum um hlutfall ráðstöfunartekna sem er varið í húsnæðiskostnað meðal þeirra sem fá sérstakan húsnæðisstuðning frá Reykjavíkurborg annars vegar hjá þeim sem leigja hjá Félagsbústöðum og hinsvegar á almennum markaði. VEL24100018.
-
Velferðarráð leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Velferðarráð óskar eftir upplýsingum um upphæð fjárhagsaðstoðar í Reykjavík og samanburð á upphæð fjárhagsaðstoðar í öðrum sveitarfélögum. VEL24100019.
-
Velferðarráð leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Velferðarráð óskar eftir upplýsingum um hve mörg sem fara inn í úrræði á vegum Virknihúss eru komin annarsvegar í virkni samkvæmt einstaklingsáætlun eða hinsvegar í vinnu eftir 6 mánuði. Hve margir þurfa ekki lengur á fjárhagsaðstoð að halda eftir að hafa fengið þjónustu Virknihúss? VEL24100020.
-
Fulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir yfirliti yfir forsöguna á bak við þjónustukaup Barnaverndar Reykjavíkur af einkaaðilum. Einnig er óskað eftir upplýsingum um ástæður þess að samið hefur verið við einkaaðila og þróun í þeim málum. Gagnlegt væri ef yfirlitið gæti fjallað um það hvaða úrræði sé þörf á til að tryggja að borgin geti boðið milliliðalaust upp á umrædda þjónustu við börn og barnafjölskyldur. VEL24100021.
Fundi slitið kl. 12:27
Heiða Björg Hilmisdóttir Sandra Hlíf Ocares
Þorvaldur Daníelsson Magnea Gná Jóhannsdóttir
Helga Þórðardóttir Sanna Magdalena Mörtudottir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð velferðarráðs frá 3. október 2024