Velferðarráð - Fundur nr. 487

Velferðarráð

Ár 2024, föstudagur 27. september var haldinn 487. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 09:10 í félagsmiðstöðinni Árskógum 4. Fundinum var jafnframt streymt á vefnum. Á fundinn mættu: Heiða Björg Hilmisdóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Andrea Jóhanna Helgadóttir, Ellen Jacqueline Calmon,  Natalie G. Gunnarsdóttir, Unnur Þöll Benediktsdóttir  og Þorvaldur Daníelsson. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Sara Sigurbjörnsdóttir Öldudóttir og Gunnlaugur Sverrisson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs, setur fundinn og býður gesti velkomna.

  2. Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, heldur erindi: Sterkt velferðarkerfi sem undirstaða velsældar. VEL240090060.

  3. Svala Hreinsdóttir, sérfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, heldur erindi:  Velsældarhugleiðingar Sambandsins. VEL24090061.

  4. Óskar Dýrmundur Ólafsson, framkvæmdastjóri Suðurmiðstöðvar, heldur erindi: Velsæld hjá Reykjavíkurborg. VEL24090062.

  5. Elva Dögg H. Gunnarsdóttir, uppistandari, segir frá velsæld út frá sjónarhóli notandans. VEL240090063.

  6. Fram fara umræður og tekið við spurningum úr sal og af vefnum. 

Fundi slitið kl. 10:24

Heiða Björg Hilmisdóttir Þorvaldur Daníelsson

Ellen Jacqueline Calmon Natalie Gunnarsdóttir

Andrea Helgadóttir Unnur Þöll Benediktsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð velferðarráðs frá 27. september 2024