No translated content text
Velferðarráð
Ár 2024, föstudagur 10. maí var haldinn 479. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 09:09 í Samfélagshúsinu Aflagranda 40. Fundinum var jafnframt streymt á vefnum. Á fundinn mættu: Heiða Björg Hilmisdóttir, Helga Þórðardóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Magnús Davíð Norðdahl, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Þorvaldur Daníelsson. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Aðalbjörg Traustadóttir, Anna Sigrún Baldursdóttir, Arne Friðrik Karlsson, Bryndís Sveinbjörnsdóttir, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Katrín Harpa Ásgeirsdóttir, Ólafía Magnea Hinriksdóttir, Rannveig Einarsdóttir, Þórdís Linda Guðmundsdóttir og Dís Sigurgeirsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs, setur fundinn og býður gesti velkomna.
-
Kjartan Þór Ingason, verkefnastjóri hjá ÖBÍ og María Pétursdóttir, formaður húsnæðishóps ÖBÍ, kynna niðurstöður skýrslu ÖBÍ um húsnæðismál fatlaðs fólks, dags. nóvember 2023. VEL24050008.
-
Áslaug Ýr Hjartardóttir, háskólanemi, segir frá reynslu sinni af leigu almenns félagslegs leiguhúsnæðis. VEL24050011.
-kl. 09:45 víkur Sanna Magdalena Mörtudóttur af fundi og Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir tekur sæti hennar á fundinum.
-
4. Elmar Erlendsson, framkvæmdastjóri húsnæðissviðs Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, heldur erindi um húsnæðisáætlun og framtíðarhorfur í uppbyggingu húsnæðis fyrir fatlað fólk. VEL24050009.
-
Ólafía Magnea Hinriksdóttir, verkefnastjóri á skrifstofu málefna fatlaðs fólks á velferðarsviði heldur erindi um uppbyggingaráætlun húsnæðis fyrir fatlað fólk hjá Reykjavíkurborg. VEL24050010.
Fylgigögn
-
Ásdís Ásgeirsdóttir segir frá reynslu sinni af búsetu á íbúðakjarna í Reykjavík. VEL24050020.
-
Fram fara umræður og tekið við spurningum úr sal og af vefnum.
Fundi slitið kl. 10:16
Heiða Björg Hilmisdóttir Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir
Magnea Gná Jóhannsdóttir Magnús Davíð Norðdahl
Helga Þórðardóttir Þorvaldur Daníelsson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð velferðarráðs frá 10. maí 2024