No translated content text
Velferðarráð
VELFERÐARRÁÐ
Ár 2006, miðvikudaginn 17. október var haldinn 44. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 8.45 að Tryggvagötu 17. Mættir: Jórunn Frímannsdóttir, Marsibil Sæmundardóttir, Sif Sigfúsdóttir, Steinarr Björnsson, Björk Vilhelmsdóttir, Oddný Sturludóttir og Hrafnkell Tumi Kolbeinsson. Áheyrnarfulltrúi: Margrét Sverrisdóttir. Af hálfu starfsmanna: Stella Víðisdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Ingunn Þórðardóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram drög að starfsáætlun Velferðarsviðs fyrir árið 2007.
Skrifstofustjóri Velferðarsviðs, skrifstofustjóri velferðarþjónustu og skrifstofustjóri rekstrar- og þjónustuúrræða gerðu grein fyrir drögunum.
2. Lögð fram drög að fjárhagsáætlun og sundurliðun hagræðingar auk tillögu að hækkun á gjaldskrám.
Skrifstofustjóri rekstrar- og þjónustuúrræða gerði grein fyrir málinu.
3. Lögð fram svohljóðandi tillaga um rekstur gistiskýlisins að Þingholtsstræti :
Lagt er til að auglýst verði eftir samstarfsaðilum um rekstur gistiskýlisins í Þingholtsstræti. Nýir rekstraraðilar taki við rekstrinum frá og með 1. febrúar næstkomandi.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Tillagan var samþykkt með fjórum samhljóða atkvæðum en með breytingu á dagssetningu, þ.e. 1. mars 2007 í stað 1. febrúar 2007.
Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sátu hjá við atkvæðagreiðsluna og lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fyrir rúmu ári var ákveðið að Velferðarsvið myndi reka Gistiskýlið til reynslu í tvö ár. Ástæðan var að borgaryfirvöld fengju heildarsýn yfir málefni utangarðsfólks og að Velferðarsviði yrði auðvelduð þróunar-og stefnumótunarvinna í þessum málaflokki. Margt jákvætt hefur gerst á undaförnu ári. Langtímanotendur Gistiskýlisins hafa fengið markvissan stuðning í átt til betra lífs og ný úrræði eru í þróun. Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna telja rétt að Velferðarsvið reki áfram úrræði við þá sem verst eru staddir í samfélaginu.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
Velferðarsvið mun áfram reka úrræði fyrir þá sem verst eru staddir í samfélaginu. Það verður gert með þjónustusamningi við samstarfsaðila í hagræðingarskyni.
Fundi slitið kl. 10.20
Jórunn Frímannsdóttir
Marsibil Sæmundardóttir Sif Sigfúsdóttir
Steinarr Björnsson Björk Vilhelmsdóttir
Oddný Sturludóttir Hrafnkell Tumi Kolbeinsson