Velferðarráð - Fundur nr. 449

Velferðarráð

Ár 2023, föstudagur 3. mars var haldinn 449. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 09:04 í Bergi, Gerðubergi 3-5. Fundinum var jafnframt streymt á vefnum. Á fundinn mættu: Heiða Björg Hilmisdóttir, Einar Sveinbjörn Guðmundsson, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Magnús Davíð Norðdahl, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Þorvaldur Daníelsson. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Andrea Ida Jónsdóttir Köhler, Dís Sigurgeirsdóttir, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Rannveig Einarsdóttir og Gunnlaugur Sverrisson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs, setur fundinn.

  2. Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða heldur kynningu á hlutverki Félagsbústaða. VEL23030003.

  3. Laufey Ólafsdóttir, leigjandi hjá Félagsbústöðum, heldur erindi: Sjónarhorn leigjanda. VEL23030004.

  4. Helga Sigurjónsdóttir, deildarstjóri á skrifstofu velferðarsviðs, heldur erindi um hvernig úthlutun almenns félagslegs leiguhúsnæðis fer fram. VEL23030005.

  5. Ólafía Magnea Hinriksdóttir, sérfræðingur á skrifstofu málefna fatlaðs fólks, heldur kynningu á uppbyggingu húsnæðis fyrir fatlað fólk. VEL23030006.

  6. Ólafur Snævar Aðalsteinsson, íbúi í nýlegum íbúðakjarna í Grafarvogi, heldur erindi um mikilvægi sjálfstæðrar búsetu. VEL23030011.

  7. Fram fara umræður og tekið við spurningum úr sal og af vefnum.

Fundi slitið kl. 10:22

Heiða Björg Hilmisdóttir Sanna Magdalena Mörtudottir

Magnea Gná Jóhannsdóttir Þorvaldur Daníelsson

Einar Sveinbjörn Guðmundsson Magnús Davíð Norðdahl

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
449. fundur velferðarráðs 3. mars 2023