No translated content text
Velferðarráð
Leiðrétt
VELFERÐARRÁÐ
Ár 2006, miðvikudaginn 26. september var haldinn 42. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 12.15 að Tryggvagötu 17.
Mættir: Jórunn Frímannsdóttir, Marsibil Sæmundardóttir, Sif Sigfúsdóttir, Steinarr Björnsson, Björk Vilhelmsdóttir, Oddný Sturludóttir og Hrafnkell Tumi Kolbeinsson.
Áheyrnarfulltrúi: Margrét Sverrisdóttir.
Af hálfu starfsmanna: Sigríður Jónsdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram að nýju minnisblað skrifstofustjóra velferðarþjónustu dags. 11. september 2006 um rekstur gistiskýlisins, ásamt svari dags. 25.september 2006 við fyrirspurn fulltrúa Vinstri grænna.
Skrifstofustjóri velferðarþjónustu gerði grein fyrir málinu.
Áheyrnarfulltrúi lagði fram eftirfarandi bókun:
F-listinn þakkar fyrir vel unna þarfagreiningu samráðshóps á stöðu heimilislausra í Reykjavík. Fulltrúi F-lista er sammála skilgreiningu sem þar er sett fram um þennan hóp en leggst eindregið gegn því að hætt verði að nota hugtakið ”heimilislaus” og tekið upp hugtakið ”húsnæðislaus”. Sú breyting getur valdið misskilningi og krefst ítarlegra skýringa enda getur fjöldi fólks verið húsnæðislaus á hverjum tíma án þess að vera heimilislaus ( í merkingunni ”á götunni).
2. Gerð grein fyrir málefnum húsnæðislausra.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
3. Málefni húsnæðislausra kvenna.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Lögð fram samantekt úr skýrslu vegna dagopnunar í Konukoti.
Skrifstofustjóri velferðarþjónustu gerði grein fyrir skýrslunni.
Lögð fram drög að samningi milli Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Reykjavíkurdeildar Rauða Kross Íslands um rekstur Konukots.
Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Það er ánægjulegt að Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands vilji reka Konukot með óbreyttu sniði þar til næstkomandi vor, sbr. fyrirliggjandi samningsdrög. Það er skýr vilji velferðarráðs að búið verði að finna varanlega lausn á málinu áður en samningstíminn rennur út og sett verði á fót úrræði, sérstaklega ætlað konum.
Velferðarráð samþykkti að fela staðgengli sviðsstjóra Velferðarsviðs að ganga frá samningsdrögunum.
4. Lögð fram tillaga Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í málefnum Barnaverndar Reykjavíkur.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, mætti á fundinn.
- Marsibil Sæmundardóttir vék af fundi kl. 13.50.
Málinu er frestað til næsta fundar.
5. Lagt fram að nýju til kynningar dags. 10. ágúst 2006 samkomulag félagsmálaráðuneytisins, Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, Útlendingastofnunar, lögreglunnar í Reykjavík og Rauða kross Íslands, um verklag vegna aðstoðar við erlenda ríkisborgara sem eiga ekki lögheimili á Íslandi og eru í neyð.
Forstöðumaður lögfræðiskrifstofu gerði grein fyrir málinu.
6. Kynning á reglum um fjárhagsaðstoð.
Málinu er frestað til næsta fundar.
7. Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram eftirfarandi bókun:
Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar í Velferðarráði harma að gengið hafi verið framhjá umsækjendum með mikla faglega þekkingu í velferðarmálum, þegar ráðið var í starf sviðsstjóra á Velferðarsviði nýverið. Sá umsækjandi sem ráðinn var í starf sviðsstjóra er hæfur en ekki hæfastur. Starfið krefst yfirgripsmikillar faglegrar þekkingar og menntunar á sviði velferðarmála og það er leitt til þess að vita að sú staðreynd hafi ekki verið leiðarljós þegar ráðið var í stöðuna.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks telja að það mat sem lagt var til grundvallar ráðningu sviðsstjóra Velferðarsviðs sé rétt. Í því mati er lagt til grundvallar að starfið sé fyrst og fremst starf stjórnanda. Það var samhljóma álit hópsins að Stella Víðisdóttir sé hæfust sem sviðsstjóri Velferðarsviðs. Þess má geta að hún hefur yfirgripsmikla þekkingu á málaflokknum eftir langt starf í stjórnunarstöðu hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík og á Velferðarsviði.
Fundi slitið kl. 14.35
Jórunn Frímannsdóttir
Sif Sigfúsdóttir Steinarr Björnsson
Björk Vilhelmsdóttir Oddný Sturludóttir
Hrafnkell Tumi Kolbeinsson