No translated content text
Velferðarráð
VELFERÐARRÁÐ
Ár 2006, miðvikudaginn 13. september var haldinn 41. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 12.15 að Tryggvagötu 17. Mættir: Jórunn Frímannsdóttir, Marsibil Sæmundardóttir, Sif Sigfúsdóttir, Steinarr Björnsson, Björk Vilhelmsdóttir, Oddný Sturludóttir og Þorleifur Gunnlaugsson. Áheyrnarfulltrúi: Margrét Sverrisdóttir.
Af hálfu starfsmanna: Ellý A. Þorsteinsdóttir, Ingunn Þórðardóttir og Helga Jóna Bendiktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf dags. 1. september 2006 varðandi úthlutun fjárhagsramma 2007.
Skrifstofustjóri rekstrar- og þjónustuúrræða gerði grein fyrir málinu.
2. Lögð fram bókhaldsstaða fyrstu sex mánuði ársins 2006 ásamt greinargerð skrifstofustjóra rekstrar- og þjónustuúrræða.
Skrifstofustjóri rekstrar- og þjónustuúrræða gerði grein fyrir málinu.
3. Lögð fram tillaga að breytingum á reglum um styrkjaúthlutun velferðarráðs.
Skrifstofustjóri velferðarþjónustu gerði grein fyrir málinu.
Reglurnar voru samþykktar með áorðnum breytingum.
4. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra velferðarþjónustu dags. 11. september 2006 um rekstur gistiskýlisins.
Skrifstofustjóri velferðarþjónustu gerði grein fyrir málinu.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram fyrirspurn varðandi úrræði og þarfagreiningu sem er til staðar fyrir húsnæðislausa í Reykjavík.
Svar verður lagt fram á næsta fundi ráðsins.
5. Málefni Konukots.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram eftirfarandi bókun:
Við óskum eftir upplýsingum um nýja þarfagreiningu og nýtingu á Konukoti og að á næsta fundi velferðarráðs liggi fyrir framtíðarsýn meirihlutans á þjónustu við utangarðsfólk af báðum kynjum.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúi Vinstri grænna í velferðarráði leggur til að gerður verði samningur við Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands um rekstur Konukots til loka maí 2007. Samningur um Konukot rennur út í nóvember næstkomandi. Öryggi heimilislausra kvenna er þar með ógnað nú þegar vetur gengur í garð og aðrar lausnir ekki í hendi. Ófært er annað en að framlengja rekstur Konukots þar til önnur úrræði liggja fyrir.
Tillögunni er frestað.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
Meirihluti velferðarráðs lagði til frestun á tillögu fulltrúa Vinstri grænna um Konukot þar sem meirihlutinn hyggst taka málefni húsnæðislausra heildstætt upp á næsta fundi ráðsins.
6. Kaffistofa Samhjálpar á Hverfisgötu. Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
7. Lagt fram erindisbréf starfshóps sem hafa á umsjón með framkvæmd forvarnastefnu Reykjavíkurborgar.
Málinu er frestað.
8. Rætt um málefni Barnaverndar Reykjavíkur.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu. Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, mætti á fundinn.
Málinu er frestað til næsta fundar.
9. Lögð fram tillaga að starfshópi sem vinni að skilgreiningu á þjónustu- og öryggisíbúðum.
Tillagan var samþykkt.
10. Lögð fram skýrsla starfshóps, dags. 11. september 2006, um skipulagðar heimsóknir til aldraðra.
Skrifstofustjóri velferðarþjónustu gerði grein fyrir málinu.
Málinu er frestað til næsta fundar.
11. Lagt fram til kynningar dags. 10. ágúst 2006 samkomulag félagsmálaráðuneytisins, Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, Útlendingastofnunnar, Lögreglunnar í Reykjavík og Rauða kross Íslands, um verklag vegna aðstoðar við erlenda ríkisborgara sem eiga ekki lögheimili á Íslandi og eru í neyð.
Málinu er frestað til næsta fundar.
Fundi slitið kl. 14.35
Jórunn Frímannsdóttir
Marsibil Sæmundardóttir Sif Sigfúsdóttir
Steinarr Björnsson Björk Vilhelmsdóttir
Oddný Sturludóttir Þorleifur Gunnlaugsson