Velferðarráð - Fundur nr. 3

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2005, miðvikudaginn 9. febrúar var haldinn 3. fundur s og hófst hann kl. 13.25 að Síðumúla 39. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Jóna Hrönn Bolladóttir, Guðrún Erla Geirsdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Jórunn Frímannsdóttir og Marta Guðjónsdóttir. Áheyrnarfulltrúi: Margrét Sverrisdóttir. Af hálfu starfsmanna: Lára Björnsdóttir, Stella Víðisdóttir og Guðmundur St. Ragnarsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram skilagrein starfshóps um nýtt stjórnskipulag Reykjavíkurborgar vegna 2. áfanga stjórnkerfisbreytinga dags. 3. febrúar 2005.
Formaður Velferðarráðs og sviðsstjóri Velferðarsviðs gerðu grein fyrir málinu.

2. Lögð fram drög að skipuriti fyrir Velferðarsvið.
Sviðsstjóri Velferðarsviðs gerði grein fyrir málinu.

3. Lögð fram drög að fyrirmynd að samþykkt fyrir fagráð dags. 4. febrúar 2005.
Formaður Velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.

4. Lögð fram drög að nýjum leikreglum með fjárhagsáætlun og fjárhagsáætlunar-ferli dags. 3. febrúar 2005.
Sviðsstjóri Velferðarsviðs gerði grein fyrir málinu.

5. Lögð fram til kynningar trúnaðarbók 2. febrúar 2005 ásamt heildaryfirliti um ráðstöfun áfrýjunarnefndar.

6. Lagðar fram til kynningar úthlutanir inntökuteymis í félagslegar leiguíbúðir, þjónustuíbúðir og sértæk búsetuúrræði frá fundi 3. febrúar 2005.

7. Önnur mál.
a. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:
Stendur til að breyta verklagi Barnaverndar Reykjavíkur í tengslum við opnun þjónustumiðstöðvanna?
Hafa verið kynntar einhverjar hugmyndir eða tillögur um það að starfsmenn Barnaverndar Reykjavíkur eða hluti þeirra flytji út á hinar svokölluðu þjónustumiðstöðvar?

b. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:
Á fundi Velferðarráðs 2. febrúar sl. voru lagðir fram biðlistar eftir hjúkrunarrýmum og þjónustuíbúðum í Reykjavík.
Samkvæmt þeim upplýsingum er enn mikill fjöldi fólks á biðlista eftir hjúkrunarrými, eða 323 einstaklingar og þar af 240 í brýnni þörf. Þá voru um síðustu áramót 326 manns á biðlista eftir þjónustuíbúðum.
Hvað hefur verið gert til þess að auka fjölda hjúkrunarrýma á þessu kjörtímabili og hvað hefur fjöldi þjónustu- og hjúkrunar-rýma aukist mikið? Hvaða áætlanir eru uppi um það að fjölga
þjónustu- og hjúkrunarrýmun enn frekar til að mæta þörfinni?

Fundi slitið kl. 15:18.

Björk Vilhelmsdóttir
Stefán Jóhann Stefánsson Jóna Hrönn Bolladóttir
Guðrún Erla Geirsdóttir Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Jórunn Frímannsdóttir Marta Guðjónsdóttir