No translated content text
Velferðarráð
VELFERÐARRÁÐ
Ár 2006, miðvikudaginn 27. júní var haldinn 39. fundur s og hófst hann kl. 12:12 að Tryggvagötu 17. Mættir: Jórunn Frímannsdóttir, Marsibil Sæmundardóttir, Sif Sigfúsdóttir, Steinarr Björnsson, Stefán Benediktsson, Oddný Sturludóttir og Þorleifur Gunnlaugsson. Áheyrnarfulltrúi: Guðrún Ásmundsdóttir.
Af hálfu starfsmanna: Lára Björnsdóttir, Sigríður Jónsdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 14. júní 2006 um kosningu í velferðarráð. Formaður Velferðarráðs lagði til að Marsibil Sæmundardóttir yrði kjörinn varaformaður Velferðarráðs.
Tillagan var samþykkt með fjórum samhljóða atkvæðum.
2. Skipan þjónustuhóps aldraðra.
Lögð var fram tillaga um skipan eftirfarandi fulltrúa í þjónustuhóp aldraðra: Jórunn Frímannsdóttir, formaður velferðarráðs og Ellý A. Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri velferðarþjónustu.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
3. Kosning eins fulltrúa meirihluta og eins fulltrúa minnihluta í áfrýjunarnefnd velferðarráðs og varamanna. Lögð var fram tillaga um skipan Jórunnar Frímannsdóttur sem fulltrúa meirihluta í áfrýjunarnefnd og Bjarkar Vilhelmsdóttur sem fulltrúa minnihluta í áfrýjunarnefnd.
Tillagan var samþykkt samhljóða .
Lögð fram tillaga Þorleifs Gunnlaugssonar varðandi áheyrnarfulltrúa í áfrýjunarnefnd.
Samþykkt samhljóða að vísa tillögunni til umsagnar lögfræðiskrifstofu Velferðarsviðs.
Kosningu varamanna var frestað.
4. Bréf frá borgarstjóra dags. 9. júní 2006 um móttöku flóttafólks í Reykjavík.
Sviðsstjóri Velferðarsviðs gerði grein fyrir málinu.
5. Fundaáætlun velferðarráðs.
Ákveðið var að fundir velferðarráðs verði kl. 12, 2. og 4. miðvikudag í mánuði. Næsti fundur velferðarráðs verður haldinn miðvikudaginn 9. ágúst nk. kl. 12.00.
6. Kynning á Velferðarsviði.
Sviðsstjóri Velferðarsviðs annaðist kynninguna.
7. Lögð fram til kynningar auglýsing um styrk til háskólanáms fyrir karla.
8. Lagður fram til kynningar samningur Velferðarsviðs og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um læknisþjónustu á Droplaugarstöðum og í Seljahlíð.
9. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi tillögu :
Meirihluti velferðarráðs leggur til að skipaður verði vinnuhópur til að útfæra skipulagðar heimsóknir til aldraðra. Hópurinn skili tillögum til velferðarráðs á fyrsta fundi ráðsins í september. Hópurinn líti meðal annars til þess hvernig þessum heimsóknum hefur verið háttað á Akureyri við útfærslu þessara heimsókna. Sviðsstjóra Velferðarsviðs verði falið að skipa hópinn hið fyrsta.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
10. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi tillögu ásamt greinargerð:
Meirihluti velferðarráðs óskar eftir að á fyrsta fundi ráðsins eftir sumarfrí liggi fyrir tillögur um nauðsynlegar breytingar á aksturþjónustu fyrir eldri borgara.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
11. Nýkjörnir fulltrúar undirrituðu trúnaðareið.
Fundi slitið kl. 14.00
Jórunn Frímannsdóttir
Marsibil Sæmundsdóttir Stefán Benediktsson
Sif Sigfúsdóttir Oddný Sturludóttir
Steinarr Björnsson Þorleifur Gunnlaugsson