No translated content text
Velferðarráð
Ár 2021, föstudagur 26. mars var haldinn 397. fundur velferðarráðs. Fundurinn hófst kl. 9:21 og var haldinn rafrænt. Eftirtaldir fulltrúar velferðarráðs tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1076/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Heiða Björg Hilmisdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Rannveig Ernudóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Egill Þór Jónsson, Ragna Sigurðardóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Á fundinum tóku einnig sæti með fjarfundabúnaði Ásta Þórdís Skjalddal og Bergþór Heimir Þórðarson. Af hálfu starfsfólks sátu fundinn: Sigþrúður Erla Arnardóttir, Regína Ásvaldsdóttir, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Dís Sigurgeirsdóttir, Arnar Snæberg Jónsson og Randver Kári Randversson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs, heldur erindi um velferðarstefnuna og helstu þætti hennar: Velferðarstefna í mótun.
Fylgigögn
-
Fram fara kynningar um stefnuáherslur og mikilvægi þeirra.
Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, samhæfingarstjóri Pepp á Íslandi, heldur erindi um stefnumarkandi áherslu í velferðarstefnu: Engir tveir eru eins.
Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, heldur erindi um stefnumarkandi áherslu í velferðarstefnu: Nálægð og aðgengileiki.
Elín Oddný Sigurðardóttir, borgarfulltrúi, heldur erindi um stefnumarkandi áherslu í velferðarþjónustu: Þjónustulipurð og skilvirkni.
Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, heldur erindi um stefnumarkandi áherslu í velferðarþjónustu: Fagmennska og framsýni.
Bergþór Heimir Þórðarson, varaformaður Öryrkjabandalags Íslands, heldur um erindi um stefnumarkandi áherslu í velferðarþjónustu: Virðing og umhyggja.
Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi, heldur erindi um stefnumarkandi áherslu í velferðarstefnu: Frumkvæði og forvarnir.
Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs, heldur erindi um stefnumarkandi áherslu í velferðarstefnu: Samtal og samráð.
Fylgigögn
-
Dís Sigurgeirsdóttir, skrifstofustjóri á velferðarsviði, fjallar um samráðsgátt og umsagnir um velferðarstefnu.
-
Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs, dregur saman umfjöllunina.
Fundi slitið klukkan 10:20
PDF útgáfa fundargerðar
velferdarrad_2603.pdf