No translated content text
Velferðarráð
VELFERÐARRÁÐ
Ár 2006, miðvikudaginn 17. maí var haldinn 37. fundur s og hófst hann kl. 12.10 að Tryggvagötu 17. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Guðrún Erla Geirsdóttir, Jóna Hrönn Bolladóttir, Jórunn Frímannsdóttir, Kristján Guðmundsson og Guðlaugur Þór Þórðarson. Áheyrnarfulltrúi: Margrét K. Sverrisdóttir. Af hálfu starfsmanna: Lára Björnsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Samráðsfundur með fulltrúum úr stjórn Félags eldri borgara og Samtaka aldraðra um málefni eldri borgara í Reykjavík.
Rætt um málefni eldri borgara í Reykjavík (sjá fylgiskjal)
Fulltrúar Félags eldri borgara og Samtaka aldraðra viku af fundi kl. 13.15.
2. Lögð fram að nýju tillaga að framtíðarskipulagi Seljahlíðar. Enn fremur lögð fram drög að bókun um framtíð Seljahlíðar dags. 15. maí 2006.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Velferðarráð lýsir yfir mikilli ánægju með vinnu starfshóps um framtíðarskipulag hjúkrunar- og dvalarheimilisins Seljahlíðar. Tillögur hópsins miða að því að virða sem mest réttindi aldraðra íbúa sem geti búið á heimilum sínum til æviloka í stað þess að skilgreinast á hjúkrunarheimili. Lagt er til að einungis verði í framtíðinni einstaklings- og hjónaíbúðir í Seljahlíð og jafnframt að fólk haldi fjárhagslegu sjálfstæði sínu.
Velferðarráð samþykkir að áfram verði unnið að framtíðarskipulagi Seljahlíðar í samræmi við tillögur hópsins. Farið verði í kostnaðarmat, stækkunarmöguleikar kannaðir og hafnar verði viðræður við yfirvöld heilbrigðismála og ríkisfjármála um málið.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
3. Lögð fram drög að samningi við Blindrafélagið dags. 8. maí 2006.
Formaður velferðaráðs gerði grein fyrir málinu.
Drögin voru samþykkt samhljóða.
4. Lögð fram tillaga sviðsstjóra um viðbótarstyrkveitingu til SPOEX, samtaka psoriasis- og exemsjúklinga, dags.15. maí 2006.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
5. Lögð fram tillaga sviðstjóra dags. 15. maí 2006 um breytta skipan fulltrúa Reykjavíkurborgar í stýrihóp um samþættingu heimaþjónustu og heimahjúkrunar.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 13.30.
Björk Vilhelmsdóttir
Stefán Jóhann Stefánsson Jóna Hrönn Bolladóttir
Guðrún Erla Geirsdóttir Jórunn Frímannsdóttir
Guðlaugur Þór Þórðarson Kristján Guðmundsson