No translated content text
Velferðarráð
Ár 2020, miðvikudagur 12. febrúar var haldinn 371. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 14:05 í Laufbrekku, Borgartúni 12-14. Fundinn sátu: Heiða Björg Hilmisdóttir, Aron Leví Beck, Elín Oddný Sigurðardóttir, Alexandra Briem, Örn Þórðarson, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Regína Ásvaldsdóttir, Dís Sigurgeirsdóttir og Katrín Harpa Ásgeirsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 12. febrúar 2020, að sameiginlegum reglum um akstursþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu ásamt drögum að þjónustulýsingu.
Lagt er til að velferðarráð samþykki sameiginlegar reglur fyrir akstursþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu, sbr. fylgiskjal I., ásamt þjónustulýsingu, sbr. fylgiskjal II.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi breytingartillögu á reglum um akstursþjónustu fatlaðs fólks, sbr. fylgiskjal I:
2. mgr. 16. gr. hljóði svo: Tillögur að breytingum á reglum þessum skulu lagðar fyrir sveitarstjórnir þeirra sveitarfélaga sem eru aðilar að þeim og taka þær gildi þegar allar hlutaðeigandi sveitarstjórnir hafa samþykkt þær.
Samþykkt með 6 atkvæðum Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Pírata, Flokks fólksins og Sjálfstæðisflokksins. Fulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi breytingartillögu á þjónustulýsingu, sbr. fylgiskjal II:
2. mgr. 4. gr. hljóði svo: Tillögur að breytingum á þjónustulýsingu þessari skulu lagðar fyrir sveitarstjórnir þeirra sveitarfélaga sem eru aðilar að henni og taka þær gildi þegar allar hlutaðeigandi sveitarstjórnir hafa samþykkt þær.
Samþykkt með 6 atkvæðum Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Pírata, Flokks fólksins og Sjálfstæðisflokksins. Fulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá.
Tillaga, svo breytt, samþykkt með 6 atkvæðum Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Pírata, Flokks fólksins og Sjálfstæðisflokksins. Fulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá. Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Pírata og Sjálfstæðisflokks Íslands leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Pírata og Sjálfstæðisflokks Íslands fagna því að náðst hafi samkomulag milli fjögurra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um sameiginlega akstursþjónustu fyrir fatlað fólk. Hér er um að ræða miklar breytingar til bóta fyrir notendur hennar, þar má nefna að takmarkanir á fjölda ferða eru afnumdar, notendur með bifreiðastyrk frá TR geti notað þjónustuna og notkun á Strætó kemur ekki til skerðingar á rétti til akstursþjónustu. Jafnframt er opnunartími á stórhátíðum lengdur. Tekið er undir með umsagnaraðilum að myndavélar í þá bíla sem notaðir eru í þjónustunni eru mikilvægur þáttur í því að notendur upplifi sig örugga, enda séu þær einungis notaðar samkvæmt skýru ferli í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Flokkur fólksins styður tillöguna og fagnar öllum góðum breytingum. Eftirfarandi atriði þyrftu þó að vera lagfærð: Þjónustutíminn verði ekki styttur frá kl. 01:00 til 24:00 á virkum dögum eins og áætlað er. Sú breyting mun þýða að fólk þarf að hugsa sig tvisvar um áður en það fer í bíó, leikhús eða annað út á kvöldin á virkum dögum. Það þyrfti helst að vera einhver varnagli til, því leigubílastöðvarnar tryggja ekki að lyftubílar séu í akstri eftir miðnætti. Hafa mætti t.d. útkallsmöguleika. Akstursþjónustan býðst ekki utan við mörk sveitarfélaganna sem reka hana. Það er bagalegt því landsbyggðarstrætó er alveg óaðgengilegur hreyfihömluðu fólki, sem og flugrútan. Það væri æskilegt að akstursþjónusta fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu bjóði upp á akstur til og frá flugstöðinni í Keflavík sem fyrsta skref. Akstursþjónustan er enn of ósveigjanleg í nýjum reglum. Miðað er við að pantað sé með a.m.k. tveggja klst. fyrirvara. Hægt ætti vera að óska eftir bíl með styttri fyrirvara. Ef bíll er laus þá getur þjónustan boðist fljótt. Lipurð og sveigjanleiki skiptir öllum máli án tillits hvað reglur segja. Reyna skal ávallt að koma til móts við notendur. Koma mætti fram í skilmálum að ekki sé hægt að tryggja lausan bíl fyrr en eftir ákveðinn tíma frá pöntun.
Fulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Hér er um gríðarlega mikilvæga þjónusta að ræða og fulltrúi sósíalista tekur undir mikilvægi ábendinganna frá hagsmunaðilum um það sem má betur fara í þjónustuveitingunni. Með útboði sjá einkaaðilar um að veita stóran hluta af þjónustunni. Sósíalistaflokkurinn telur að það eigi ekki að vera í höndum einkaaðila að sjá um svo mikilvæga grunnþjónustu. Það er mikilvægt að byggja upp góða þjónustu og koma í veg fyrir rask en fulltrúi sósíalista telur að það þurfi að hverfa af þeirri braut þar sem grunnþjónusta er boðin út. Það er gott að sjá ýmis ákvæði felld á brott sem áður voru t.d. er varða þjónustu til þeirra sem eiga rétt á bílastyrk hjá TR og að ferðafjöldi sé ekki takmarkaður. Það er þó mikilvægt að skerða ekki þjónustutímann en hér er lagt til að almennur aksturstími verði til 24:00 í stað 01:00. Umsögn aðgengis- og samráðsnefndar bendir á mikilvægi þess að tryggja rétt fatlaðs fólks til að fara ferða sinna til jafns við aðra og að breytingin gæti t.d. haft áhrif á þá sem hyggjast fara í kvikmyndahús eða á skemmtistaði seint um kvöld, en fáar leigubílastöðvar bjóða upp á aðgengilega bíla að nóttu til.
- Kl. 14:59 vék Örn Þórðarson út af fundinum.
- Kl. 15:03 vék Aron Leví Beck út af fundinum.Erlendur Pálsson, sviðsstjóri farþegaþjónustu Strætó, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
PDF útgáfa fundargerðar
velferdarrad_1202.pdf