No translated content text
Velferðarráð
VELFERÐARRÁÐ
Ár 2006, miðvikudaginn 26. apríl haldinn 35. fundur s og hófst hann kl. 12.17 að Tryggvagötu 17.Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Marsibil Sæmundardóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Jórunn Frímannsdóttir og Óttarr Guðlaugsson. Af hálfu starfsmanna: Sigríður Jónsdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram endurskoðuð drög að reglum um félagslega heimaþjónustu ásamt umsögnum frá Öryrkjabandalagi Íslands, Þroskahjálp, Sjónarhóli og Félagi eldri borgara.
Skrifstofustjóri velferðarþjónustu gerði grein fyrir drögunum.
Jóna Hrönn Bolladóttir mætti á fundinn kl. 12.27.
Afgreiðslu málsins er frestað til næsta fundar.
2. Lagt fram bréf frá borgarráði dags. 30. mars 2006 varðandi bætta þjónustu við eldri borgara ásamt tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá 12. apríl 2006.
Samþykkt að vísa tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokks til frekari umfjöllunar á samráðsfundi sem haldinn verður í maí með Samtökum eldri borgara.
Velferðarráð samþykkti eftirfarandi tillögu:
Velferðarráð samþykkir að boða Félag eldri borgara í Reykjavík og Samtök aldraðra til fundar nú í maí til viðræðna um fyrirkomulag samráðs Reykjavíkurborgar og eldri borgara í borginni.
Reykjavíkurborg hefur nú formlegt samráð við Félag eldri borgara í gegnum þjónustuhóp aldraðra, notendaráð og eins í ýmsum vinnuhópum um tiltekin verkefni. Það er mat velferðarráðs að frekara samráð eigi að mótast af vilja og skoðunum eldri borgara sjálfra.
Fundi slitið kl. 12.55
Björk Vilhelmsdóttir
Marsibil Sæmundardóttir Stefán Jóhann Stefánsson
Jóna Hrönn Bolladóttir Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Jórunn Frímannsdóttir Óttarr Guðlaugsson