No translated content text
Velferðarráð
VELFERÐARRÁÐ
Ár 2006, miðvikudaginn 12. apríl haldinn 34. fundur s og hófst hann kl. 12.15 að Tryggvagötu 17. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Guðrún Erla Geirsdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Jóna Hrönn Bolladóttir, Jórunn Frímannsdóttir, Marta Guðjónsdóttir og Óttarr Guðlaugsson. Áheyrnarfulltrúi: Gísli Helgason.
Af hálfu starfsmanna: Lára Björnsdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir og Guðmundur St. Ragnarsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram endurskoðuð tillaga að breytingu í félagsstarfi – liður í bættri nærþjónustu við aldraða og fatlaða í heimahúsum. Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir tillögunni.
Tillögunni er vísað til umsagnar notendaráða.
2. Lögð fram til kynningar drög að reglum um félagslega heimaþjónustu.
Skrifstofustjóri velferðarþjónustu gerði grein fyrir tillögunni.
3. Lagt fram bréf Félags einstæðra foreldra dags. 20. mars sl. varðandi leiguíbúðir ásamt tillögu sviðsstjóra dags. 10. apríl 2006.
Tillagan er samþykkt samhljóða.
4. Lögð fram til kynningar áfangaskýrsla flóttamannaráðs frá febrúar 2006.
Verkefnisstjóri flóttamannaverkefnis gerði grein fyrir skýrslunni.
5. Lögð fram tillaga sviðsstjóra Þjónustu- og rekstrarsviðs um nafnabreytingu á félags- og þjónustumiðstöðvum.
Tillagan er samþykkt samhljóða.
6. Lagt fram bréf Framkvæmdaráðs dags 10. apríl með beiðni um umsögn Velferðarráðs vegna sölu á Furugerði 1, Lönguhlíð 3, Dalbraut 21-27 og Norðurbrún 1 til Félagsbústaða hf.
Velferðarráð samþykkir samhljóða að félagslegt þjónustuhúsnæði í tengslum við þjónustuíbúðir aldraðra verði seld Félagsbústöðum hf. ásamt íbúðunum enda eðlilegt að einn aðili sinni rekstri húsnæðisins. Það hefur enda sýnt sig að Félagsbústaðir hf. sinna þessu húsnæði af alúð.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja sölu þessara eigna í trausti þess að þessar breytingar hafi ekki í för með sér kostnaðaraukningu fyrir leigjendur enda kemur fram í svari Láru Björnsdóttur, sviðsstjóra Velferðarsviðs, við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins að svo verði ekki.
7. Lögð fram til kynningar drög að bæklingi Þjónustuhóps aldraðra um þjónustu fyrir aldraða.
Skrifstofustjóri Velferðarþjónustu gerði grein fyrir málinu.
8. Lagðar fram lykiltölur fyrir janúar til mars 2006.
9. Lagt fram yfirlit yfir heildargreiðslur áfrýjunarnefndar í mars 2006.
10. Félagslegur fjölbreytileiki í hverfum borgarinnar.
Almennar umræður voru um málið.
11. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram eftirfarandi tillögu um skipulagðar heimsóknir til eldri borgara:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Velferðarráði leggja til að hafinn verði undirbúningur að skipulögðum heimsóknum til aldraðra Reykvíkinga. Heimsóknirnar hefjist strax í haust. Fyrirkomulag heimsóknanna verði sambærilegt því sem gerist á Akureyri og litið verði til reynslunnar þar. Til þess að koma í veg fyrir félagslega einangrun og finna aldraða einstaklinga sem eru í áhættuhópi er nauðsynlegt að hefja svona skipulagðir heimsóknir sem allra fyrst. Það er ljóst að það er mikil þörf fyrir svona heimsóknir, dæmin tala sínu máli og ljóst að það eru æ fleiri einstæðingar í borginni sem eru afskiptir og einangraðir. Því er ekki seinna vænna að hefja undirbúningsvinnu sem við ætlum að geti hafist næsta vetur. Það er afar mikilvægt að þessi vinna verði í samráði við heimahjúkrun. Við leggjum til að skipaður verði starfshópur með aðilum frá heimahjúkrun, heimaþjónustu og Velferðarsviði sem jafnframt mun stýra vinnu hópsins.
Tillögunni var vísað frá með eftirfarandi bókun:
Sem stendur er vinna af þessu tagi í gangi í samræmi við tillögu fulltrúa Reykjavíkurlistans um aukna nærþjónustu við eldri borgara sem samþykkt var í Velferðarráði þann 25. janúar 2006.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir ánægju með því að þessi vinna sé í gangi og vonast til að heimsóknir til aldraðra Reykvíkinga geti hafist samkvæmt fyrrgreindri tillögu þeirra strax á haustmánuðum.
12. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram eftirfarandi tillögu um akstursþjónustu fyrir eldri borgara:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að í bæklingi um þjónustu fyrir aldraða komi skýrt fram að aldraðir sitji ekki við sama borð hvað varðar akstursþjónustu þar sem sú þjónusta stendur eingöngu þeim til boða sem búa sjálfstætt. Sjálfstæðismenn leggja til að þessi þjónusta standi öllum öldruðum til boða sem á henni þurfa að halda hvort heldur sem þeir búa sjálfstætt eða á stofnunum.
Velferðarráð ákveður að vísa ofangreindri tillögu frá með fjórum samhljóða atkvæðum.
Fulltrúar Reykjavíkurlistans leggja fram eftirfarandi bókun:
Akstursþjónusta eldri borgara er ný þjónusta sem yfir 100 reykvískir eldri borgarar njóta nú þegar. Mikil ánægja er með þessa þjónustu sem hefur m.a. það markmið að auðvelda eldri borgurum að búa lengur heima. Hjúkrunarheimili bera ábyrgð á að heimilismenn þeirra fái notið þeirrar þjónustu sem nauðsynleg er. Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest þá túlkun. Samráð við Félag eldri borgara um reynslu og þróun akstursþjónustunnar er bundið í reglur og fyrirhugaður er fyrsti samráðsfundur innan skamms.
13. Í ljósi þess að tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn þann 21. mars sl. um þjónustu við eldri borgara var vísað af borgarráði til Velferðarsviðs leggja fulltrúar Sjálfstæðisflokks fram svohljóðandi tillögu:
Velferðarráð Reykjavíkur samþykkir að efna til formlegs samráðs við samtök eldri borgara um það hvernig borgin getur betur sinnt þjónustu við þennan mikilvæga hóp. Markmið samráðsins skal vera; í fyrsta lagi að fjölga tækifærum eldri borgara til að búa sem lengst í eigin húsnæði, t.d. með lækkun fasteignaskatta og aukinni samfellu í heimahjúkrun og heimaþjónustu; í öðru lagi að móta áætlun um að eyða löngum biðlistum eftir húsnæði fyrir eldri borgara og tryggja nægt framboð búsetukosta; og í þriðja lagi að skoða leiðir til að auka val þessa hóps um þjónustu, umhverfi og aðstæður.
Frestað til næsta fundar.
Fundi slitið kl. 14:10
Björk Vilhelmsdóttir
Guðrún Erla Geirsdóttir Stefán Jóhann Stefánsson
Jóna Hrönn Bolladóttir Jórunn Frímannsdóttir
Marta Guðjónsdóttir Óttar Guðlaugsson.