Velferðarráð - Fundur nr. 349

Velferðarráð

Ár 2019, miðvikudaginn 6. mars, var haldinn 349. fundur Velferðarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst klukkan 13:05. Viðstödd voru Heiða Björg Hilmisdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Hjálmar Sveinsson, Alexandra Briem, Egill Þór Jónsson, Kolbrún Baldursdóttir, Sanna Magdalena Mörtudottir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Regína Ásvaldsdóttir og Dís Sigurgeirsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að reglum Reykjavíkurborgar um notendastýrða persónulega aðstoð fyrir fatlað fólk.

    Aðalbjörg Traustadóttir, skrifstofustjóri, Helga Jóna Benediktsdóttir, lögfræðingur, Agnes Sif Andrésdóttir, skrifstofustjóri, Bára Sigurjónsdóttir, lögfræðingur og Ellý Alda Þorsteinsdóttir, ráðgjafi taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á starfinu á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs.

  3. Lagt fram bréf félags- og barnamálaráðherra, ódagsett, í málefnum barna, vegna endurskoðunnar á félagslegri umgjörð og þjónustu við börn á Íslandi.

    Velferðarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Velferðarráð tekur undir að tímabært sé að endurskoða barnaverndalög. Velferðarráð leggur áherslu á að velferðarsvið taki áfram þátt í þeirri vinnu.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænn, í velferðarráði, dags. 6. mars 2019, um að stofna stýrihóp um aðgerðir gegn sárafátækt hjá börnum og fjölskyldum þeirra: 

    Lagt er til að stýrihópur um aðgerðir gegn sárafátækt barna og fjölskyldna þeirra verði stofnaður. Hlutverk hópsins verði að yfirfara reglur og úrræði á vegum velferðarsviðs til að koma í veg fyrir sárafátækt og gera tillögur um markmið og aðgerðir, s.s. breytingar á reglum, frekari úrræði eða annað, sem stutt geta íbúa Reykjavíkur sem búa við sárafátækt. Stýrihópurinn verði m.a. skipaður pólitískt kjörnum fulltrúum, starfsfólki velferðarsviðs sem hefur þekkingu á málaflokkinum og fulltrúum hagsmunasamtaka. 

    Drög að erindisbréfi fylgja tillögu.
    Jafnframt er lagt til að Hjálmar Sveinsson, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Elín Oddný Sigurðardóttir séu tilnefnd í hópinn og að Elín Oddný verði formaður.
    Samþykkt. 
    Fulltrúar Flokks fólksins, Sósíalistaflokks Íslands og Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Borgarfulltrúi Flokks fólksins er ósáttur við að varaborgarfulltrúi Flokks fólksins getur ekki átt sæti í stýrihóp um fátækt barna þar sem ákveðið hefur verið að hann skuli aðeins vera þriggja manna. Eins og vitað er þá er fátækt barna eitt af aðaláherslumálum Flokks fólksins. 

    -    kl. 16:14 víkja Kolbrún Baldursdóttir og Egill Þór Jónsson af fundi.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 16:15

Heiða Björg Hilmisdóttir Hjálmar Sveinsson

Alexandra Briem Sanna Magdalena Mörtudottir