No translated content text
Velferðarráð
Ár 2018, miðvikudagur 31. október var haldinn 340. fundur velferðarráðs sem að þessu sinni er sameiginlegur með barnaverndarnefnd Reykjavíkur og hófst hann kl. 09:33 í Borgartúni 12-14. Fundinn sátu að hálfu ráðsins: Heiða Björg Hilmisdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Magnús Már Guðmundsson, Dóra Magnúsdóttir, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, Kolbrún Baldursdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir. Af hálfu barnaverndarnefndar Reykjavíkur sátu: Tómas Hrafn Sveinsson, Katrín Helga Hallgrímsdóttir, Margrét Sverrisdóttir, Sandra Ocares, og Sólveig Ásgrímsdóttir. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Regína Ásvaldsdóttir, Hákon Sigursteinsson og Elínrós Hjartardóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á niðurstöðum úttektar á vegum Capacent og RR ráðgjafa um barnaverndarstarf í Reykjavík. Um er að ræða úttekt sem tekur til skipulags barnaverndarstarfs hjá Reykjavíkurborg, starfsumhverfi starfsmanna og samspili þjónustumiðstöðva og Barnaverndar Reykjavíkur.
- Kl. 10:34 víkur Kolbrún Baldursdóttir af fundinum.
Arnar Pálsson, sérfræðingur hjá Capacent tekur sæti undir þessum dagskrárlið.
Fundi slitið klukkan 11:16
Heiða Björg Hilmisdóttir Magnús Már Guðmundsson
Sanna Magdalena Mörtudottir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir