No translated content text
Velferðarráð
VELFERÐARRÁÐ
Ár 2006, miðvikudaginn 22. febrúar var haldinn 31. fundur s og hófst hann kl. 12.10 að Tryggvagötu 17. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Marsibil Sæmundardóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, og Marta Guðjónsdóttir. Áheyrnarfulltrúi: Margrét Sverrisdóttir. Af hálfu starfsmanna: Lára Björnsdóttir, Sigríður Jónsdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf Sjálfsbjargar dags. 13. janúar 2006 varðandi ferðaþjónustu fatlaðra.
Velferðarráð samþykkti að hafa frumkvæði að stofnun starfshóps sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu ásamt hagsmunasamtökum fatlaðra til að koma með tillögur að samræmdri þjónustu á höfuðborgarsvæðinu.
2. Lagðar fram til kynningar lykiltölur ársins 2005 sem framvegis verða sendar mánaðarlega til Þjónustumiðstöðva.
- Kristján Guðmundsson mætti á fundinn kl. 12. 20
Skrifstofustjóri Velferðarsviðs gerði grein fyrir málinu.
3. Lagt fram ársuppgjör 2005 með fyrirvara um lokafærslur borgarbókara.
Sonja Hansen, viðskiptafræðingur á Velferðarsviði mætti á fundinn og lagði fram tillögu til afskriftar:
- Jóna Hrönn Bolladóttir mætti á fundinn kl. 12.32
Velferðarráð samþykkti að afskrifa öll lán í vanskilum sem ekki hefur verið greitt af í 6 mánuði eða lengur og voru veitt fyrir gildistöku nýrra reglna um fjárhagsaðstoð, sbr. minnisblað Velferðarsviðs, dags. 22. febrúar 2006. Lán þessi teljast óinnheimtanleg vegna mikils félagslegs vanda þessa hóps. Að auki er samþykkt að afskrifa þau lán sem þjónustumiðstöðvar hafa óskað eftir afskriftum á í desember 2005. Samtals eru þetta kr. 66.161.861 sem skiptast á 430 einstaklinga.
4. Lagðar fram niðurstöður málþings um þjónustuíbúðir fyrir aldraða í Reykjavík ásamt tillögu sviðsstjóra dags. 20. febrúar 2006.
Velferðarráð samþykkti tillöguna og óskaði eftir að niðurstöður verði tilbúnar fyrir 15. apríl 2006.
5. Lögð fram til kynningar lokaskýrsla (febrúar 2006) um samþættingu heimaþjónustu í Reykjavík.
Fundi slitið kl. 13.00
Björk Vilhelmsdóttir
Marsibil Sæmundardóttir Stefán Jóhann Stefánsson
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Marta Guðjónsdóttir
Kristján Guðmundsson