Velferðarráð - Fundur nr. 314

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2017, fimmtudaginn 7. september 2017 var haldinn 314. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 14.30 að Hafnarstræti 87-89, Akureyri. Fundinn sátu: Ilmur Kristjánsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Magnús Már Guðmundsson, Áslaug María Friðriksdóttir, Börkur Gunnarsson, Sverrir Bollason og Kristín Elfa Guðnadóttir. Áheyrnarfulltrúi var Gréta Björg Egilsdóttir. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Regína Ásvaldsdóttir, Aðalbjörg Traustadóttir, Agnes Sif Andrésdóttir og Dís Sigurgeirsdóttir, sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram viljayfirlýsing formanna velferðarráða Reykjavíkur og Akureyrar um samstarf til að auka þekkingu og vitund um möguleika velferðartækni í eflingu lífsgæða og sjálfsbjörg notenda innan velferðarþjónustunnar.

Samþykkt.

2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 6 september 2017 um kosningu sjö fulltrúa í velferðarráð og sjö til vara. Tilkynnt er um áheyrnarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina.

Tillaga gerð á fundinum um að Elín Oddný Sigurðardóttir verði varaformaður.

Samþykkt.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.

Fundi slitið kl. 14.40.

Ilmur Kristjánsdóttir (sign)

Elín Oddný Sigurðardóttir (sign) Sverrir Bollason (sign)

Börkur Gunnarsson (sign) Magnús Már Guðmundsson (sign)

Kristín Elva Guðnadóttir (sign) Áslaug María Friðriksdóttir (sign)