Velferðarráð - Fundur nr. 258

Velferðarráð

Ár 2015, fimmtudaginn 26. febrúar var haldinn 258. fundur velferðarráðs og hófst hann kl.13.10  að Borgartúni 12-14. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, S. Björn Blöndal, Magnús Már Guðmundsson, Elín Oddný Sigurðardóttir og Kjartan Þór Ingason (varamaður Grétu Bjargar Egilsdóttur). Af hálfu starfsmanna; Stefán Eiríksson, Aðalbjörg Traustadóttir, Kristjana Gunnarsdóttir, Ingibjörg Sigurþórsdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf sviðsstjóra, dags. 6. febrúar 2015, vegna breytinga innan yfirstjórnar velferðarsviðs. 

2. Lögð fram til kynningar menningarstefna Reykjavíkurborgar fyrir árin 2014 til 2020: 

„Menning er mannréttindi“ ásamt aðgerðum sem fylgja markmiðum í menningarstefnu Reykjavíkurborgar fyrir árin 2014 – 2020.

Elsa Hrafnhildur Yeoman, formaður menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar og Signý Pálsdóttir, skrifstofustjóri á menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar tóku sæti á fundinum undir þessum líð og kynntu menningarstefnuna.

- Kristín Elfa Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi, tók sæti á fundinum kl. 13.20.

- Áslaug Friðriksdóttir tók sæti á fundinum kl. 13.30.

3. Starfið milli funda 

Sviðsstjóri velferðarsviðs gerði grein fyrir starfinu á velferðarsviði á milli funda ráðsins.

4. Lögð fram samantekt, dags. 12. febrúar 2015, um þjónustu við börn hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar.

Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.

5. Lagt fram minnisblað velferðarsviðs, dags. 16. febrúar 2015, vegna tillögu skóla- og frístundaráðs um sérúrræði til að mæta þörfum nemenda með fjölþættan vanda, þ.m.t. vímuefnavanda, ásamt fylgigögnum frá skóla- og frístundasviði. 

Ragnar Þorsteinsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, Hrund Logadóttir, kennsluráðgjafi á skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og 

Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur tóku sæti á fundinum undir þessum lið og gerðu grein fyrir málinu.

- Lára Óskarsdóttir (varamaður Barkar Gunnarssonar) tók sæti á fundinum kl. 14.30.

6. Kosningaréttur kvenna - 100 ára afmæli.

Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi og Hildur Lilliendahl, verkefnastjóri á skrifstofu borgarstjórnar, tóku sæti á fundinum undir þessum lið og kynntu minnisblað um hátíðahöld vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna.

7. Lagt fram að nýju minnisblað, dags. 28. janúar 2015, um stöðu vinnu starfshóps um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum og hliðarverkunum vímuefnaneyslu, til aðstoðar og verndar neytendum efnanna og félagslegum réttindum þeirra, aðstandendum og samfélaginu í heild.

Skrifstofustjóri skrifstofu framkvæmdar þjónustu gerði grein fyrir málinu.

8. Lagt fram að nýju minnisblað, dags. 12. janúar 2015, um innleiðingu sértækrar ráðgjafar á þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar og skiptingu fjármagns, ásamt viðauka.

9. Lagt fram að nýju stöðumat aðgerðaáætlunar, dags. 28. janúar 2015, samkvæmt stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum eldri borgara til ársins 2017.

Birna Sigurðardóttir, deildarstjóri á velferðarsviði tók sæti á fundinum undir þessum lið og gerði grein fyrir málinu.

Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina lagði fram eftirfarandi tillögu:

Framsókn og flugvallavinir leggja til að reglubundin viðhorfskönnun verði gerð til að mæla viðhorf aldraðra til þjónustu Reykjavíkur. Könnun þessi skal gerð tvisvar á ári auk þess að vera stutt og hnitmiðuð til að forðast brottfall. Markmið könnunarinnar er að fá bæði upplýsingar um kosti og galla starfsemi fyrir aldraða á vegum Reykjavíkurborgar frá fyrstu hendi og nota þær markvisst til að bæta þjónustuna.

Afgreiðslu tillögunnar er frestað til næsta fundar.

10. Lagður fram undirritaður viðauki, dags 17. febrúar 2015, við samning við SÁÁ, dags. 20. desember 2013, um áframhaldandi rekstur búsetuúrræðis með félagslegum stuðningi. 

11. Lagðar fram lykiltölur fyrir tímabilið janúar til nóvember 2014.

12. Lögð fram tillaga um breytinga á tekju- og eignamörkum vegna félagslegra leiguíbúða og breytingar á tekjuviðmiðum á matsblaði með reglum, dags. 16. febrúar 2015.

Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.

Samþykkt samhljóða.

Magnús Már Guðmundsson vék af fundi kl. 15.55.

13. Betri Reykjavík: Tillaga um að koma upp öflugra frístundastarfi við Sléttuveg. 

Tillögunni var vísað frá.

Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:

Tillögunni er vísað frá. Fyrirhuguð er heilmikil uppbygging á Sléttuvegi, á vegum Hrafnistu þar með talin bygging hjúkrunarheimilis og félags- og þjónustumiðstöð. Samningur er milli Hrafnistu og Reykjavíkurborgar um félagsstarf fyrir íbúa á þessu svæði. Þar til nýja félags- og þjónustumiðstöðin verður byggð rekum við „sel“ á Sléttuvegi sem er útibú frá Hæðargarði. Á Sléttuvegi er matarþjónusta og félagsstarf. Þeir íbúar sem vilja sækja félagsstarf í Hæðargarð eða Hvassaleiti og keyra ekki sjálfir, geta nýtt sér akstursþjónustu aldraðra. 

14. Lagt fram svar frá stjórn ferðaþjónustu fatlaðs fólks, dags. 14. febrúar 2015, við fyrirspurn frá velferðarráðuneytinu, dags 10. febrúar 2015, ásamt fylgigögnum. 

15. Lagt fram svar við fyrirspurn frá fulltrúum Framsóknar og flugvallarvina frá fundi velferðarráðs þann 5. febrúar 2015 vegna ferðaþjónustu fatlaðs fólks. 

16. Lagt fram svar við fyrirspurn frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins frá fundi velferðarráðs þann 5. febrúar 2015 vegna ferðaþjónustu fatlaðs fólks. 

Fundi slitið kl. 16.20

Björk Vilhelmsdóttir (sign)

Elín Oddný Sigurðardóttir (sign) Áslaug Friðriksdóttir (sign)

S. Björn Blöndal (sign) Lára Óskarsdóttir (sign)

Kjartan Þór Ingason (sign)