Velferðarráð - Fundur nr. 242

Velferðarráð

Ár 2014, fimmtudaginn 19. júní var haldinn 242. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13.15 að Borgartúni 12-14. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, S. Björn Blöndal, Magnús Már Guðmundsson, Börkur Gunnarsson. Gréta Björk Egilsdóttir og Lára Óskarsdóttir Áheyrnarfulltrúi: Kristín Elfa Guðnadóttir. Af hálfu starfsmanna: Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Árni Múli Jónasson, Berglind Magnúsdóttir, Kristjana Gunnarsdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar um kosningu í velferðarráð. 

Fram fór kynning á fulltrúum og varamönnum í velferðarráði og embættismönnum Velferðarsviðs sem sitja fundi ráðsins. 

2. Lögð fram samþykkt velferðarráðs dags. 7. júní 2005.

Formaður velferðarráðs kynnti samþykktina.

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir tók sæti á fundinum kl.13.50

Björn Jón Bragason tók sæti á fundinum kl. 13.55.

3. Kosning varaformanns velferðarráðs. 

Borin upp tillaga um að Elín Oddný Sigurðardóttir verði kjörin varaformaður velferðarráðs.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

4. Kosning fulltrúa áfrýjunarnefndar velferðarráðs og kosning varamanna.

Borin var upp tillaga um að Björk Vilhelmsdóttir  og Áslaug Friðriksdóttir verði kjörnar sem aðalmenn í áfrýjunarnefnd. 

Tillagan var samþykkt samhljóða.

Borin var upp tillaga um að Elín Oddný Sigurðardóttir og Gréta Björg Egilsdóttir verði kjörnar varamenn í áfrýjunarnefnd

Tillagan var samþykkt samhljóða.

5. Undirritun þagnareiðs velferðarráðsfulltrúa.

6. Kynning á Velferðarsviði. Lagt fram kynningarefni yfir helstu verkefni, umfang og þjónustuþætti Velferðarsviðs. 

Sviðsstjóri Velferðarsviðs kynnti starfsemi sviðsins.

7. Næsti fundur velferðarráðs verður haldinn 26. júní 2014 kl. 13.00.

Fundi slitið kl.14.55

Björk Vilhelmsdóttir (sign)

Elín Oddný Sigurðardóttir (sign) Magnús Már Guðmundsson (sign)

S.Björn Blöndal (sign) Börkur Gunnarsson (sign)

Gréta Björg Egilsdóttir (sign) Lára Óskarsdóttir (sign)