No translated content text
Velferðarráð
Ár 2014, fimmtudaginn 15. maí, var haldinn 240. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 12.40 að Borgartúni 12-14. Mætt voru: Björk Vilhelmsdóttir, Diljá Ámundadóttir, Sverrir Bollason, Áslaug María Friðriksdóttir, Sveinn H. Skúlason og Elín Oddný Sigurðardóttir. Af hálfu starfsmanna; Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hörður Hilmarsson, Árni Múli Jónasson, Berglind Magnúsdóttir, Kristjana Gunnarsdóttir, Sigtryggur Jónsson og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1 Lagðar fram til kynningar að nýju lykiltölur Velferðarsviðs fyrir janúar og febrúar árið 2014.
2. Lagðar fram til kynningar úthlutanir hverfisráða um styrki úr Forvarnarsjóði Reykjavíkur fyrir árið 2014.
Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Á síðastliðnum árum hefur umsóknum í forvarnarsjóði hverfisráðanna í Reykjavík fækkað og er það miður. Velferðarráð vill því biðja Þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar um að hvetja samstarfsaðila sína og aðra sem eru að vinna gott starf í hverfum borgarinnar til að sækja um í forvarnarsjóð.
3. Lagðar fram tillögur að úthlutun styrkja úr Forvarnarsjóði Reykjavíkur „Þvert á hverfi“ fyrir árið 2014.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Stefanía Sörheller, verkefnisstjóri á Velferðarsviði, tók sæti á fundinum undir þessum lið og gerði grein fyrir tillögunum.
Tillögurnar voru samþykktar með sex samhljóða atkvæðum.
Heiða Kristín Helgadóttir tók sæti á fundinum kl.13.25
4. Lögð fram tillaga að breytingu á reglum um fjárhagsaðstoð.
Forstöðumaður lögfræðiskrifstofu gerði grein fyrir málinu.
Tillagan var samþykkt með áorðnum breytingum með sjö samhljóða atkvæðum.
5. Lagt fram til kynningar bréf Hjálpræðishersins vegna Dagseturs, dags. 19. mars 2014, ásamt tölvupósti dags. 6. maí 2014, og tillögu velferðarráðs.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Velferðarráð felur Velferðarsviði að taka upp viðræður við Hjálpræðisherinn vegna rekstur Dagsetursins með það að markmiði að hægt verði að tryggja opnun um helgar út árið 2014 og opnun í júlí .Tillaga ásamt kostnaðaráætlun verði lögð fyrir velferðarráð á fundi ráðsins þann 5. júní n.k. og Velferðarsvið greiði fyrir helgaropnun fram að þeim tima.
Tillagan var samþykkt samhljóða með sjö samhljóða atkvæðum.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi bókun:
Velferðarráð felur auk þess Velferðarsviði að undirbúa opnun dagúrræðis fyrir útigangsfólk sem rekið er af Velferðarsviði. Tillögur liggi fyrir áður en fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 verður afgreidd.
Afgreiðslu tillögunnar er frestað.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi Vinstri grænna skilur að leysa þurfi þann bráðavanda sem kominn er upp í Dagsetri Hjálpræðishersins úti á Granda enda mikilvægt að þjónustan sé tryggð. Hins vegar er það skoðun fulltrúans að til framtíðar eigi Reykjavíkurborg að reka dagþjónustu við utangarðsfólk í borginni. Um mikilvæga velferðarþjónustu við viðkævman hóp er að ræða sem ætti að vera á forræði borgarinnar. Eins og staðan er nú er þjónustan að langmestu leyti greidd úr sameiginlegum sjóðum borgarinnar og því eðlilegt að þjónustan sé á hennar hendi til framtíðar.
6. Lagt fram til kynningar bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 23.apríl 2014, vegna fjárveitinga í málefnum fatlaðra á árinu 2014, ásamt minnisblaði Velferðarsviðs, dags. 12. maí 2014.
Skrifstofustjóri fjármála og rekstrar gerði gein fyrir málinu.
Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Velferðarráð ítrekar mikilvægi þess að aukið fjárframlag komi frá ríkisvaldinu til að þjónustusvæðið Reykjavíkurborg og Seltjarnarnes geti veitt fötluðum íbúum sínum viðunandi þjónustu. Framlög hafa dregist saman á undanförnum árum. Hlutfall fatlaðs fólks í Reykjavík og á Seltjarnarnesi er 41.5% af öllu landinu en við fáum bara 38% af framlögum Jöfnunarsjóðs. Reykjavíkurborg hefur á sl. árum greitt um einn og hálfan milljarð með þessum málaflokki og erum samt ekki að uppfylla allar þær kröfur sem ríkisvaldið gerir um þjónustustig og hvað þá að mæta þörfum og væntingum fatlaðs fólks.
Velferðarsviði, borgarráði og fjármálaskrifstofu borgarinnar er falið að ræða áfram við Jöfnunarsjóð til að fjárframlög séu í samræmi við þarfir fólksins og körfur ríkisvaldsins um þjónustustig.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi bókun:
Í bréfi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna fjárveitinga í málefnum fatlaðra árið 2014 kemur fram að vægi SIS-mats hafi farið stigvaxandi frá yfirfærslu og hafi nú um 80% vægi við útreikning framlaga úr Jöfnunarsjóði. Fullrúi Vinstri grænna vill minna á ítrekaðar ábendingar hagsmunasamtaka fatlaðs fólks á takmörkunum SIS- mats við mat á þjónustuþörf. Fulltrúinn telur ekki til bóta að þvinga eigi matstæki upp á sveitarfélögin sem sannast hefur takmarkað og hannað með þarfir ákveðins hóps í huga. Mikilvægt er að meta hvern einstakling heildstætt út frá hans þörfum og umhverfi en reynslan hefur sýnt að það gerir SIS-matið ekki. Í nýlegri skýrslu, “Fatlað fólk og öryrkjar sem íbúar sveitarfélaga” kemur fram að 35% þeirra sem nota SIS-matið telja reynsluna af því frekar eða mjög slæma til að útdeila fjármunum. Þessar raddir verður að taka alvarlega. Mörg önnur matstæki standa til boða eins og t.d ICF sem kynnt er á heimasíðu landlæknis og m.a er notast við á Reykjalundi. Fulltrúi Vinstri grænna í velferðarráði skorar á Velferðarsvið og meirihluta velferðarráðs að farið verði heildstætt í gegnum þessi matsmál á vettvangi borgarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga og Jöfnunarsjóður hvattur til að gera slíkt hið sama.
7. Lögð fram tillaga starfshóps að breytingum á reglum velferðarráðs um styrkveitingar.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Björk Vilhelmsdóttir vék af fundi kl. 14.25.
Tillagan var samþykkt með sex samhljóða atkvæðum.
8. Lagt fram til kynningar bréf Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, dags. 25. apríl 2014, um þátttöku þjónustusvæða í rannsóknum um yfirfærslu málefna fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga.
9. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:
Stendur til að einhverjar breytingar verði gerðar á þjónustu við aldraða s.s. þjónustu inn á heimili vegna sumarleyfa starfsmanna Reykjavíkurborgar? Ef svo er þá hverjar?
10. Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
Fulltrúi Vinstri grænna óskar eftir upplýsingum um biðlista eftir dagdvöl fyrir eldra fólk í borginni. Einnig óskar fulltrúinn eftir því að ásamt fjölda á biðlista komi fram meðalbiðtími eftir þjónustu og þróun biðlista á kjörtímabilinu.
11. Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
Fulltrúi Vinstri grænna í velferðarráði óskar eftir öllum gögnum sem kunna að hafa verið lögð fram í velferðarráði vegna Mýrarinnar á núverandi kjörtímabili. Einnig óskar fulltrúinn eftir afriti af öllum bréfaskriftum frá nágrönnum sem kunna að hafa borist Velferðarsviði bréflega eða í tölvupósti vegna heimilisins.
Fundi slitið kl. 14.25
Björk Vilhelmsdóttir (sign)
Diljá Ámundadóttir (sign) Sverrir Bollason (sign)
Áslaug María Friðriksdóttir (sign) Sveinn H Skúlason (sign)
Elín Oddný Sigurðardóttir (sign)