No translated content text
Velferðarráð
Samstarfsnefnd um löggæslumálefni
Ár 2007, föstudaginn 10. júlí, var haldinn 23. fundur samstarfsnefndar um löggæslumálefni. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.35. Viðstödd var Helga Kristín Auðunsdóttir, Stefán Benediktsson, Stefán Eiríksson, Árni Þór Sigmundsson og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram tilkynning borgarstjóra frá 21. f.m. þess efnis að Stefán Benediktsson hafi verið kjörinn í samstarfsnefndina á fundi borgarstjórnar 19. s.m. í stað Dofra Hermannssonar.
2. Rætt um vandamál sem uppi hafa verið í tengslum við vöruafgreiðslu til verslana í Miðborginni, ekki síst á Laugavegi.
Fram kom að af hálfu gatnamálaskrifstofu Reykjavíkurborgar verði þetta mál skoðað sérstaklega og það tekið upp að nýju á þessum vettvangi í haust.
3. Ólafur Kr. Hjörleifsson kynnti tillögur að nýjum málsmeðferðarreglum borgarráðs um veitingastaði og gististaði. Jafnframt rætt um þá möguleika sem ný lög um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald færa lögreglustjóra við að bregðast við brotum í rekstri veitingastaða.
4. Stefán Eiríksson kynnti áherslur í nýrri löggæsluáætlun dómsmálaráðherra fyrir árin 2007-2011.
5. Rætt um fyrirkomulag fíkniefnaforvarna í borginni.
Fram kom að beita þarf í auknum mæli einstaklingsmiðuðum forvarnaraðgerðum, þ.e. ná sérstaklega til einstaklinga í áhættuhópum.
Fundi slitið kl. 15.40
Helga Kristín Auðunsdóttir
Stefán Benediktsson Stefán Éiríksson
Árni Þór Sigmundsson