No translated content text
Velferðarráð
Ár 2014, miðvikudaginn 30. apríl var haldinn 239. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 12.40 að Borgartúni 12-14. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Heiða Kristín Helgadóttir, Diljá Ámundadóttir, Lárus Rögnvaldur Haraldsson, Áslaug María Friðriksdóttir, Sveinn H. Skúlason og Elín Oddný Sigurðardóttir. Af hálfu starfsmanna; Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hörður Hilmarsson, Árni Múli Jónasson, Berglind Magnúsdóttir, Kristjana Gunnarsdóttir, Sólveig Reynisdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram að nýju bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 7 apríl, um tillögu að samkomulagi um sameiginlega ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu auk fylgigagna. Einnig lögð fram tillaga að umsögn velferðarráðs.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Tillaga að umsögn var samþykkt samhljóða.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi Vinstri grænna tekur undir umsögn Velferðaráðs en vill þó koma á framfæri eftirfarandi athugasemdum varðandi tillögu SSH að samkomulagi um sameiginlega ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu dagsettri 7.apríl sl. Fulltrúi vinstri-grænna fagnar því að til standi að sameina ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu, brýnt er að hægt sé að panta ferðir með styttri fyrirvara en nú er og að þjónustuverið verði opið lengur. Fulltrúi Vinstri-grænna leggst þó gegn hvers kyns einkavæðingu á ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk sem og annarri grunnþjónustu við fatlað fólk. Ekki eru færð fyrir því nægjanleg rök í tillögunni að bjóða verði aksturinn út. Eðlilegast væri að Strætó bs. sem er byggðarsamlag í eigu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu yrði falið að framkvæma alla þjónustu þmt. aksturinn. Auk þess vill fulltrúinn benda á mikilvægi þess að þróa þjónustuna áfram þannig að hún styðji við sjálfstætt líf fólks með fötlun og skerði ekki sjálfsagt ferðafrelsi þeirra. Það ætti að vera metnaður sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að gera betur og stefna að öflugri og einstaklingsmiðaðri þjónustu en nú er gert. Að lokum vill fulltrúi Vinstri grænna benda á mikilvægi þess að mannauður þeirra sem nú sinnir málaflokknum t.d í þjónustuverum ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu verði nýttur áfram eins og kostur er þrátt fyrir breytingar á tilhögun þjónustunnar.
2. Lögð fram tillaga velferðarráðs að endurskoðuðu verk- og vinnulagi í sérfræðiþjónustu skóla.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Tillagan er svohljóðandi:
Velferðarráð óskar eftir því við Velferðarsvið að flýta vinnu starfshóps sem er að störfum og hefur m.a. það verkefni að endurskoða verk- og vinnulag í sérfræðiþjónustu skóla sem veitt er af þjónustumiðstöðvum. Verkefni hópsins eru samkvæmt erindisbréfi frá mars 2013 að gera tillögu sem:
1. Feli í sér samræmt vinnulag á milli þjónustumiðstöðva og tryggi jafnræði í þjónustu við börn í Reykjavík .
2. Stuðli með markvissum hætti að bættri þjónustu og geti þar með dregið úr fjölda á biðlista.
3. Styrki forvarnarstarf.
4. Sé í samræmi við áherslur reglugerðar um sérfræðiþjónustu skóla og stefnu Skóla- og frístundasviðs.
Þá óskar velferðarráð eftir að gerð verði úttekt á sérfræðiþjónustu við börn þar sem m.a. væri skoðað verklag þjónustumiðstöðva í sérfræðiþjónustu við börn og verk- og kostnaðarskipting ríkis og sveitarfélaga. í framhaldi af því verði lagðar fram tillögur til úrbóta. Úttektin verði gerð af óháðum aðila.
Tillagan var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:
Gæta verður þess að leggja ekki aðeins áherslu á að bæta innra starf heldur horfa jafnframt til þess að til er þjónusta sem rekin er af öðrum en opinberum aðilum. Með því að horfa á heildarmyndina og nýta samspil allra aðila sem veitt geta slíka sérþjónustu má bæta þann skort á þjónustu sem er til staðar og draga úr myndun biðlista. Einnig væri vert að starfshópurinn skoðaði hvort íbúar sem þurfa á þessari þjónustu að halda fái allar þær upplýsingar um þau úrræði sem bjóðast hvort sem þau eru rekin af hendi hins opinbera eða öðrum og eins fljótt og hægt er.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi Vinstri grænna lýsir yfir áhyggjum af mismunandi biðtíma barna eftir sérfræðiþjónustu skóla eftir hverfum. Það verður að tryggja það að börn í reykvískum skólum sitji við sama borð þegar kemur að sérfræðiþjónustu skóla. Fulltrúinn ítrekar mikilvægi þess að málið verði unnið hratt og fundin lausn sem tryggir öllum börnum sama þjónustustig óháð búsetu. Finna þarf leiðir til að jafna álagið milli þjónustumiðstöðva og tryggja sama þjónustustig. Einnig er mikilvægt að samræða veitingu nýrra þjónustuþátta s.s þjónustu talmeinafræðinga. Fulltrúi Vinstri grænna vill í þessu samhengi benda á að þó svo að þjónusta sé veitt á ákveðinni þjónustumiðstöð geta sérfræðingar auðveldlega starfað á fleiri en einni starfsstöð. Nauðsynlegt er að meta kosti þess að færa til sérfræðinga eftir þörfum hverju sinni og nauðsynlegt að meta kosti þess að hægt sé að færa til sérfræðinga eftir þörfum hverju, frekar en að festa þá niður í ákveðin hverfi. Einnig er mikilvægt að börnum sé veitt aðstoð og greining í námsumhverfi sínu. Auk þess gefur mjög mislangur biðlisti eftir þjónustu tilefni til að skoða hvort endurskoðunar á föstum stöðugildum sérfræðinga á hverri þjónusustumiðstöðvar þurfi við.
3. Lögð fram tillaga Velferðarsviðs um breytingar á tekju og eignamörkum sem tilgreind eru reglum um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur í Reykjavík ásamt breytingum á tekjuviðmiðum á fylgiskjali nr. 1 með reglunum.
Tillagan var samþykkt með sex samhljóða atkvæðum.
Fulltrúi Vinstri grænna sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi bókun:
Nauðsynlegt er að tekjumörk við útreikning húsaleigubóta fylgi almennri þróun tekna og að upphæðir þeirra fylgi þróun leiguverðs. Auk þess vill fulltrúi Vinstri grænna ítreka nauðsyn þess að reglur um sérstakar húsaleigbætur verði endurskoðaðar með það að markmiði að leigjendur njóti sömu réttinda til sérstakra húsaleigubóta óháð því hjá hverjum þeir leigja.
4. Kynnt rekstraruppgjör Velferðarsviðs fyrir janúar – febrúar 2014.
Skrifstofustjóri fjármála og rekstrar gerði grein fyrir málinu.
5. Lögð fram úttekt á innra eftirliti, matseðlum og næringargildi í framleiðslueldhúsinu að Lindargötu 59.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja taka undir það sem fram kemur í skýrslunni að gott væri að innleiða meiri fjölbreytni svo hver og einn hafi kost á að velja af matseðli.
Fulltrúar Samfylkingarinnar og Besta flokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:
Aukin fjölbreytni í mat og val notenda er inni í aðgerðaáætlun Velferðarsviðs sem nýlega var kynnt til að ná fram stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum eldri borgara.
6. Lagður fram undirskriftalisti íbúa Eirborga vegna matarþjónustu í nýju félagsmiðstöðinni í Spönginni.
Formaður velferðarráðs og skrifstofustjóri skrifstofu þjónustu heim gerðu grein fyrir málinu.
Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Aldrei hefur annað staðið til en að veita matarþjónustu í nýrri félagsmiðstöð í Spöng fyrir íbúa Eirborga. Velferðarráð felur Velferðarsviði að tryggja matarþjónustu í nýrri félagsmiðstöð alla daga vikunnar.
7. Lagðar fram til kynningar lykiltölur Velferðarsviðs fyrir janúar - febrúar 2014.
Sviðsstjóri Velferðarsviðs gerði grein fyrir málinu.
8. Lagður fram til kynningar samstarfssamningur við Félag einstæðra foreldra á grundvelli styrkveitingar um þjónustu við einstæða foreldra með lögheimili í Reykjavík.
9. Lagður fram til kynningar samningur við Hugarafl um þjónustu við geðfatlaða einstaklinga með lögheimili í Reykjavík.
10. Reglur um fjárhagsaðstoð.
Velferðarráð lagði fram eftirfarandi tillögu
Í samræmi við forvarnaráherslur nýsamþykktrar utangarðsstefnu leggur velferðarráð til að mótuð verði tillaga að breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð með það að markmiði að þjónustumiðstöðvar fái umboð til að samþykkja fyrirframgreiðslu á húsnæði allt að 300.000 kr. eða tryggingu um greiðslu til þeirra sem fá húsnæði og eru í þeim hópi sem að mati fagfundar er í hættu á að verða utangarðs eða á götunni ella.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 14.18
Björk Vilhelmsdóttir (sign)
Heiða Kristín Helgadóttir (sign) Áslaug María Friðriksdóttir (sign)
Diljá Ásmundadóttir (sign) Sveinn H Skúlason (sign)
Lárus Rögnvaldur Haraldsson (sign) Elín Oddný Sigurðardóttir (sign)