Velferðarráð - Fundur nr. 22

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2005, miðvikudaginn 19. október var haldinn 22. fundur s og hófst hann kl. 12:12 að Tryggvagötu 17. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Marsibil Sæmundsdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Jóna Hrönn Bolladóttir, Jórunn Frímannsdóttir, Marta Guðjónsdóttir og Óttarr Guðlaugsson. Áheyrnarfulltrúi: Heiða Dögg Liljudóttir. Af hálfu starfsmanna: Lára Björnsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Ingunn Þórðardóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf borgarráðs dags. 7. október 2005 um nýjan varamann áheyrnarfulltrúa F-listans í Velferðarráði.

2. Lögð fram fyrstu drög að starfs- og fjárhagsáætlun ársins 2006.
Formaður Velferðarráðs og sviðsstjóri Velferðarsviðs gerðu grein fyrir drögum að starfsáætlun.
Sviðsstjóri Velferðarsviðs lagði fram lykiltölur áranna 2003-2006 og skorkort Velferðarsviðs fyrir árið 2006.
Drög að starfsáætlun með áorðnum breytingum voru samþykkt með fjórum samhljóða atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við atkvæðagreiðsluna

- Óttarr Guðlaugsson vék af fundi kl. 13.20
- Guðrún Ebba Ólafsdóttir mætti á fundinn kl. 13.20.

Skrifstofustjóri rekstrar- og þjónustuúrræða gerði grein fyrir drögum að fjárhagsáætlun.
Drög að fjárhagsáætlun voru samþykkt með fjórum samhljóða atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

3. Lagt fram til kynningar bréf fjármálasviðs Ráðhússins dags. 20. september sl. um endurúthlutun fjárhagsramma 2006 og tölvuskeyti frá fjármálasviði um breytingu á ramma dags. 29. september sl.

4. Lagt fram yfirlit yfir breytingar á gjaldskrám vegna verðlagsbreytinga í félagsstarfi, gjaldskrá vegna veitinga, gjaldskrá í heimaþjónustu og gjaldskrá vegna þjónustugjalda í þjónustuíbúðum aldraðra.
Breytingarnar voru samþykktar með fjórum samhljóða atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

5. Lögð fram drög að reglum um ferðaþjónustu fatlaðra, dags. 10. október 2005.
Formaður Velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Drögin voru samþykkt með áorðnum breytingum með fjórum samhljóða atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

6. Lögð fram drög að reglum um akstursþjónustu eldri borgara, dags. 3. október 2005. Einnig lagt fram bréf Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis, dags. 12. september 2005 og greinargjörð Félags eldri borgara dags. 28. september 2005.
Drögin voru samþykkt samhljóða.

Velferðarráð lagði fram eftirfarandi bókun:
Velferðarráð fagnar nýjum reglum um akstursþjónustu eldri borgara og telur að akstursþjónusta muni skipta sköpum fyrir eldri borgara í Reykjavík. Með tilkomu akstursþjónustunnar er þeim eldri borgurum, sem ekki geta nýtt sér almenningssamgöngur, gert kleift að búa lengur heima en nýta sér jafnframt skipulagt félagsstarf, endurhæfingu og læknisþjónustu.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka jafnframt undir greinargjörð Félags eldri borgara. Ennfremur fögnum við því að ákveðið hafi verið að kanna í ljósi reynslunnar hvort rétt teljist að bjóða út rekstur akstursþjónustunnar.

7. Lögð fram áætluð kostnaðaráhrif á nýjar reglur fyrir Ferðaþjónustu fatlaðra og akstursþjónustu eldri borgara ásamt greinargerð skrifstofustjóra rekstrar- og þjónustuúrræða.
Jafnframt var lögð fram tillaga skrifstofustjóra rekstrar- og þjónustuúrræða varðandi reynslutíma í akstursþjónustu eldri borgara.
Tillagan var samþykkt samhljóða.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúar Sjálfstæðisfloks í Velferðarráði leggja til að kannað verði hvort bjóða eigi út ferðaþjónustu fatlaðra.

Umræðum um tillöguna frestað til næsta fundar.

Fundi slitið kl. 14.20

Björk Vilhelmsdóttir
Marsibil Sæmundsdóttir Jóna Hrönn Bolladóttir Stefán Jóhann Stefánsson Guðrún Ebba Ólafsdóttir Jórunn Frímannsdóttir Marta Guðjónsdóttir