Velferðarráð - Fundur nr. 226

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2013, fimmtudaginn 7. nóvember var haldinn 226. fundur s og hófst hann kl. 12.48 að Borgartúni 12-14. Mætt: Heiða Kristín Helgadóttir, Diljá Ámundadóttir, Sverrir Bollason, Lárus R. Haraldsson, Áslaug María Friðriksdóttir, Sveinn H. Skúlason og Þorleifur Gunnlaugsson. Af hálfu starfsmanna; Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hulda Dóra Styrmisdóttir, Hörður Hilmarsson, Aðalbjörg Traustadóttir og Valgerður Sveinbjörnsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram að nýju tillaga fjármálastjóra Velferðarsviðs vegna fjármögnunar á niðurgreiðslu strætisvagnagjalda fyrir aldraða og öryrkja, greinargerð fylgir. Ennfremur lögð fram umsögn fjármálastjóra borgarinnar sbr. samþykkt velferðarráðs frá 5. september sl.: Velferðarráð vísar því til borgarráðs að samþykkja auknar fjárheimildir til þess að veita strætisvagnaþjónustu á afsláttarkjörum. Enda er velferðarráð ekki aðili að þessari ákvörðun. Mikil aukning hefur orðið á notkun Strætó undanfarin misseri í samræmi við stefnumörkun Reykjavíkurborgar um samgöngumál. Þá hefur gjaldskrá Strætó hækkað ár frá ári. Kostnaðarauki þessi er því að mörgu leyti af góðu kominn og í fullkomnu samræmi við þá stefnu sem mörkuð hefur verið. Ekki verður þó séð að eðlilegt sé að Velferðarsvið taki á sig kostnaðarauka sem af þessu hefur hlotist.

2. Lögð fram að nýju tillaga fjármálastjóra Velferðarsviðs vegna ferðaþjónustu fatlaðs fólks árið 2013. Ennfremur lögð fram umsögn fjármálastjóra borgarinnar sbr. samþykkt velferðarráðs frá 22. ágúst sl.: Velferðarráð vísar því til borgarráðs að samþykkja auknar fjárheimildir til þess að að greiða fyrir ferðaþjónustu fatlaðs fólks og akstursþjónustu aldraðra. Vakin var athygli á að kostnaður væri vanáætlaður á yfirstandandi ári eins og nú er orðið ljóst og við því þarf að bregðast. Nú hyllir undir lausn á árvissri vanáætlun á kostnaði vegna ferða- og akstursþjónustu með undirbúningi útboðs á vegum SSH sem tekur á fjármögnun þjónustunnar til lengri tíma.

3. Lögð fram að nýju tillaga að forvarnarstefnu Reykjavíkurborgar 2013 – 2017 sbr. samþykkt velferðarráðs frá 17. mars 2011. Ennfremur lagðar fram umsagnir fagráða sbr. samþykkt velferðarráðs frá 22. ágúst 2013. Velferðarráð samþykkti tillöguna samhljóða.

4. Lagt fram minnisblað um stöðu verkefna hjá Velferðarsviði samkvæmt framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks. Sviðsstjóri og skrifstofustjóri velferðarmála gerðu grein fyrir málinu. Velferðarráð samþykkti samhljóða að senda minnisblaðið til hagsmunasamtaka í málefnum fatlaðs fólks til upplýsinga.

5. Lagt fram minnisblað um þróun í málaflokk fatlaðs fólks hjá Velferðarsviði frá yfirfærslu málaflokksins frá 1. janúar 2011. Sviðsstjóri og skrifstofustjóri velferðarmála gerðu grein fyrir málinu. Velferðarráð samþykkti samhljóða að senda minnisblaðið til hagsmunasamtaka í málefnum fatlaðs fólks til upplýsinga.

6. Lagt fram yfirlit um þróun kostnaðar og tekna í málefnum fatlaðs fólks. Skrifstofustjóri fjármála og rekstrar gerði grein fyrir málinu.

Sverrir Bollason vék af fundi kl. 13.55.

7. Lagt fram bréf frá Velferðarráðuneytinu dags. 4. nóvember 2013 varðandi móttöku flóttafólks 2013 og 2014. Velferðarráð samþykkti samhljóða að ganga til samstarfs um verkefnið.

8. Lagt fram minnisblað aðgerðateymis um fjárhagsaðstoð og atvinnuleysi október 2013. Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.

9. Kynnt bókhaldstaða janúar til ágúst 2013. Skrifstofustjóri fjármála og rekstrar gerði grein fyrir málinu.

10. Lagt fram til kynningar yfirlit yfir innkaup Velferðarsviðs sbr. 3. mgr. 37. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar. Skrifstofustjóri fjármála og rekstrar gerði grein fyrir málinu.

11. Lagt fram til kynningar minnisblað sviðsstjóra, sem lagt var fram á fundi borgarráðs 24.október sl., um niðurstöðu fundar með heilbrigðisráðherra 9. október sl. um uppbyggingu hjúkrunarheimila ásamt bókunum borgarráðs um málið. Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.

12. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 24. október s.l., þar sem óskað er umsagnar velferðarráðs um tillögu stýrihóps borgarráðs um innleiðingu húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar, dags. 14. október 2013, um nýju Reykjavíkurhúsin – samstarf um uppbyggingu leiguhúsnæðis, ásamt fylgigögnum. Samþykkt var að vísa málinu til frekari vinnslu á Velferðarsviði.

13. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 24. október s.l., þar sem óskað er umsagnar velferðarráðs um tillögu stýrihóps borgarráðs um innleiðingu húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar, dags. 14. október 2013, um eigendastefnu fyrir Félagsbústaði hf. Samþykkt var að vísa málinu til frekari vinnslu á Velferðarsviði.

14. Lagt fram til kynningar minnisblað sviðsstjóra Velferðarsviðs dags. 9. október 2013 vegna þróunar samskipta ríkis og Reykjavíkurborgar, skörun verksviða og grá svæði. Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.

15. Skipan starfshóps velferðarráðs um styrki og þjónustusamninga, sbr. reglur velferðarráðs um styrkúthlutanir. Málinu er frestað til næsta fundar.

16. Lagt fram bréf Landssamtakanna Þroskahjálpar dags. 17. október s.l. um ályktanir sem samþykktar voru á þingi samtakanna 11. og 12. október s.l.

17. Betri Reykjavík, banna bíla sem eru skreyttir með áfengisauglýsingum. Lögð fram efsta hugmynd í velferðarflokki á Betri Reykjavík 30. september s.l. Málinu er frestað til næsta fundar.

18. Lagður fram til kynningar samningur Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða f.h. Velferðarsviðs og Samhjálpar um rekstur Gistiskýlisins.

19. Lagður fram til kynningar samningur Velferðarsviðs og Fjölskylduhjálpar Íslands um aðstoð við fólk í erfiðleikum sbr. samþykkt velferðarráðs frá 17. janúar 2013.

Fundi slitið kl. 15.06

Heiða Kristín Helgadóttir (sign)

Diljá Ámundadóttir (sign) Lárus R. Haraldsson (sign)
Áslaug María Friðriksdóttir (sign) Sveinn H. Skúlason (sign)
Þorleifur Gunnlaugsson (sign)