Velferðarráð - Fundur nr. 220

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2013, fimmtudaginn 12. september var haldinn 220. fundur s og hófst hann kl. 12.45 að Borgartúni 12-14. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Sverrir Bollason, Diljá Ámundadóttir, Jórunn Frímannsdóttir, Sveinn H. Skúlason og Þorleifur Gunnlaugsson. Af hálfu starfsmanna; Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hulda Dóra Styrmisdóttir, Hörður Hilmarsson, Óskar Dýrmundur Ólafsson og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Fjárhagsáætlun 2014.
Formaður velferðarráðs og sviðsstjóri gerðu grein fyrir málinu.
Skrifstofustjóri fjármála og rekstrar kynnti tillögu, ásamt greinargerð, að ramma Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014.

Heiða Kristín Helgadóttir tók sæti á fundinum kl.13.12.

Afgreiðslu málsins er frestað.

Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
Fulltrúi Vinstri grænna í velferðarráði óskar eftir upplýsingum um það hvort, í fyrirhugaðri fjarhagsáætlun Velferðarsviðs, sé reiknað með þjónustuskerðingu á einhverjum sviðum í velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar.

2. Lagðar fram tillögur að breytingu á eftirfarandi gjaldskrám. Greinargerð fylgir.
Skrifstofustjóri fjármála og rekstrar og formaður velferðarráðs kynntu tillögurnar.
a) Gjaldskrá fyrir veitingar.
b) Gjaldskrá í félagsstarfi.
c) Gjaldskrá fyrir þjónustugjöld í íbúðum aldraðra.
d) Gjaldskrá í heimaþjónustu.
e) Gjaldskrá fyrir þjónustugjöld í Foldabæ.
f) Gjaldskrá vegna leigu/dvalargjalds í sértækum búsetuúrræðum.
g) Gjaldskrá vegna greiðslna til stuðningsfjölskyldna og útlagðs kostnaðar vegna dvalar hjá stuðningsfjölskyldu.
h) Gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðs fólks.
i) Gjaldskrá fyrir akstursþjónustu eldri borgara.
j) Gjaldskrá fyrir leigu á sölum og fleira.

Afgreiðslu málsins er frestað.

3. Sumarlokun félagsmiðsstöðvar: Lögð fram bókun notendaráðs í Hæðargarði 31.

Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi tillögu ásamt greinargerð:
Fulltrúi Vinstri grænna leggur til að sumarlokun félagsmiðstöðvarinnar að Hæðargarði 31 sem verið hefur undanfarin tvö ár verði aflétt og framvegis verði afgreiddur matur og síðdegiskaffi allt árið eins og gert er í félagsmiðstöðinni að Hvassaleiti 56 - 58.

Málinu er frestað til næsta fundar.

4. Lagðar fram lykiltölur janúar – júlí 2013.

Fundi slitið kl. 13.55

Björk Vilhelmsdóttir (sign)
Heiða Kristín Helgadóttir Sverrir Bollason
Diljá Ámundadóttir Jórunn Frímannsdóttir
Sveinn H. Skúlason Þorleifur Gunnlaugsson