No translated content text
Velferðarráð
SAMSTARFSNEFND UM LÖGGÆSLUMÁLEFNI
Ár 2006, föstudaginn 8. september, var haldinn 20. fundur samstarfsnefndar um löggæslumálefni. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru Helga Kristín Auðunsdóttir, Ingimundur Einarsson og Geir Jón Þórisson.
Fundarritari var Gunnar Eydal.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 23. júní sl., þar sem tilkynnt er að eftirtaldir fulltrúar hafi verið kosnir í nefndina á fundi borgarstjórnar 20. s.m.:
Helga Kristín Auðunsdóttir, formaður
Dofri Hermannsson
Til vara:
Helga Árnadóttir
Sigrún Elsa Smáradóttir
Af hálfu lögreglu eiga Ingimundur Einarsson og Geir Jón Þórisson sæti í nefndinni.
2. Rætt um ofbeldisverk á götum og viðbrögð við þeim og varnir.
3. Menningarnótt.
Farið yfir reynsluna af menningarnótt í ágúst. Hátíðin heppnaðist mjög vel að mati lögreglu en vandamál varð að hátíð lokinni. Rætt um möguleikan á að flytja menningarnótt yfir á sunnudag.
4. Rætt um hertar aðgerðir gegn sóðaskap í borginni. Lögreglan mun vekja athygli á heimasíðu sinni á, að nú geti það varðað viðurlögum að henda frá sér rusli á almannafæri.
5. Umferðarmál í Bryggjuhverfi.
Lögreglan vekur athygli á að umferðarmál í Bryggjuhverfi væru í ólestri vegna þriggja eignaraðila að götum, þ.e. borgin, íbúar og Björgun hf. Sama á við um götulýsingu.
6. Rætt um málefni útlendinga m.a. um leiðir til að koma upplýsingum á framfæri um lög og reglur.
7. Rætt um meinta starfsemi nýrra næturklúbba í Reykjavík.
Ákveðið að fastur fundartími nefndarinnar verði þriðja föstudag í mánuði kl. 12.00.
Fundi slitið kl. 13.15.
Helga Kristín Auðunsdóttir
Ingimundur Einarsson Geir Jón Þórisson