No translated content text
Velferðarráð
VELFERÐARRÁÐ
Ár 2013, fimmtudaginn 7. mars var haldinn 208. fundur s og hófst hann kl. 11.40 að Borgartúni 12-14.
Mætt af hálfu velferðarráðs: Björk Vilhelmsdóttir, Sverrir Bollason, Karl Sigurðsson, Diljá Ámundadóttir, Hildur Sverrisdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson.
Mætt af hálfu starfsmanna: Stella K. Víðisdóttir, Hörður Hilmarsson, Hulda Dóra Styrmis-
dóttir, Birna Sigurðardóttir, Sigþrúður Arnardóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram að nýju drög að reglum um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) ásamt minnisblaði og kostnaðarmati Velferðarsviðs. Enn fremur lagðar fram umsagnir Öryrkjabandalags Íslands, Landssamtakanna Þroskahjálpar og NPA-miðstöðvarinnar.
Velferðarráð samþykkir að fela fulltrúum úr ráðinu og embættismönnum á Velferðar-
sviði að vinna úr umsögnunum og koma með tillögur til afgreiðslu fyrir næsta fund ráðsins þann 21. mars n.k.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúi Vinstri grænna leggur til að meirihluti velferðarráðs taki vel í athugasemdir
hagsmunaaðilanna og að sótt verði eftir því við borgarráð að nægjanlegt fjármagn fáist
til að allir umsækjendur fá notendastýrða persónulega aðstoð (NPA).
Afgreiðslu tillögunnar er frestað.
2. Lögð fram að nýju tillaga Velferðarsviðs vegna breytinga á tekju- og eignamörkum félagslegra leiguíbúða og sérstakra húsaleigubóta hjá Reykjavíkurborg og breytingar á tekjuviðmiðum á matsblaði. Enn fremur lagt fram bréf velferðarráðuneytisins dags. 12. febrúar 2013 um breytingu á reglugerð um lánveitingar til leiguíbúða, ráðstöfun þeirra og rekstur nr. 873/2001.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi tillögu: Greinargerð fylgir.
Fulltrúi Vinstri grænna í velferðarráði leggur til að Reykjavíkurborg fari að fyrirmælum velferðarráðuneytisins frá 12. febrúar s.l. um tekju og eignamörk vegna félagslegra leiguíbúða.
Afgreiðslu málsins er frestað.
3. Lögð fram tillaga Velferðarsviðs 7. mars 2013 vegna tillögu um breytingu á áfanga-heimilinu að Byggðarenda í búsetukjarna fyrir fólk með geðfötlun og þroskafrávik. Greinargerð fylgir sem trúnaðargagn.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.
Samþykkt samhljóða.
4. Betri Reykjavík. Að taka tillit til sameiginlegs forræðis einstæðra foreldra.
Lögð fram að nýju efsta hugmynd í velferðarflokki á Betri Reykjavík frá 31.desember 2012 um að taka tillit til sameiginlegs forræðis einstæðra foreldra.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Besta flokksins og Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:
Velferðarráð þakkar fyrir ábendingu af Betri Reykjavík þar sem því er beint til Velferðarsviðs að taka tillit til sameiginlegs forræðis og jafnrar umgengni foreldra m.a. við greiðslur á sérstökum húsaleigubótum. Mikilvægt er að vinna að bættum réttindum foreldra með sameiginlega forsjá og barna þeirra. Undanfarna mánuði hefur starfshópur á vegum velferðarráðuneytisins unnið að undirbúningi húsnæðisbóta sem væntanlega koma í stað húsaleigubóta og vaxtabóta. Áætlað er að húsnæðisbætur verði teknar upp um næstu áramót. Hluti af þessu breytingaferli felur í sér að sveitarfélög vinni að samræmingu á reglum um sérstakar húsaleigubætur. Skv. reglum Reykjavíkurborgar um félagslegt leiguhúsnæði og sérstakar húsaleigubætur er tekið tillit til umsækjenda sem eiga börn sem ekki hafa hjá þeim lögheimili við greiningu og mat á þörf fyrir úrræðin. Þannig getur umsækjandi um félagslegt leiguhúsnæði sem á barn sem ekki er með lögheimili hjá viðkomandi sótt um 3ja herbergja íbúð vegna umgengni. Hins vegar er rétt að greiðslur sérstakra húsaleigubóta taka ekki tillit til barna sem ekki hafa lögheimili hjá umsækjenda. Ofangreind ábending er gott innlegg inn í þá breytingavinnu sem framundan er á sérstökum húsaleigubótum og verður ábendingunni beint í þá vinnu.
5. Betri Reykjavík. Barna og fjölskyldustefna Vesturbæjar.
Lögð fram að nýju efsta hugmynd í velferðarflokki á Betri Reykjavík frá 31. janúar 2013 um barna og fjölskyldustefnu Vesturbæjar. Lögð fram tillaga að bókun velferðarráðs.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Velferðarráð samþykkti samhljóða eftirfarandi bókun:
Velferðarráð þakkar fyrir ábendingu af Betri Reykjavík þar sem því er beint til Velferðarsviðs að mótuð verði barna og fjölskyldustefna fyrir Vesturbæ í framhaldi af skólaþingi í Vesturbæ. Núverandi samvinna og samstarf þeirra sem láta sig málefni barna í Vesturbæ varða er geysimikilvægur þáttur í að hlúa að umhverfi barna í hverfinu eins og í öðrum hverfum Reykjavíkur skýr stefna, mótuð með þátttöku íbúa, stuðlar að enn frekari styrkingu slíks samstarfs og áherslu á barnvænt samfélag. Er ábendingunni vísað til Þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar til frekari skoðunar og úrvinnslu.
Fundi slitið kl. 12.55
Björk Vilhelmsdóttir (sign)
Sverrir Bollason (sign) Karl Sigurðsson (sign)
Diljá Ámundadóttir (sign) Hildur Sverrisdóttir (sign)
Þorleifur Gunnlaugsson (sign)