No translated content text
Velferðarráð
VELFERÐARRÁÐ
Ár 2013, þriðjudaginn 7. febrúar var haldinn 204. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13.05 að Borgartúni 12-14.
Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Sverrir Bollason, Karl Sigurðsson, Áslaug María Friðriksdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson.
Af hálfu starfsmanna; Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hulda Dóra Styrmisdóttir, Hörður Hilmarsson, Sigþrúður Arnardóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram skilagrein starfshóps um nýja atvinnumáladeild ásamt erindisbréfi starfshópsins.
Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.
Jórunn Frímannsdóttir tók sæti á fundinum kl. 13.10
2. Lagður fram samningur velferðarráðuneytisins og Reykjavíkurborgar um móttöku, aðstoð og stuðning við hóp flóttafólks á tímabilinu 2012-2013.
Skrifstofustjóri skrifstofu sviðsstjóra gerði grein fyrir málinu.
3. Lögð fram auglýsing innanríkisráðuneytisins um leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitarstjórna.
Forstöðumaður lögfræðiskrifstofu gerði grein fyrir málinu.
4. Hvatningarverðlaun velferðarráðs fyrir árið 2012 – skipun valnefndar.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Heiða Kristín Helgadóttir tók sæti á fundinum kl. 13.25.
Samþykkt var að Björk Vilhelmsdóttir og Jórunn Frímannsdóttir verði fulltrúar velferðarráðs í valnefndinni.
5. Lagt fram minnisblað Velferðarsviðs um lausn á bráðavanda í málefnum fatlaðs fólks varðandi búsetu.
Sviðsstjóri og skrifstofustjóri velferðarmála gerðu grein fyrir málinu.
Jórunn Frímannsdóttir vék af fundi kl.13.38.
Marta Guðjónsdóttir tók sæti á fundinum kl. 13.38.
6. Lagt fram minnisblað Velferðarsviðs um innheimtu fæðisgjalda í dagþjónustu fyrir fatlað fólk samkvæmt bókun velferðarráðs frá 12. janúar 2012.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Lögð var fram svohljóðandi bókun velferðarráðs:
Velferðarráð samþykkir að ekki verði tekið fæðisgjald í dagþjónustu fyrir fatlað fólk að svo stöddu.
7. Lögð fram áfangaskýrsla um Dagsetur Hjálpræðishersins fyrir árið 2012.
Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.
Marta Guðjónsdóttir vék af fundi kl 14.45.
8. Lagt fram samkomulag Velferðarsviðs og SÁÁ dags. 21. desember sl. um áframhaldandi rekstur á búsetuúrræðinu Vin. Ennfremur lagt fram samkomulag dags. 28. desember sl. um rekstrarstyrk velferðarráðuneytisins til Velferðarsviðs um rekstur búsetuúrræðisins Vinjar.
Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.
9. Lögð fram stöðuskýrsla I, dags. 24. janúar 2013, um Geðheilsustöð Breiðholts. Enn fremur lagt fram minnisblað forstöðumanns Heimaþjónustu Reykjavíkur dags. 4. febrúar 2013.
Berglind Magnúsdóttir, forstöðumaður Heimaþjónustu Reykjavíkur, tók sæti á fundinum undir þessum lið og kynnti skýrsluna.
10. Lögð fram skýrsla og kynnt vinna í tilraunaverkefni í kynjaðri fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2012 um þjónustu Velferðarsviðs við utangarðsfólk og í félagsstarfi. Enn fremur lögð fram hugmynd að verkefni í kynjaðri fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2014.
Birna Sigurðardóttir, verkefnisstjóri á Velferðarsviði og Unnur Halldórsdóttir, rekstrarstjóri á Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, tóku sæti á fundinum undir þessum lið og kynntu skýrsluna.
11. Lögð fram eftirfarandi tillaga borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna frá fundi borgarráðs 31.janúar sl. þar sem samþykkt var að vísa henni til umsagnar velferðarráðs.
Borgarráð samþykkir að atvinnulausir Reykvíkingar og þeir sem njóta fjárhagsaðstoðar hjá Reykjavíkurborg fái áframhaldandi endurgjaldslausan aðgang að sundstöðum borgarinnar og frítt bókasafnskort út árið 2013. Greinargerð fylgir.
Enn fremur lagt fram mat á kostnaði vegna sundferða og bókasafnsskírteina atvinnulausra og einstaklinga með fjárhagsaðstoð 2013.
Samþykkt með fimm atkvæðum gegn einu að veita jákvæða umsögn um tillöguna.
12. Lagt fram svar við eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Vinstri grænna frá fundi velferðarráðs þann 7. janúar sl.
Þar sem verið er að hækka almennar húsaleigubætur í skrefum á árinu og lækka margföldunarstuðul sérstakra húsaleigubóta er spurt hvernig útkoman er fyrir borgina á ársgrundvelli miðað við stöðuna 1. júlí.
13. Lagt fram svar við eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Vinstri grænna frá fundi velferðarráðs 7. janúar sl.
Á fundi velferðarráðs 6. desember sl. þegar umrædd tillaga meirihlutans var lögð fram lagði fulltrúi Vinstri grænna til að Neytendasamtökin sem hagsmunagæsluaðili leigjenda og Öryrkjabandalagið fengju tillögurnar og útfærslur þeirra til umsagnar áður en þær yrðu lagðar fyrir ráðið til afgreiðslu.
Meirihlutinn brást við með eftirfarandi bókum: „Tillagan ásamt greinargerð, dæmum og bókunum verður send til umsagnar Neytendasamtakanna og Öryrkjabandalags Íslands.“
Á yfirstandandi fundi stendur til að klára málið en ekki hefur verið leitað umræddra umsagna eins og heitið hafði verið. Fulltrúi Vinstri grænna óskar eftir skýringum á þessu.
Fundi slitið kl. 16.00
Björk Vilhelmsdóttir (sign)
Áslaug María Friðriksdóttir (sign) Karl Sigurðsson (sign)
Sverrir Bollason (sign) Þorleifur Gunnlaugsson (sign)