No translated content text
Velferðarráð
VELFERÐARRÁÐ
Ár 2012, fimmtudaginn 18. október var haldinn 196. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 12.45 að Borgartúni 12-14. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Heiða Kristín Helgadóttir, Páll Hjalti Hjaltason, Áslaug María Friðriksdóttir, Ingibjörg Óðinsdóttir og Elín Sigurðardóttir.
Af hálfu starfsmanna; Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hörður Hilmarsson, Hulda Dóra Styrmisdóttir, Aðalbjörg Traustadóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram að nýju drög að starfsáætlun Velferðarsviðs fyrir árið 2013.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.
Sverrir Bollason tók sæti á fundinum kl. 13.05.
Starfsáætlunin var samþykkt með fjórum samhljóða atkvæðum.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Samfylkingarinnar og Besta flokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:
Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar vill þakka fyrir víðtæka og metnaðarfulla starfsáætlun Velferðarsviðs. Starfsáætlunin ber með sér hversu Velferðarsvið sinnir víðtækri þjónustu við marga borgarbúa. Það er von okkar að þetta plagg nýtist vel í þeirri vinnu sem framundan er og hjálpi til við að stilla saman strengi, þannig að öll þjónusta borgarinnar dansi í takt.
2. Lagt fram minnisblað vegna samninga við Samhjálp um rekstur Gistiskýlis og Reykjavíkurdeild Rauða Kross Íslands vegna Konukots.
Sviðsstjóri og forstöðumaður lögfræðiskrifstofu gerðu grein fyrir málinu.
3. Lagðar fram og kynntar eftirfarandi rannsóknir og skýrslur um málefni utangarðsfólks;
• Kortlagning á fjölda og högum utangarðsfólks í Reykjavík, september 2012.
• Kortlagning á þörfum og vilja utangarðsfólks í Reykjavík.
• Stöðumat á stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum utangarðsfólks á árunum 2008 til 2012.
Erla Björg Sigurðardóttir, verkefnisstjóri á Velferðarsviði, kom á fundinn og kynnti niðurstöðurnar.
Samþykkt var að vísa málinu til starfshóps sem vinnur að nýrri stefnu í málefnum utangarðsfólks.
4. Lögð fram úttekt á stöðu breytinga á félagsstarfi Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar ásamt minnisblaði um stöðu breytinga í félagsstarfi Velferðarsviðs.
Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu og Erla Björg Sigurðardóttir, verkefnisstjóri á Velferðarsviði, kynnti niðurstöður úttektarinnar.
Páll Hjalti Hjaltason vék af fundi kl.15.08
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi tillögu :
Velferðarráð leggur til að úttekt á stöðu breytinga á félagsstarfi Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar verði kynnt Félagi eldri borgara og niðurstöður ræddar við þann hóp.
Tillagan var samþykkt með sex samhljóða atkvæðum.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi Vinstri grænna í velferðarráði fagnar aukinni áherslu Velferðarsviðs á valdeflingu notenda félagsmiðstöðva Reykjavíkurborgar. Notendur virðast almennt ánægðir með þjónustu þeirra sem endurspeglast í því að flestir heimsækja þær reglulega. Fulltrúin telur hinsvegar brýnt að ekki sé talað um “valdeflingu” notenda félagsmiðstöðva, þegar aðaláherslan virðist vera á niðurskurð og sparnað í þjónustu félagsmiðstöðvanna. Mikilvægt er að trygga aðgengi að félagsstarfi óháð efnahag, það má ekki verða þannig að hinir efnameiri verði þeir einir sem geti “keypt” sér slíka þjónustu. Mikilvægt er að skoða einnig kjör leiðbeinanda og starfsöryggi þeirra til að tryggja samfellu í jafn mikilvægt starf og starfssemi félagsmiðstöða er, sérstaklega fyrir stóran hóp eldri borgara í Reykjavík.
Heiða Kristín Helgadóttir vék af fundi kl.15.25.
5. Lagt fram svar við fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins varðandi félagsstarf frá 188. fundi velferðarráðs þann 22. maí s.l.
6. Lagt fram minnisblað aðgerðateymis um barnavernd, október 2012.
Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.
Fundi slitið kl.15.40
Björk Vilhelmsdóttir
Sverrir Bollason Áslaug María Friðriksdóttir
Ingibjörg Óðinsdóttir Elín Sigurðardóttir