No translated content text
Velferðarráð
VELFERÐARRÁÐ
Ár 2012, föstudaginn 21. september var haldinn 193. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 9.12 að Borgartúni 12-14. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Heiða Kristín Helgadóttir, Sverrir Bollason, Páll Hjalti Hjaltason, Jórunn Frímannsdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson. Af hálfu starfsmanna: Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hulda Dóra Styrmisdóttir, Hörður Hilmarsson, Birna Sigurðardóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Kynnt ársskýrsla Velferðarsviðs 2011.
Sviðsstjóri kynnti ársskýrslu Velferðarsviðs.
Guðmundur Sigmarsson, verkefnisstjóri á Velferðarsviði, sat fundinn undir þessum lið.
2. Lögð fram og kynnt úttekt á fjárhagsaðstoð samkvæmt reglum Reykjavíkurborgar og rýnihópsrannsókn á upplifun fólks sem þiggur fjárhagsaðstoð til framfærslu í Reykjavík. Ennfremur lagt fram minnisblað Velferðarsviðs.
Áslaug María Friðriksdóttir tók sæti á fundinum kl. 9.40.
Erla Björg Sigurðardóttir, verkefnisstjóri á Velferðarsviði, kom á fundinn og kynnti úttektina.
Ásdís Arnalds frá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands kom á fundinn og kynnti rýnihópsrannsóknina.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúi Vinstri grænna í velferðarráði þakkar greinargóðar upplýsingar. Í úttekt á fjárhagsaðstoð kemur fram að „árið 2010 átti sér sú breyting stað á 11.gr. að einstaklingar þyrftu að reka sitt eigið heimili til að geta fengið fulla grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar.“ Þar með var grunnfjárhæð lækkuð til stórs hluta hópsins. Enn fremur kemur fram að „árið 2011 var greininni enn frekar breytt en þá fólu breytingarnar í sér að grunnfjárhæð til einstæðra foreldra sem reka ekki sitt eigið heimili var lækkuð úr 149.000 krónum í 125.540 krónur á mánuði.“ Ennfremur kemur fram að verið er að beita skerðingum á grunnfjárhæð til margra einstaklinga
Samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitafélaga nr. 40/1991 þurfa reglur um fjárhagsaðstoð meðal annars að tryggja fjárhagslegt öryggi og stuðla að velferð íbúa á grundvelli samhjálpar. Því er lagt til að utanaðkomandi aðili verði fenginn til að gera könnun á því hvernig skjólstæðingum borgarinnar gengur að lifa á fjárhagsaðstoðinni og hvort fjárhagslegt öryggi sé tryggt.
Afgreiðslu tillögunnar er frestað.
3. Fjárhagsáætlun 2013.
Sviðsstjóri og skrifstofustjóri fjármála og rekstrar kynntu fjárhagsáætlun fyrir árið 2013.
Jórunn Frímannsdóttir vék af fundi kl.11.50.
4. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar, Besta flokksins og Sjálfstæðisflokks frá fundi velferðarráðs 6. september s.l. varðandi fjárhagsaðstoð.
5. Lagðar fram til kynningar umsagnir Öryrkjabandalags Íslands dags 17. september s.l. og NPA miðstöðvarinnar dags. 18. september s.l. um drög að reglum um notendastýrða persónulega aðstoð.
Velferðarráð vísar umsögnunum inn í vinnu Velferðarsviðs við gerð reglna um notendastýrða persónulega aðstoð.
6. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Vinstri grænna frá fundi velferðarráðs 21. júní s.l. um notendastýrða persónulega aðstoð.
7. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Vinstri grænna frá fundi velferðarráðs 6. september s.l. um upplýsingar um biðlista vegna búsetuúrræða fyrir fatlað fólk.
Fundi slitið kl. 12.13
Björk Vilhelmsdóttir
Heiða Kristín Helgadóttir Sverrir Bollason
Páll Hjalti Hjaltason Áslaug Friðriksdóttir
Þorleifur Gunnlaugsson