No translated content text
Velferðarráð
Ár 2012, fimmtudaginn 26. apríl var haldinn 186. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 12.40 að Borgartúni 12-14. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Heiða Kristín Helgadóttir, Diljá Ámundadóttir, Áslaug María Friðriksdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson.Af hálfu starfsmanna: Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hörður Hilmarsson, Hulda Dóra Styrmisdóttir, Birna Sigurðardóttir, Sigtryggur Jónsson og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Mánaðarlegt rekstraryfirlit janúar – febrúar 2012.
Skrifstofustjóri fjármála og rekstrar gerði grein fyrir málinu.
Geir Sveinsson tók sæti á fundinum kl. 12.45.
2. Lykiltölur janúar – febrúar 2012.
Starfandi sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.
3. Lagðir fram til kynningar samningar við eftirtalda aðila, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 16. febrúar sl.; Umsjónarfélag einhverfra, Geðhjálp og Stígamót.
4. Lagðir fram til kynningar samningar við Námsflokka Reykjavíkur.
5. Umsögn Velferðarsviðs um frumvarp til laga um breytingu á lögum um félagslega aðstoð nr. 99/2007 lögð fram til kynningar.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
6. Lögð fram til kynningar framvinda starfsáætlunar Velferðarsviðs 2012.
Starfandi sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.
Bjarni Karlsson tók sæti á fundinum kl. 13.05.
7. Lagt fram til kynningar minnisblað með tillögu að nýjum reglum stuðningsþjónustu.
Jafnframt lögð fram drög að nýjum reglum um stuðningsþjónustu.
Jóna Rut Guðmundsdóttir, verkefnastjóri á Velferðarsviði, kom á fundinn og gerði grein fyrir málinu. Afgreiðslu málsins er frestað.
8. Umræða um nauðungarvistun einstaklinga sbr. samþykkt velferðarráðs frá fundi 29. mars s.l. Lagt fram minnisblað forstöðumanns lögfræðiskrifstofu dags. 10. apríl 2012 um framkvæmd nauðungarvistana. Umræður fóru fram og málið verður tekið aftur á dagskrá ráðsins í haust.
9. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Vinstri grænna frá fundi velferðarráðs frá 15. mars s.l. Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi bókun:
Að mati fulltrúa Vinstri grænna er það óyggjandi að innkaupareglur borgarinnar hafi verið brotnar þegar samið var við Samhjálp um 21#PR hækkun vegna reksturs Gistiskýlisins fyrir árið 2012. Í innkaupareglum segir að heimilt sé að veita undanþágu frá útboðsskyldu en í 13 gr. reglnanna segir þó að „skylt er að afla samþykkis innkauparáðs um fyrirhuguð innkaup á þjónustu birta skal auglýsingu á vefsvæði Reykjavíkurborgar um verkefnið og auglýsa eftir áhugasömum aðilum til að taka það að sér. Leita skal umsagnar innkaupaskrifstofu um auglýsinguna áður en hún er birt.“Velferðarsvið leitaði hvorki samþykkis innkauparáðs né auglýsti eftir áhugasömum þrátt fyrir að hafa skömmu áður farið nákvæmlega eftir umræddum verkferlum í tilfelli Konukots, fengið heimild innkauparáðs og auglýst eftir áhugasömum. Að varpa sökinni á starfshóp um utangarðsfólk stenst ekki skoðun. Hópurinn átti að fara yfir þjónustu við utangarðsfólk og að sjálfsögðu tilheyra bæði neyðarskýli borgarinnar, Gistiskýlið og Konukot, þeim málaflokki. Því er einnig vísað til föðurhúsanna að réttlætanlegt hafi verið að brjóta innkaupareglur borgarinnar vegna þess að samningurinn við Samhjálp gilti í stuttan tíma. Samningurinn vegna Gistiskýlisins er í 11 mánuði en samningurinn vegna Konukots er í 12 mánuði. Þessi litli munur réttlætir ekki það að farið sé á svig við reglur. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna hefur leitað álits borgarlögmanns á málinu og í framhaldi af úrskurði hans verður því væntanlega vísað til innkauparráðs og eftir atvikum til Innri endurskoðunar borgarinnar og áframhaldandi umfjöllunar í velferðarráði.
Fulltrúar Samfylkingarinar og Besta flokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:
Meirihluti velferðarráðs ákveður að bíða eftir svari borgarlögmanns áður en hann svarar bókuninni efnislega.
10. Lögð fram fundaáætlun velferðarráðs til loka árs.
Fundi slitið kl.15.05
Björk Vilhelmsdóttir
Heiða Kristín Helgadóttir Diljá Ámundadóttir
Áslaug María Friðriksdóttir Bjarni Karlsson
Geir Sveinsson Þorleifur Gunnlaugsson